Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur - 01.06.2002, Blaðsíða 3

Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur - 01.06.2002, Blaðsíða 3
Aðalfundur Krabbameinsfélags Reykjavíkur Kynning á Krabbameinsmiðstöðinni Aðalfundur Krabbameinsfélags Reykjavíkur var haldinn 25. mars sl. Á dagskrá voru venjuleg aðal- fundarstörf og önnur mál. Nokkrar breytingar urðu á stjórn. Kristín Sophusdóttir hjúkrunarfræðingur og varamaðurinn Magnús Scheving íþróttafrömuður gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Jakob Jóhannsson krabbameins- læknir sem setið hafði í varastjórn Læknarnir Páll Gíslason og Helgi Sigurðsson sátu aðalfund félagsins. Krabbameinsmiðstöðin var kynnt á fundinum. var kjörinn í aðalstjórn og nýir varamenn eru Brynjar Viðarsson blóðsjúkdómalæknir og Gunnar Már Hauksson forstöðumaður þjónustusviðs Búnaðarbankans. Að loknum aðalfundarstörfum, kynntu Helgi Sigurðsson forstöðu- maður og Þóra Jónsdóttir eðlis- fræðingur starfsemi Krabbameins- miðstöðvar Landspítala - háskóla- sjúkrahúss. Foreldrabæklingar Krabbameinsfélag Reykjavíkur og Tóbaksvarnanefnd senda öllum foreldrum unglinga í 8. til 10. bekk upplýsingar um tóbaksvarnir á hverju ári. Með efninu fylgir samningur um tóbaksleysi sem foreldrar og börn geta gert sín á milli - reykleysissamningur. I maí síðastliðnum fengu 50 heppnir nemendur í 10. bekk bakpoka í verðlaun. Tvö hundruð reyklausir unglingar verða svo dregnir út í 8. og 9. bekk í haust og munu þeir fá armbandsúr í verðlaun. Hringt er í alla vinningshafa og foreldra þeirra til að fá staðfestingu á tóbaksleysinu.

x

Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/277

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.