Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Tölublað
Aðalrit:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 31.10.1965, Blaðsíða 6

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 31.10.1965, Blaðsíða 6
ÞA HLÓ JONNI Mynd sú er höfundur dregur hér upp, og nefnir „Leikþátt frá kreppuárunum", er því miður ekki eins fjarri okkur og ýmsir gætu haldið, í okkar margnefnda „velferðarríki“. Slík tilfelli voru óteljandi á þeim árum — og þeir tímar gætu komið aftur. Ekki nema tvöhundruð, sagði Vilson kaupmaður, og fleygði dagblaði á borðið og néri hendurnar brosandi: Jonni, þeir eru komnir niður í tvöhundruð. Ha? hváði Jonni annars hug- ar. Atvinnuleysingjamir maður. Tvöhundruð atvinnulausir í marz, það þýðir engan í apríl. Við megum búast við mikilli sölu með vorinu, roksölu. Eftilvill. sagði Jonni. Alveg víst vinurinn, alveg vist, jafnvel verður skortur á vinnuafli þegar líður á vorið. Já Jonni minn, maður verður að hafa augun opin. Það má jafnvel reikna með hækkuðu kaupl og aukinni velmegun. Getur ekki brugðizt Jón, trúið rér alveg viss sala hjá okkur vor. Fólkið kaupir aftur, það sem það varð að selja okkur i vetur, alveg tryggt vinur, gulltryggt. Það færi betur anzaði Jón. Svo varð þögn stundarkorn. Sólskinið flæddi inn um gluggann, suðandi fluga skauzt gegnum geislastrauminn og settist á eina hilluna á veggn- um innan við borðið. Kaupmaðurinn starði á Jón Og gretti sig. Heyrið þér Jón minn, sagði hann alvarlegur, heyrið þér? Já sagði Jón og leit við hon- um. Ég er að hugsa um að hækka við yður. Jæjajá, anzaði Jón lágt, og leit undan. Ætlið þér að hækka húsaleiguna mikið? Kaupið vinur minn sagði kaupmaður hárri röddu, skilj- ið þér það ekki? Ég ætla að hækka við yður kaupið. Ha, já, stamaði Jón vand- 294 SUNNUDAGUR EFTIR M.M. ræðalega. Afsakið kaupmaður ég átti alls ekki von á þessu. Tja hvað eigum við að segja, vinur minn, hundrað, hundrað krónu hækkun á mánuði. Ger- ið þér yður ánægðan með það? Þeir horfðust á, kaupmað- urinn brosandi, Jón undrandi. Þetta er svo ótrúlegt, hækka við mig kaupið um hundrað á mánuði. Ja, mér finnst ég ekki eiga þetta skilið. Ég þakka, þakka hjartanlega. En þér verðið að skilja það, Jón minn, að ég vil hafa á- nægt fólk í kringum mig, ó- ánægja skapar andúð, þér þekkið það, ég vil hafa glaða starfsmenn, það bókstaflega eykur viðskiptin. Ég er nú ekki hneigður fyrir svona störf, get ekki að þessu gert. Mér þykir það mjög leið- inlegt. Þér verðið að læra að lifa Jón minn, læra að vinna eins og annað fólk, það verða allir að læra að lifa og vinna. Þér eruð svo trúir og vandaðir, ég get treyst yður á hverju sem gengur, það er stór kostur Jón minn að geta treyst mönnum sem starfa við svona fyrirtæki. Náttúrlega er eitthvað að öll- um, það er tildæmis mjög ó- eðlilegt hvernig þér komuð fram þegar þér selduð frakk- ann í dag, þér þókstaflega við- urkennduð að hann væri orð- inn snjáður á alnbogum, og hefði ég ekki tekið af yður ráðin, hefðuð þér áreiðanlega sagt að það væri brostið út úr vösunum. Hvað segið þér nú kaupmað- ur, sagði Jón undrandi. Þér sögðuð þetta sjálfir um frakk- ann þegar við keyptum hann I vetur af honum Jónasi, þér sögðuð --------- En góði maður sagði kaup- maður og baðaði út höndum, við vorum þá að kaupa hann, skiljið þér ekki muninn á þvi? Nei, það skil ég ekki, hafi frakkinn verið snjáður á aln- bogum í vetur þegar við keyptum hann, þá hlýtur hann að var það í dag. Er þetta ekki rétt. Rétt og ekki rétt. Þegar við kaupum hluti er að sjálfsögðu rétt að benda seljendunum á gallana, en þegar við erum seljendur bendum við aftur á á móti eingöngu á kostina, já og ekki einungis það, heldur segjum við að þetta séu alveg sérstæð kostakaup, já Jonni minn mundu það, kosta kaup. Þér eruð það skýrir vinur minn, að yður hlýtur að lær- ast hvernig góðir verzlunar- menn koma fram. Og svo er það brosið, Jón minn, já ég sagði brosið, það er aldréi nógu eðlilegt. Við þurfum að taka eina æfingu í kvöld. Ó drottinn minn sæll og góð- ur, sagði Jón. Gerið það ekki góði kaupmaður, gerið það ekki, takið heldur peningana, kauphækkunina. Já en góði Jonni, bara brosa, er það þá svo mikið að biðja yður að brosa. Ég get það ekki, hér er ekk- ert til þess að brosa að, takið kauphækkunina, gerið það góði kaupmaður, takið heídur kauphækkunina. Nei Jón minn. Þér verðið að komast yfir þetta. Trúið mér, það getur kostað yður lífið ef þér komizt ekki yfir þessa veilu. Þér vitið að ég er ekki bros- mildur að eðlisfari, hlífið mér við þessu, þessum leikaraskap. Hurð verzlunarinnar opnað- ist, og heitt vorsólskinið flæddi inná gólfið, tvær konur gengu inn. Við litum aðeins inn um leið og við gengum framhjá, sagði kaupmannsfrúin bros- andi og hlý. Er ekki komið að lokun. Jú góða mín, sagði Vilson. Við verðum öll samferða heim. Þið hafið verið úti að ganga í góða veðrinu. O, sagði frú Vilson, en mað- ur hennar sneri sér að kon- unni hans Jóns. Mikið eruð þér rjóðar og yndislegar, kæra frú, alveg eins og yngismær. En lítið þér á frúna yðar herra Vilson. Er hún ekki dá- samleg með nýja hattinn, svar- aði konan hans Jóns. Hún er engill, svaraði kaup_ maðurinn, og leit með aðdáun á frúna, svo hlóu þau öll, en Jón stóð við gluggann og horfði út. Jonni, kallaði kaup- maður. Jonni komið þér hing- að og hlæið með okkur, og aftur var hlegið, og Jón eigr- aði til þeirra. Sjáið þér kon- una yðar, hélt kaupmaður á- fram, er hún ekki dásamlega ung og fögur. Hún er gimsteinn, sagði Jón og brosti við henni. Þetta bros ættuð þér að hafa á andlitinu allan daginn, sagði Vilson og virti hann fyr- ir sér. Nú get ég skilið af- hverju konan elskar yður. Þau hlæja öll. Ást og bros eiga sér sípar orsakir, hvorugt verður til af engu, kaupmaður, svaraði Jón. Jæja góði, sagði Vilson og missti brosið af andlitinu, jæja, þá tölum við ekki meira um það í þetta sinn. Svo varð óþægileg þögn. Þið hafið náttúrlega verið við jarðarförina, sagði Jón loks og sneri sér að konu sinni. Já, anzaði hún lágt. Ég samhryggist, sagði kaup- maður. Var það einhver ætt- ingi. Ó, það var barnið hennar Siggu Möggu, sagði kaup- mannsfrúin og stundi sorg- mædd. Hann var dásamlegt barn, altalandi í fyrra aðeins tveggja ára. Ójá, þetta er sorglegt, sagði Vilson kaupmaður. Hvað var dauðameinið? Hvað haldið þið að hann Friðjón læknir hafi sagt mér, sagði kaupmannsfrúin, og starði á þau til skiptis. Já hvað haldið þið, svo varð löng þögn hlaðin eftirvæntingu. Loks kom svarið. Efnavöntun! Hvað segið þér, efnavöntun? Framhald á bls. 297.

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.