Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Tölublað
Aðalrit:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 31.10.1965, Blaðsíða 10

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 31.10.1965, Blaðsíða 10
seinna heyrðust nokkrar dauf- ar fallbyssudrunur í fjarska. Eftir fjögurra stunda göngu er endaði með einni þessara bannsettu staurabrúa, komum við að nokkrum kofum, þar sem við áttum að vera um nóttina. Fyrirliði fylgdarmann- anna fékkst ekki ofan af því að ég svæfi í rúmi í einum kofanum, enda þótt ég kysi alltaf að sofa í hengirúminu milli trjánna. Hann sagði að hér væru tígrisdýr, svo ég lét undan og dvaldi því fyrstu nóttina í Nam Bo í hræðilega hörðu rúmi úr klofnum bamb- us, sem strámotta nægði lítið til að mýkja, umkringdur að því er virtist hundrað svínum á öllum aldri. Stundum komu eitt eða fleiri og klóruðu sér á bakinu upp við rúmstólp- ana, með tilheyrandi ánægju- hljóðum. Alltaf öðruhvoru rýttu þau í kór og öll hjörðin hljóp með miklum fyrirgangi eitthvað út í skóginn, til þess eins að koma að nokkrum mín- útum liðnum aftur með sama fyrirgangi og óhljóðum. Ég komst að þeirri niðurstöðu að villidýr hlytu að vera á næstu grösum og þetta rýt væri að- vörunarhljóð svínanna. Daginn eftir komst ég að því að kofar þessir tilheyrðu hópi úr Þjóðfrelsishernum, sem eins og aðrar einingar hersins stundaði jafnframt landbúnað. Svína- og hænsnarækt til- heyrði starfi þeirra og nokkru seinna sá ég fallegan mat- jurtagarð, sem var umgirtur papaja- kókos- og banana- pálmum. Allt var þetta kæn- lega biandað kjarrgróðri til þess að villa árásarflugvélum sýn. Einn skæruliðanna sem var að vinna þarna klifraði upp í einn pálmann og fleygði niður nokkrum hnetum. Það er þjóðarsiður í Nam Bo að bjóða gesti fyrst af öllu að drekka hinn ljúffenga ískalda vökva sem er inni í hitaein- angruðum hnetunum. Meðan við vorum enn að smjatta á kókosmjólkinni kom hópur manna með riffla á öxlum út úr kjarrinu. Það var nýr leið- söguhópur ásamt frönskumæl- andi túlki. Þegar við höfðum heilsazt spurði hann varfærn- islega hvort ég mundi geta hjólað langa vegalengd. Að undanskildum tveim mjög stuttum hjólferðum í TayNgu- yen hafði ég naumast nokkuð hjólað í meir en 30 ár, en ég kvaðst halda að ég myndi geta hjólað, en mér þætti betra að ganga. Tið lögðum af stað undir kvöld, gengum í fjórar stund- 25. tbl. 5. árg. 31. okt. 1965 Ritstjóri Jón Bjarnason. Útgefandi Þjóffviljinn 298 SUNNUDAGUR ir og koiiium þá að stærri o reisulegri þyrpingu af kofum, sem búnir voru Dien Bien Phu- eldhúsum. Eins og nafnið bendir til varð þessi gerð eld- húsa til í orustunni um Dien Bien Phu, þar sem Frakkar biðu úrslitaósigur sinn. Eld- stæðunum er komið fyrir neð- anjarðar í gólfinu í stórri skotgröf, sem oftast er _ þakin með bambus og grasi. í stað- inn fyrir reykháf eru neðan- jarðarsmugur í sömu eða mis- munandi stefnu út í frum- skóginn. Mestallur reykurinn síast út í jarðveginn, en af- gangurinn hverfur í lággróður- inn. Þetta er mjög mikilvægt atriði því hver minnsta reykj- arslæða er eftirsótt skotmark bandarísku árásarflugvélanna. ir ar sem reykur er þar er líf, virðist vera lífsregla þeirra og allt líf sem hrærist utan borganna og gaddavírsgirtu byggðahverfanna þeirra er fjandmenn í augum þeirra er stjórna lofthernaðinum. Allt líf, menn, skepnur og gróður — sé um manneldisjurtir að ræða — eru skotmörk íyrir sprengjur þeirra, napalmeld og eiturefni. í Tay Nguyen hafði mér verið sagt af því er fallhlífahermenn voru látn- ir svífa til jarðar eða fluttir í þyrlum tii þess eins að eyðileggja hrísgrjóna- eða maísakra um leið og þeir voru orðnir grænir. Napalmsprengj- ur eru vitanlega notaðar á þroskaða uppskeru. Bóndi að vinna á akri, uxi að drekka út vatnsbóli, kálfur á hlaup- um, grænn ræktunarteigur, þetta eru fyrst og fremst skot- mörk bandarísku flugmann- anna, sem eru eina uppistaðan í lofthernaðinum. Samkvæmt upplýsingum Nguyen Khanh hershöfðingja eftir að hann tók við völdum í Saigon í jan- úarlok 1964 var helmingur alls tjóns sem „Viet Cong“ hafði orðið fyrir árangur af flugá- rásum. Hvernig flugmennirnir þekktu bændurna frá „Viet cong“, var ekki sagt. ifað var því mikil framför þegar Dien Bien Phu eldhús- gerðin var tekin upp i Suður- Vietnam, sérstaklega fyrir skæruliðasveitir og aðra hópa sem höfðu fastar bækistöðvar og nægan mannafla til að grafa neðanjarðargöngin. Slík göng eru venjulega margra metra löng og súgurinn í þeim eins og í málmbræðslu. JNÍæsta morgun komst ég í kynni við reiðhjól, og þótt byrjunin væri ekki til að státa af átti ég þó eftir að ferðast um 500 mílna vegalengd á reiðhjóli, að viðbættum nokkr- um sem ég fór gangandi eða í fljótabátum. Það vildi nú svo til að hjólreiðar voru ekki með í hinni margþættu þjálf- Framhal dá bls. 290. PEARL S. BUCK SÍÐARI HLUTI „Það er nú það“, sagði Macomb, rétt eins og útvarpið hefði þagað. „Við vorum líka hamingjusöm .... þó eignað- ist ég engin börn .... en þú?“ „Nei!“ sagði hún. „Við vild- um eignast þau, en söknuðum þeirra ekki heldur. Það eru svo mörg börn í heiminum að það virðist ekki skipta máli þótt við eignuðumst engin. Við áttum svo margt, bæði.“ „Einmitt," sagði Macomb. „Jæja, ég veit ekki. Nú erum við hér ein og yfirgefin. Ef það hefðu verið börn ....“ „Ég hefði samt orðið ein- mana,“ sagði_ hún. „Ég er þannig gerð. Ég vona samt að ég hefði orðið góð móðir, en hann var sá sem ég elskaði." Hún tók sig á: „Sá sem ég elska .... “ „Ég er feginn að eiga engin börh,“ sagði hann, „einkum nú, þegar ég sit hér og veit ekki hvað getur komið fyrir. Það er annars undarlegt að við að- höfumst ekkert út af því! Langar þig til að deyja?“ „Ég veit það ekki,“ sagði hún.. „Orðum það öðruvísi — lang- ar þig til að lifa?“ „Ég veit það ekki heldur." „Eigum við þá ekkert að að- hafast .... láta bylgjuna miklu ráða því?“ „Ég býst við því“ sagði hún. Aftur sátu þau þögul nokkr- ar mínútur. Hann stóð upp, hellti heitu kaffi í bollann hennar og gekk út að glugg- anum. Götuljósin lýstu hásjáv- aðan bylgjuvegg. „Sástu konuna þína þegar hún var dáin?“ spurði hún. Hann kom frá glugganum og settist. „Hún dó i fanginu á mér. „Nei!“ „Hún hafði veikt hjarta — allt frá barndómi. Við vissum það ekki fyrr en hún varð barnshafandi. Hún var mjög kvik og rösk — ekki kannski íþróttamanneskja, en hún lék vel tennis. Eftir ellefu ára hjónaband varð hún barnshaf- andi, og læknirinn hafði mikl- ar áhyggjur út af hjarta henn. ar. Hann hélt að hún myndi ekki lifa það af og ráðlagði að láta eyða fóstrinu, en hún vildi ekki heyra það nefnt. Dálítill þrákálfur —. hafði alltaf sitt fram — og ég stóðst hana ekki þegar hún horfði á mig brúnu augunum sínum. Hún náði mér rétt í öxl. Ég hélt að hún myndi hafa það af — henni tókst alltaf að gera það sem hún ætlaði sér, og hún ætlaði sér að eignast barn .... þetta er mín sök, býst ég við, af því ég lét hana ....“ Hún hallaði sér fram og teygði sig eftir hönd hans. ,,Nei, þetta er ekki þín sök. Hún var hamingjusöm — af tilhlökkun ....“ Hann hélt áfram, tók ekki til sín höndina. „Hún háttaði hamingjusöm að kvöldi, vegna þess að ég hafði gefið eftir. Og svo allt í einu, kveinstafalaust og án merkja um þjáningu — dó hún. Ég vaknaði og fann þungt höfuð hennar á öxl minni.“ Tár runnu niður kinnar hennar. Hún losaði hendina, greip báðum höndum fyrir andlitið og kjökraði. Rödd útvarpsþularins heyrð- ist á ný. „Það er búizt við flóðbylgjunni hingað eftir ná- kvæmlega fimmtán mínútur og tuttugu sekúndur. Hún fer með fimm hundruð og fjöru- tíu mílna hraða á klukku- stund.“ Hún leit upp. „Ég hef ekki getað grátið. Ég hef alls ekki grátið — jafnvel ekki þegar þeir komu heim með hann lát- inn. Hann gekk niður götuna til að láta klippa sig — hugs- aðu þér, aðeins til að láta klippa sig. Ég sagði við hann við morgunverðinn „Cleyt, ef þú lætur ekki klippa sig, þá veit ég ekki hvað ég geri.“ Hann hló og vildi kyssá mig, en ég sagði „Nei, ég vil jafn- vel ekki kyssa þig fyrr en þú hefur látið klippa þig,“ og svo fór hann, lét klippa sig, og á heimleiðinni .... “ Hún snökkti ákaflega, og hann lagði handlegginn um herðar henni. „Svona, svona— þetta var heldur ekki þín sök,“ sagði hann lágt. „Þetta hefði gerzt fyrr eða seinna einhversstað- ar.“ Framhald á bls. 300.

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.