Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur - 01.12.2002, Page 1

Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur - 01.12.2002, Page 1
Útgefandi: Krabbameinsfélag Reykjavíkur, Skógar- hlíð 8, Reykjavík. Abyrgðarmaður: Jóhannes Tómasson 3. tbl. 21. árg. des. 2002 Jólahappdrætti Krabbameinsfélagsins Dregið verður 24. desember Happdrætti Krabbameinsfélags- ins er helsta fjáröflunarleið krabbameinssamtakanna hér á landi og því er nauðsynlegt að stuðningsmenn félagsins kaupi miðana og styrki þannig marg- þætta starfsemi Krabbameins- félagsins. Einn mikilvægasti þátt- ur starfseminnar, fræðsla um krabbamein og krabbameins- varnir, byggist að langmestu leyti á happdrættisfé, svo og aðstoð og stuðningur við krabbameinssjúkl- inga og aðstandendur. í jólahappdrættinu fá konur heim- senda happdrættismiða. Vinningar í jólahappdrættinu eru 150 talsins að verðmæti rúmar 18 milljónir kr. Aðalvinningur er Alfa Romeo 156 frá Alfa Romeo umboðinu. Annar aðalvinningurinn er bifreið eða greiðsla upp í íbúð að verðmæti 1.000.000.-. 148 vinningar eru svo úttektir hjá ferðaskrifstofu eða verslun, hver að verðmæti kr. 100.000,- Vinningarnir eru skatt- frjálsir. Dregið verður 24. desember. í skilaboðum á bakhlið happdrættis- miðans stendur: Röntgenmyndataka er ein öruggasta leiðin til að finna sjúkdóma í brjóstum meðan þeir eru á byijunarstigi. Konur á aldrinum 40-69 ára ættu að fara í brjóstamyndatöku annað hvert ár og panta tíma þegar boð kemur frá frh. bls. 2

x

Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/277

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.