Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur - 01.03.2002, Page 2

Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur - 01.03.2002, Page 2
Fræðsla í skólum Heimsóknir fræðslufulltrúa í ein- staka bekki grunnskóla og fram- haldsskóla á höfuðborgarsvæðinu hafa sjaldan verið jafii margar og frá áramótum. Eftirspurnin hefur gjarnan komið í kjölfar Evrópu- keppninnar Reyklaus bekkur (Smokefree Class Competition) sem Tóbaksvamanefnd og Krabbameins- félag Reykjavíkur standa að og ýmissa átaksverkefna í tóbaks- vömum sem skólamir standa sjálfir fyrir. Haldin hafa verið reykbind- indisnámskeið fyrir nemendur og kennara skólanna í samvinnu við námsráðgjafa og forvamarfulltrúa. Töluvert hefur verið um kvöldfundi með foreldrum í gmnnskólum, bæði í Reykjavík og úti á landi, þar sem samskipti foreldra og unglinga em rædd. Á fundunum hefur ýmist eingöngu verið fjallað um tóbaks- vamir og/eða áfengi og fíkniefni, þar sem fulltrúar frá meðferðarheimilinu á Vogi og fíkniefnalögreglunni hafa verið á staðnum. Fræðslufulltrúar gera víðreist Fræðslufulltrúar skipulögðu á dög- unum forvarnarátak á Flúðum ásamt starfsfólki gunnskólans. Því var fylgt eftir með heimsóknum í 5,- 10. bekk og fyrirlestri fyrir foreldra þar sem lögð var áhersla á samskipti foreldra og unglinga. Einnig var farið í Laugalandsskóla í Holta- og Landsveit í Rangárvallasýslu með fræðslu. Til þess að styrkja tengslin við aðildarfélögin úti á landi var farið til Akureyrar (KAON) og ísafjarðar (Sigurvon). Tíminn var notaður til hins ítrasta, svo sem með heim- sóknum í skóla, fyrirtæki, sjúkra- hús, Rauða krossinn og krabba- meinsfélögin. Fundað var með for- varnarfulltrúum, lögreglu og íþróttafulltrúum á staðnum. Námskeið í reykbindindi Almennt námskeið í reykbindindi var haldið í janúar og febrúar síðast- liðinn í húsi Krabbameinsfélagsins. Annað námskeið hófst í febrúar hjá íslenskri erfðagreiningu. Fyrirtækið bauð starfsfólki sínu að greiða námskeiðið að hluta. Næsta námskeið hjá Krabbameinsfélaginu hefst 10. apríl. Skráning stendur enn yfir og er töluverð aðsókn á það námskeið. Eftirspurn frá fyrir- tækjum hefur verið mikil eftir aðstoð í reykbindindi og má þar nefna Skógarbæ og Verðbréfaþing.

x

Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/277

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.