Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál - 01.10.1976, Side 2
Öflug samtök skólafólks
gegn tóbaksneyslu
Nemendur efstu bekkja barnaskóla sameinast um
að hafna tóbakinu og berjast gegn reykingatískunni
SamtöK þau sem 6.-bekkingar margra barnaskóla í Reykjavík og nágrenni
stofnuðu til í vor um baráttu gegn reykingum hafa vakið athygli um land allt
og haft veruleg áhrit ekki aðeins í hópi 6.-bekkinganna heldur einnig meðal
skólasystkina þeirra og nemenda í öðrum skóium. á heimilum barnanna og víðar.
Fundur sem haldinn var 7 apríl s.l.
að Suðurgötu 22 í Reykjavík — húsa-
kynnum krabbameinsfélaganna — var
til marks um þá eindregnu samstoðu
sem þá þegar hafði myndast um þetta
mál meðal nemenda i 12 ára bekkjum
Álftamýrar-, Árbæjar-, Breiðholts-,
Hlíða-, Laugarnes-, Mela-, Mýrarhúsa-
og Vogaskóla Nokkru seinna bættust í
samtökin nemendur 6-bekkjar
Hvassaleitisskóla og Varmárskóla i
Mosfellssveit Ekki má gleyma 6.-bekk-
ingum barnaskólans í Neskaupstað
sem urðu fyrstir til að undirrita sam-
eiginlega yfirlýsingu gegn reykmgum
Á Suðurgotufundinum voru um 60
fulltrúar 6-bekkjardeildanna í fyrst
nefndum átta skólum auk gesta og
blaðamanna Framkvæmdastjóri
Krabbameinsfélags Reykjavíkur, Þor-
varður örnólfsson, skýrði þar frá þeirri
starfsemi sem hafin væri í skólum
þessum fyrir forgöngu kraþbameins-
félagsins i þeim tilgangi að hvetja 6 -
bekkinga sérstaklega til virkrar sam-
stöðu og baráttu gegn reykingum
Hefði hann farið í alla 12 ára bekki
þessara skóla, alls 35 deildir, rætt þar
við nærfellt 840 nemendur og sýnt
þeim kvikmyndir um skaðsemi reyk-
inga Síðan hefðu verið haldin eða
væru ráðgerð sérstök námskeið og
ýmis önnur starfsemi í 6. bekk til að
auka þekkingu og áhuga nemendanna
á þessum málum og gera þá færa um
að fræða yngri skólasystkin sín um
skaðsemi tóbaksnautnar Nemendurn-
ir hefðu sýnt þessu mikinn áhuga sem
gleggst mætti sjá af því að nú hefðu
6 -bekkingar í þessum 8 skólum sam-
einast um það í hverri bekkjardeild að
undirrita eindregna viljayfirlýsingu um
andstoðu gegn reykingum Gerðu full-
trúar hverrar einstakrar deildar grein
fyrir þátttoku i sinm deild Kom í Ijós að
því næst allir 6 -bekkingar í þessum
skólum höfðu tekið höndum saman um
að berjast gegn tóbakstiskunni.
Að því búnu samþykktu fulltrúarnir í
einu hljóði að skora á 6.-bekkinga um
allt land að sameinast nú og framvegis
um að byrja ekki að reykja Einnig
samþykkti fundurinn mótmæli gegn
hvers konar tóbaksauglýsingum og
áskorun til reykingamanna að virða
rétt þeirra sem ekki reykja til að anda
að sér hreinu lofti. Þá var samþykkt að
mæla með því að bannað verði að
selja börnum og unglingum tóbak og
talið var eðlilegt að takmarka smám
saman alla tóbaksverslun i landinu.
Meðal gesta á fundinum voru Vil-
hjálmur Hjálmarsson menntamálaráð-
herra og Guðmundur Magnússon
skólastjóri Breiðholtsskóla Ávörpuðu
þeir báðir börnin, lýstu mikilli ánægju
sinni yfir framtaki þeirra og hvöttu þau
til að halda áfram baráttunni
YFIRLÝSING
sem undirrituö var af nemendum
í mörgum 12 ára bekkjum á síðasta vetri
,,Við undirrituð, bekkjarsystkin í 6.í..skóla
lýsum yfir þeim eindregna vilja okkar að byrja ekki að reykja og
viljum styðja hvert annað í því áformi. — Við viljum leitast við að
hafa áhrif á skólasystkin okkar og aðra félaga með því að fræða
þau um skaðsemi tóbaksnautnar og hvetja þau til þess að forðast
reykingar — Við viljum vinna á móti öllum hugmyndum um að
reykingar séu „fínar" eða álitsaukandi og stuðla að því að algert
tóbaksbindindi verði ríkjandi."
Mlkill einhugur og áhugi ríkti á tulltrúafundi sjöttu-
bekkinga 7. apríl. Þarna er verið að samþykkja að
skora á alla 12 ára nemendur að fylkja sér um
tobaksbindindi
Breiðholtsskóli
ríður á vaðið
Starfið sem hreyfing 6-bekkinga
gegn reykingum spratt upp af var hafið
i Breiðholtsskóla undir lok síðasta árs
og mótaðist þar að verulegu leyti.
Haldin voru námskeið um skaðsemi
reykinga í öllum fimm deildum 6
bekkjar undir stjórn skólastjórans.
Hverri deild var skipt i 4 starfshópa sem
höfðu hver sitt afmarkaða verkefni.
Hóparnir kynntu vinnu sína og niður-
stöður fyrir bekkjarsystkinum sínum að
viðstöddum kennara bekkjarins og
skólastjóra.
Seinna hélt hver deild sérstakan
kynningar- og fræðslufund ,,á sal" fyrir
stóran hóp af 9—11 ára nemendum
skólans Fluttu sjöttu-bekkingar sköru-
lega dagskrá í máli og myndum og
gestir sem boðnir voru á fundina fluttu
ávörp. Voru það auk framkvæmda-
stjóra Krabbameinsfélagsins hinir
landskunnu íþróttamenn Arnþrúður
Karlsdóttir, Guðmundur Gíslason og
Valdimar Örnólfsson
í fréttum sjónvarpsins voru sýnd
nokkur atriði frá fyrsta fundinum. Vakti
sá þáttur mikla athygli og umtal. Voru
menn sammála um að þarna hefði ver-
ið farið inn á braut sem gæti leitt til
batnandi árangurs í baráttunni gegn
reykingatískunni