Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál - 01.10.1976, Síða 1

Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál - 01.10.1976, Síða 1
Jftid fréttotoét -um heUbwgóismól 1. tbl. 1. árg. -a Október 1976 Útgefendur: Krabbameinsfélag Reykjavfkur og Krabbameinsfélag fslands, Suðurgötu 24. Reykjavík, sími 16947, pósthólf 523. Ritstjórar: Þorvarður Ornólfson (ábm.) og Jónas Ragnarsson. Upplag 25.000 eintök. Ljossetning og offsetprentun. ODDI hf. TAKMARKIÐ ER: REYKLAUST LAND Heita vatnið í iðrum jarðar og hreyfi- afl fossanna hefur gert okkur íslend- ingum kleift að losa hvert byggðarlagið af oðru við kolareyk og olíustybbu sem mengaði andrúmsloftið áður fyrr hvar sem var að finna byggt ból Yfir þessu hrósum við happi og stefnum að því að nýta þessar náttúru- auðlindir til hitunar og lýsingar hvar sem þess er kostur — þó að þar komi að vísu fleira til en andúð á loftmengun En á sama tíma og lagt er kapp á að fækka þeim reykháfum sem beina stybbu og reyk upp úr húsum okkar úr ofnum og tækjum sem eru lífsnauðsyn meðan ekki er völ á öðru betra þá hefur heldur en ekki fjölgað þeim ..reykfærum" sem engin þörf er að hafa um hönd en fylla híbýlin eiturlofti sem erfitt er að losna við og liggur viða Nýtt blað Hér hefur göngu sína nýtt blað sem er fyrst og fremst helgað samtökum ungs fólks gegn reykingum. Utgefendur eru krabbameinsfélögin en vænst er góðrar samvinnu við skóla og skólafólk um útgáfuna. Þetta fyrsta tölublað er sent öllum börnum á Islandi sem fædd eru árið 1963, og þeim verður sent blaðið á- fram um hrið. Jafnframt er ætlunin að senda það framvegis hverjum nýjum 12 ára árgangi. Ætlunin er að nýja blaðið sem hlotið hefur nafnið TAKMARK, komi út fjór- um sinnum á ári, en í ár verða tölu- blöðin þó varla fleiri en tvö. Efni TAKMARKS verður einkum frá- sagnir af baráttunni gegn reykingum í skólum og utan svo og ýmsar gagn- legar upplýsingar og fræðsla um áhrif tóbaksnautnar. Utgefendur vonast til að blaðið verði vel þegið og geti orðið að liði í barátt- unni tyrir reyklausu landi. Ss í húsum eins og grá þoka langtímum saman. Er ekki baráttan við loftmengun næstum eins og skot út í bláinn meðan miðað er framhjá einum alskæðasta og um leið þarflausasta mengunar- valdinum, tóbaksreyknum? Það er kominn tími til að segja þeim óþrifum algert stríð á hendur og stefna að þvi að gera ísland að reyk- lausu landi innan húss ekki síður en utan Einhverjir kunna að halda að það sé vonlítið stríð, svo máttug sem reyk- ingatískan virðist vera í þjóðfélagi okk- ar og öllu umhverfi. En vissulega bendir margt til að veldi hennar hafi náð hámarki og undanhaldið sé jafnvel hafið Æ fleirum tekst að losa sig úr viðjum reykingavanans, og þeir sem hætta að reykja verða sumir hverjir einna harðastir andstæðingar reykinga Vissulega er þetta mikilvægt og það þarf að leggja æ meiri áherslu á að hvetja menn til að hætta að reykja og aðstoða menn við það En ennþá mikilvægara er að unga fólkið í landinu sameinist i þeim ein- dregna ásetningi að byrja ekki að reykja og beiti áhrifum sínum í einu og öllu gegn reykingatískunni. Þvílíkt á- hlaup fær hún ekki staðist. Samtök 6 -bekkinga gegn reykingum sem sagt er frá á öðrum stað í þessu blaði sýna að slík sameining er mögu- leg og þau vekja trú á að sá dagur komi fyrr en varir að þjóðarskútan íslenska sigli út úr tóbaksþokunni inn í hreint lofl Ykkur öllum sem tókuð þátt í þeim samtökum eru sendar sérstakar kveðj- ur og þakkir fyrir aö gerast brautryðj- endur Það var ánægjulegt að verða vitni að áhuga ykkar og hugkvæmni; engu líkara en þið hefðuð mörg beðið eftir tækifæri til að láta að ykkur kveða í baráttunni gegn tóbakstískunni. Hafi einhverjir í hópnum ekki getað staðið að fullu við hið góða áform er skorað á þá að skera sig ekki framar úr leik! Þeim og öllum jafnöldrum sem ekki gafst kostur á að tengjast þessum samtökum í vor skal bent á hve frábært það væri ef nærfellt allur aldursflokk- urinn sameinaðist gegn reykingatisk- unni en tækifærið til þess gefst í skól- unum í haust og vetur. p ö Börnin snua baki við reyknum — en hvað um foreldrana?

x

Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/276

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.