Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur - 01.12.2002, Qupperneq 4

Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur - 01.12.2002, Qupperneq 4
o 2 klukkustundir eða 22 klukkustundir Krabbameinsféíag Reykjavíkur óskar féíagsmönnum gieðiCegra jóía otj farsceídar á nýju ári. Handhókin Tært loft er komin út og hefur hlotið góðar undirtektir. Hún inniheldur greinargóðar leiðbein- ingar um það hvernig hægt er að aðstoða fólk við að hætta að reykja. Karlmaður, sem reykti í tuttugu ár, hætti þar sem þessi ávani hentaði ekki lengur því lífsmynstri sem hann vildi skapa sér. Hann fór að líta á ávanann og sá það að af 24 klukkustundum sólahringsins reykti hann í mesta lagi í 2 klukkustundir. Voru þá eftir 22 klukkutímar. Það er því spurning hvort maður á að mynda sér skoðun um sjálfan sig eftir hegðun sinni í 2 klukkustundir eða 22 klukkustundir? Þessari aðferð beitti hann til að hætta að reykja og jók 22 klukkustundirnar smá saman upp í 24 klukkustundir, reyklausar! Hættum að reykja Haldið var eitt námskeið í húsi Krabbameinsfélagsins í október. í nóvember hófst átak hjá Samkaup sem ætlar að gera íyrirtæki sín reyklaus 1. janúar n.k. Námskeið stendur nú yfir fyrir starfsfólk í Keflavík. Næsta almenna námskeið í Reykjavík verður haldið 13. janúar 2003 og stendur skráning yfir.

x

Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/277

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.