Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur - 01.03.2002, Side 3

Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur - 01.03.2002, Side 3
Nýir bæklingar „Konur og reykingar. Tíu góðar ástæður til þess að hætta að reykja" var gefinn út af Krabbameins- félaginu og Tóbaksvarnanefnd í tengslum við Evrópuviku gegn krabbameini í október 2001. Þeirri herferð var sérstaklega beint að kon- um á aldrinum 20-35 ára. Landlæknisembættið, Krabbameins- félagið, Tóbaksvarnaneínd, Hjarta- vernd, Tannlæknafélag íslands og Iþrótta- og Olympíusamband Islands gáfu út bæklinginn „Óþægilegar staðreyndir um munntóbak“ í september 2001. Ástæðan er sú að tóbaksframleiðendur hafa lagt sitt af mörkum til að auka neyslu á munn- tóbaki og einkum beint sjónum að ungum neytendum. Þannig hefur notkun munntóbaks rúmlega þre- faldast á síðustu þrjátíu árum í Bandaríkunum og þar eru um það bil 5,5 milljónir daglegir neytendur. Neysla í aldurshópnum 17-19 ára hefur hins vegar fimmtánfaldast á sama tímabili. Krabbmeinsfélaginu hefur þótt ástæða til þess að biðja skólastjómendur og kennara um að hafa augun opin varðandi munn- tóbaksnotkun nemenda. Sífellt fleiri ábendingar berast til okkar um munntóbaksnotkun meðal unglinga og þá sérstaklega íþróttafólks. Ár hvert deyja meira en fjórar milljónir manna úr sjúkdómum sem rekja má til reykinga. í tóbaksreyk eru að minnsta kosti 4000 efnasambönd, þar af 40 sem valda krabbameini. Hver reykt sígaretta styttir ævina um 7-10 mínútur.

x

Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/277

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.