Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 03.10.1965, Qupperneq 9
RÖDD SAAAVIZKUNNAR
Framhald af bls. 246.
sama. Hversvegna þá að vera
að gera sér rellu út af því ?
Ofnar til að brenna fólk eru
gerðir með svipuðum hætti og
múrbrennsluofnar. Tæknifræð-
ingurinn er ekki að hugsa um
hvernig hluturinn verði not-
aður. Verk hans er að ann-
ast hina tæknilegu hlið. Og
eftir að hafa athugað málið
tekur tæknifræðingurinn til
starfa og gleðst yfir þvl að
gerð hans af hlutnum er, auk
þess að vera einfaldari og
hagkvæmari, einnig afkasta-
meiri. Afkastameiri til hvers?
Að brenna múrsteina? Það
kemur honum ekki við. Hans
verk er tæknilegt, líkt og á
öðrum framleiðslusviðum.
Hvernig er hægt að kalla hann
morðingja? Það eru mennirn-
ir sem gáfu fyrirmæli um að
skjóta sem eru morðingjarn-
ir. Og þeim hefur verið refs-
að. Jú, satt er það, menriimir
sem framkvæmdu fyrirmælin
og studdu á gikkinn eru líka
sekir. Með öðrum orðum,
mennirnir við stjórntækin, þeir
sem settu vélina af stað, eru
glæpamennirnir. Og hvað
snertir hina ýmsu hluta vél-
arinnar — hin velsmurðu
tann'hjól og gíra, sem unnu
vel og hljóðlega — þá voru
þeir eins og hver önnur tæki.
Og eftir á að hyggja, hvaða
gagn er í því að vera að
brjóta heilann um vélar sem
eru ekki Iengur til? Og hvað
það snertir, hvernig getur
maðurinn sem þrýsti á gikk-
inn verið sekur? Þegar allt
kemur til alls var hann að-
eins að framkvæma fyrirmæli.
Hafði hann ekki svarið stjórn-
arvöldunum hollustu?
Fyi'ir um það bil ári fékk
ég bréf frá stúlku við fram-
haldsnám sem var að rann-
saka bókmenntir á árum síð-
ustu heimsstyrjaldarinnar.
Hún vildi fá svar við því hvað
hefði knúð hermennina áfram
til að berjast. Hún hafði al-
izt upp eftir styrjöldina. Og
verk hennar var þannig að
hún vildi fá nákvæmt og ef
unnt væri fáort svar. 1 henn-
ar augum var þetta svona ein-
falt.
Heimur okkar tíma er full-
ur af sprengiefni eins og at-
omsprengjum og vetnis-
isprengjum. En hann er einnig
hlaðinn öðru mjög voldugu
sprengiefni: öllu því sem er
innibyrgt I hjörtum fólksins.
Það kann að vera að nöfn
þeirra sem ofsóttir voru og
myrtir hafi gieymzt, rústirn-
ar vikið fyrir grænum gróðri,
nýjum borgum, nýjum þjóð-
vegum. Og morðingjarnir?
þeir eyða elliárunum í friði
og ró með fjölskyldum sínum,
öruggir í vissunni um að þeim
verður ekki refsað, hönd rétt-
vísinnar nær ekki til þeirra.
Vist eru réttarhöld öðru hvoru
til að fullnægja öllu velsæmi.
En hvers vegna á að vera að
róta upp í því sem heyrir for-
tíðinni til? Og hversvegna
skyldu sjálfar bókmenntirnar
láta hafa sig til slíks?
Á okkar öld, tuttugustu öld-
inni, máttugri öld, hefur hraði
lífsins aukizt. Andleg nær-
ing? 1 nútíma þjóðfélagi er
allt miðað við höfðatölu, fram-
leiðsla á bílum, ísskápum,
þvottavélum, koli og stáli. Því
meira sem framleitt er á
hvern mann, því betur verður
séð fyrir þörfum manna. En
maðurinn þarfnast fleira en
efnislegra hluta; hann hefur
andlegar þarfir. Að lo'knu
dagsverki vill fólk gjarna sjá
gamanleik, horfa á sjónvarp,
lesa um skemmtilega viðburði
að léttar sögur. Og það er
enginn hörgull á rithöfundum
sem vilja fullnægja þeim þörf-
um. Þeim gengur gott til. Þeir
vilja að fólk sé hamingjusamt,
eins og söguhetjurnar í bók-
um þeirrla. Og þeir komast
ekki hjá því að hagnast ofur-
lítið á því að fá fólk til að
gteyma f stað þess að hugsa.
Gleyma því að það voi-u hend-
ur mannsins er settu eyði-
leggingartækin af stað, I stað
þess að hugsa um að slíkt
gæti gerzt á ný í sannarlega
skelfilegum mælikvarða, þeg-
ar tekið er tillit til tæknimátt-
arins.
Ein af hinum margháttuðu
skyldum sem taka upp tíma
mannsins og hugsanir er mik-
ilvægust: sú að vera maður,
í fyllstu merkingu þess orðs.
Og eitt af verkefnum bók-
menntanna ætti að vera að
minna hann stöðugt á þetta,
daglega. Því bókmenntir ættu
einnig að vera eamvizka sam-
tíðarinnar.
RlMUKORN
Fimmta ríma — nýlanghenda
— svikin.
Ný á hinini lýsir Lúna
löngum vetrarskuggum eyðir.
Meðan hún er að mjólkakúna
margt í huga konan leiðir:
Sýnist mér að sé úr hófi
sóað ijósmat himinkerfa
ef þeir fleygja ævinlega
öllum tunglum þeim sem
hverfa.
Alltaf finnst mér það óspil-
N semi.
þó af þeim fari mesta Ijósiö.
Væru mér gefin gömlu tunglin
gæti ég notað þau i fjósið.
Sagnir Stefáns í Stykkishóími:
Tvíburarnir
Það skeði endur fyrir löngu
að danskur skipstjóri, sem
Förland hér, sigldi skipi sínu
ár eftir ár til eins stærsta
kaupstaðar á landinu.
Sem að líkum lætur átti
Förland hét, sigldi skipi sínu
kaupstaðnum og einn bezti
vinur hans var hinn æruverði
prestur staðarins, og þar var
skipstjórinn tíðum meðan
hann beið losunar á skipi
sínu.
Presturinn hafði stórt bú
og margt vinnuhjúa. Einn var
sá maður sem prestur bar öll
sín mál undir, sveitar- og
bæjarhöfðinginn sem Jón hét.
Nú skeður það, að vinnukona
sem hjá presti var verður ó-
frísk, og elur tvíbura, og um
svipað leyti spyrjast þær
fréttir að sjóhetjan Förland
hefur farizt í hafinu með
manni og mús. Griðkona
prestsins lýsir Förland föður
að börnum sínum, og var eng-
inn til að andmæla því.
Nokkru síðar kastar hryssa
sem prestur á og eignast
mjög fallegt folald.
Presti þótti afkvæmi hryss-
unnar mjög fagurt eg gerir
vini sínu Jóni boð um að koma.
Jón lét ekki standa á sér.
Prestur sýnir honum folaldið.
Jón hringgengur folaldið og
grandskoðar það, en loks
staðnæmist gamli maðurinn
og segir við prest: — Víst er
um það, fögur er skepnan
hvar sem á hana er litið.
Þagnar hann svo um stund,
gýtur augunum á prest og
segir: — Þau hefðu nú orðið
tvö hefði hann Förland átt
þau.
Þegar atvinnuleysið
bregzt
Það skeði á þeim géðu
gömlu tímum þegar Suður-
nesjamenn sóttu gull til Aust-
fjarða, að austfirzkir útgerð-
armenn fjölmenntu þegar
strandferðaskipið kom með
Suðurnesjasjómenn, var þá
mikið rætt um kaup á verð-
andi vertíð.
Einn útgerðarmaður sem
mætti þar hafði hugsað sér
að krækja í ódýran háseta og
fór því að útskýra fyrir þeim
sjógarpi er hann hafði tekið
tali, af hvaða ástæðum ekki
væri hægt að borga hátt kaup
og komst þannig að orði:
— Þegar aflaleysið bregzt
og þegar atvinnuleysið bregzt
sér hver maður að ekkl er
hægt að borga hátt kaup.
EYFIRZK HÚSMÓÐIR
Framhald af 247. síðu.
Námafjall er raunar ekk-
ert fjall, aðeins Tágur háls,
gróðurvana með öllu, en við
fætur manns krauma og bulla
hverirnir niðri í jörðinni, svo
bezt er að fara að öllu með
gát. Allgott útsýni er þarna,
einkum mikil fjallasýn, meðal
annars sést „Kerling" Eyfirð-
inga. Þá sést og vel austur
um Hólsfjöll, ajlt til Gríms-
staða. Ekki fýsti okkur að
hafa þarna mjög langa við-
dvöl því brennisteinsfýlu hina
verstu lagði af hverunum.
Næsti viðkomustaður er
Reykjahlíð, þar er tekið ben-
zin og nú er ferðin hafin
heim á leið. Veðrið er alltaf
jafn yndislegt og hvergi sér
ský á lofti.
Við komum við í Vagla-
skógi, svona rétt til að sýna
börnunum hvernig raunveru-
legur skógur lítur út. Þarna
er strjálingur af fólki og eru
nokkrir af tjaldbúum að
sækja vatn I ána til að elda
kvöldmatinn. Aðrir bográ úti
fyrir tjöldum sínum, vafa-
laust við einhverja matseld.
Ég minnist þess, er ég síðast
kom í Vaglaskóg fyrir rétt-
um 11 árum. Þá var nú veðr-
ið samt öðruvísi, nefnilega
hellirigning. Sólin er senn að
ganga undir og kvöldsett orð-
ið. Börnin eru þreytt eftir
langan og tilbreytingaríkan
dag — og heima bíða kýrnar
þess að verða mjólkaðar og
líklega orðnar talsvert hissa.
T?r skóginum er ekið heim í
einum áfanga. Yngsta barnið,
þriggja ára telpa, fær sér
blund á leiðiani og rumskar
efeki fyrr en ekið er í hlað
heima. Og reyndar er nú
mjög gott að vera komin
heim aftur. Við kveðjum nú
bílstjórann og þökkum honum
ágæta leiðsögu þennan 6-
gleymanlega dag, sem raun-
ar liktist helzt fallegum
draumi, og hverfum síðan til
kúnna og veruleikans.
Kristin Guðmundsdóttir
Gilsá, Evjafirði.
Sunnud. 3. okt. 1965. 21. tbí.
5. árg.
tllgefandi: Þjóðviljinn
Ritstj.: Jón Bjarnason
Prentsmiðja Þjóðviljans.
SUNNUDAGUR — 246