1750 krónur gefins - 01.01.1920, Blaðsíða 2
1750 krónur geíins
Kæru viðskiftavinir!
Vegna þess hvað
margir, í hugsunar-
leysi, eyðileggja
fagra og góða muni,
með ljótum letur-
grefti, réð ég til mín
í sumar, einhvern
bezta leturgrafara
Dana; og er hér lít-
ið sýnishorn af hans
stafagerð.
Nú er hann upptekinn allan daginn,
við að grafa á þær mörgu og margvís-
legu jólagjafir sem keyptar eru nú
f
á hverjum degi hér í verzluninni. Þess-
vegna verður mjög erfitt að taka gröft
af öðrum, fyr en eftir jól.
Með mikilli virðingu.
Halldór Sigurðsaon.
Húsgagnaverzlunin
Vatnsstíg 3. Sími 321.
ALLIR sem vilja fá sér húsgogn nú fyrir jólin, eru beðnir að
athuga, að happdráttarmiðarnir með hverjum fimmkrónu
kaupum fylgja einnig hjá mér. Þetta eitt fyrir sig er
gott, en þó aukaatriði, — hitt varðar mestu að það sem
fólk kaupir, reynist eins og sagt er, eða betur.
OLL mín húsgögn eru úr bezta efni, og smíðuð af beztu
húsgagnasmíðum, útlendum og innlendum, sem hér er
völ á.
ALT þetta er trygging fyrir góðum og hagkvæmum jólakaup-
um hjá mér.
ALLA bæjarbúa vil ég áminna um að kaupa húsgögnin þar
sem þau eru fallegust og bezt, og kosta minstan pening.
KOMIÐ til mín og skoðið, berið saman, og dæmið sjálf og dæm-
ið rétt. Kuupið það eitt sem hentar yður bezt.
MUNIÐ að sérhvert viðvik í búð minni sem yður er til gagns
eða þægðar, er mér til' ánægju.
VirðingarfYlst.
Kristinn Sveinsson.
Háskoti nokkur, sem hafði gefið öðrum löðrung, stóð fyrir rjettinum og var
daemdur tii að greiða 10 kr. sekt eða sitja 14 daga í fangelsi. Hann kaus að
greiða sektina og lagði 20 kr. á borðið. „Hjer eru 10 krónurnar", sagði hann,
„og 10 krónur borga jeg fyrirfram, því að jeg ætla að gefa þrælnum á kjaftinn
þegar jeg kem út“.
Bæjarstjóri í litlu þorpi í Bayern fekk skipun um að semja skýrslu yfir
hunda þá í bænum, er ætti að greiða skatt af. Skýrslan byrjar svona:
Skólakennarinn 1 hundur. Læknirinn 1 hundur.
Presturinn 1 hundur. ]eg sjálfur 1 hundur.
Við allir saman 4 hundar.
Verzlunin
,Vaðnes‘,
Laugaveg.
Selur allar nauðsynjar til Jólanna fyrir
mun lægra verð en áður.
Þar að auki fær hver sá sem kaupir
fyrir 5 kr., happdrættismiða sem ef til
vill færir kaupanda
1000 kr., 500 kr. eða 250 kr.
jólagjöf.
Munið því, að í verzluninni Vaönes
eigið þér að kaupa í jólamatinn.
Hringið í síma 228, og pantanir
yðar verða afgreiddar tafarlaust.
Munið — Sími 228.
O. Ellingsen.
Skipaútgeröar og málningarvöruverzlun
Hafnarstræti 15.
Símar 605 og 597.
Fyrirliggjandi:
Alt tilheyrandi útbúnaði fyrir seglskip, mótorbáta og flest
alt handa troliurum.
Allskonar veiðarfæri, sem eru notuð hér: Þorskanet, þonska-
netagarn, línur, öngultaumar, önglar, blýlóð, reknet, lóðar-
belgir, ofl. ofl.
Allskonar sjómanna- og verkmannafatnaðir, sjóföt, gummi-
og leðurstígvél, klossar, slitbuxur, peysur, nærfatnað o. fl.
Allskonar málningarvörur: Þurir, olíurifnir og tilbúnir litir,
fernisolía, þurkefni, terpentína, gólffðrnis, japanlakk, emalje-
lakk, distemper, bronce, tinktúra, ofnlakk, málningarpenslar og
allskonar málningaráhöld.
Allskonar smurningsolíur á gufuvélar, mótora, ljósvélar og bíla.
Margt til bygginga, skipasaumur allskonar, bátasaumur, þak-
suumur, stiftasaumur, asfalt, bik, blackfernis, tjara, koltjara o. fl.
Margt til heimilisnotkunar: Rúmteppi, ullarteppi, gólfmottur,
kristalssápa, sódi, blikkfötur, strákústar, gólfskrubbur, lampa-
glös, lampabrennarar, lampakveikir, fægilögur, kerti, eldspítur o.fl.
Flestar stærðir af Caille viðurkendu mótorum.
Tenfjords línuspi), Mjölners mótorbátaspil.
Alt fyrsta flokks vörur. Hentugar til notkunar hér. Verðið sanngjarnt,
— — — Margt selst nú með niðurseítu verði. — — —