Auglýsarinn - 23.11.1902, Síða 2

Auglýsarinn - 23.11.1902, Síða 2
168 AUGLÝSARINN. [23. nóvbr. 1902. Til minnis. Landabókasafnið er opið daglega kl. 12—2 og á md.t mvd. og ld. 12—3. Landskjalasafnið (1 Þinghúsinu) pd., fmtd. og ld. 12—1. Náttúrngripasafnið er opið á sunnud., kl. 2—3 siðd. Forngripasafnið (i Bankahúsinu) mvd. og ld. 11—12. Landsbankinn Opinn hv. virkan dag 11—2 Bánkastjórn við 12—1. Söfnunarsjóðurin (1 húsi Þorst. Tómassonar) 1. mánud. hvers mánaðarð—6 siðd. Landshöfðingjaskrifstofan opin 9—101/, 11V»— 2, 4—7. Amtmannsskrifstofan opin dagl. kl. 10—2, 4—7 Bæjarfógetaskrifstofan opin dagl. kl. 9—2,4—7. Póststofah opin 9—2, 4—7. Aðgangur að box- kössum9—9 Bæjarkassar tæmd. ir rúmhelgad. Tk árd., 4 siðd. en á sunnud. 7*/s árd. að eins. Afgreiðsla gufuskipafél. 8—12, 1—9. Bæjarstjórnarfundir 1. og 3. fmtd. hvers mán- aðar kl. 5 siðd. Fátækrafundir 2. og 4. fimmtud. hvers mán. Héraðslæknirinn er að hitta heima dagl. 10—11. Tannlæknir heima 11—2. Frllækn. 1, og 3. mánud. 1 mánuði. ’--00<X>-OC-<>0-0<>0<XXx»^X>«wx>' Úr bænum og grendimji. Skaðar miklir hafa hlotistaf ofviðri því er geysaði aðfaranótt 15. þ. m. og er þó ekki tilspurt enn alstaðar að af landinu- Kirkjan á Hvanneyri fauk og brotnaði í spón. Saurbæjarkirkja á Kjalarnesi fauk sömuleiðis, hafði oltið um en brotnað ítið. Kirkj- an í Keflavík skekktist iíka, fór hálf út af grunni sínum og Eyr- arbakkakirkju sömuleiðis. Fjöldi annara húsa hafa skemmst víða, helzt eru það heyhlöður til sveita og bátar við sjávarsíðuna. Skarlatssótt skæð gengur í Dölunum og hefir dáið úr henni þar elzti sonur Bjarnar sýslumanns á Sauðafelli, Stefán að nafni. „Skálholt" fór héðan 17. þ. m. til Kristianssand í Noregi. Á „Skálholti" tók sér far Björn kaupm. Sigurðsson ogRiis kaupm- á Borðeyri. „Vestau fór 18. þ. m. til út- landa. Með henni fór utan Kam- illa sýslumannsfrú frá Árbæ í Holt- um til Parísarborgar, þar er Dagmar systir hennar, er hefir verið þar til heimils undanfarið. Ætlar frú Kamilla á kynnisför til hennar. Heimskringla segir þá frétt að nú sé von á fjórum vesturfara- agentum hingað til lands. Þykist Kanadastjórn ekki vera búin að veiða nógu margar sálir vestur, og landar þar fijótir til að gefa kost á sér til að reka það erindi hér. Hinn 13. þ. m. var Páll sögu- kennari Melsteð 90 ára að aldri. Hann er fæddur 13. nóv. 1812. Héldu bæjarbúar þenna hátíðleg- an með því að fiagga á hverri stöng og þeyta lúðra um hádeg- isbilið fyrir framan hús hans. Sömuleiðis sendu bæjarbúar hon- um ávarp, er svo hljóðaði: Mj'óg svo fáum auðnast að lifa níu tugi ára, og þó enn færri, að ná svo hárri elli með óþrotnum kröftum líkama og sálar. Ýður, herra sögukennari Páll Melsteð, r. af dbr., hefir guð veitt slíka blessun, og er oss sambœjarmönnum yðar hjart- ' anleg gleði, að geta í dag fagnað ní- rœðUafmœli yðar, og að mega flytja 'yður vorar virðingarfylstu þakkir fyrir yðar langa og góða œfistarf , Þér voruð ungur og upprennandi félagi og fóstbróðir þeirra manna, er fyrir tveim mannsöldrum settu sér það mark, að kenna þjóð sinni sem rœkilegast hvers kyns nytsamleg frœði og um leið að glœða fegwrðartilfinning hennar og smekk- vísi, og þá allra helzt með því að hefja tungu vora úr þeirri niðurlœgingu. sem hún var komin í. Nú standið þér, öldungurinn, einn uppi af þeirri fríðu sveit, og alla æfi hafið þér vel og drengilega fylgt þessu merki œskuáranna, og einmitt þess vegna hafið þér getað haldið yður svo síungum, þrátl fyrir elliárin. Vér íslendingar, konur sem karlar unnum yður fyrir það, hvað þér hafið, verið skemtilegur og Ijúiur kennari bœði í rœðu og ritum, og hve ant yður hefir verið um frœöslu þjóðarinnar, en þó allra mcst fyrir það, hvab þér hafið verið trúr í því alla œfi, að unna öllu því, sem gott er og fagurt, og hve lagið yður hefir verið að kenna öðrum að unna því með yður. Saga þjóðar vorrar um nýliðna öld á þar eitt meðal sinna beztu nafna, er þér eruð. Quð láti gott leiða af vilja yðar og verki, og lofi yður enn um hríð að prýða hóp vorn. Páll Melsteð er enn furðanleg ern, þótt sjón hans og heyrn sé nú nokkuð tekin að bila. Sjómenn fá mjög sjaldan tær- ingu (tisis). Af 1000 sjómönn- um, sem deyja, falla aðeins 108 af þessum sjúkdómi. Þeir flMiei “ presti safnaðarins gjöld sín í ár, eru hér með beðnir að láta mig vita það hið allra fyrsta. Reykjavík 6. nóv. 1902. Arinbj, Sveinbjarnarson, fjehirðir Frikirkjusafnaöarins. Ræningjar eru enn til. Niels Anderson heitir kaup- mannsson einn í Brigham í UtaK Hann hvarf seinni hluta ágúst- mánaðar í sumar mjög sviplega. Litlu síðar fannst stráhattur hans og var fastur við hann seðill og á honum stóð: „Nielsi Anderson hefir verið rænt, og ef á að sleppa honum, heimtum við 5000 sterlingspund (90,000 kr.). Skal það afhent við fossinn, sem er fyrir austan Brigham. Ef við ekki fáum þessa peninga, höggvum við af honum handleggi og fætur og drepum hann“. Sorglegir þankar, Georg: „Hvernig sem það gengur í heiminum, þá skal sá fátækari ailt af verða undir' . H a n s : „ Já, frændi, sá sem á járnbrautir hugsar lítið um það, þótt hann aki yíir hest fátæka mannsins“. G e o r g : „ Já, og sá sem er svo efnaður að oiga hest, kærir sig ekki mikið um, þó hann ríði um koll þann vesaling sem er á hjólhesti“. H a n s : „Og sá sem er á hjólhesti er ekki sérlegahugsandi af því þó hann ríði um koll þann sem fer á tveimur jafnfljótum“. G e o r g : „Og fótgöngumaður- inn hrindir þeim vesalingi um koll, sem á hækjum gengur“. H a n s : „Og hækjumaðurinn stígur með hækjunum ofan á lík- þornin á þeim, sem hjá þeim ganga. — Hún er sorgleg jþessi veröld, sem við lifum í“.

x

Auglýsarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Auglýsarinn
https://timarit.is/publication/272

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.