Veðráttan - 01.03.1926, Side 4
Mars
Veðráttan
1926
aði mikið þ. 28.—30., mest á Hraunum þ. 29., svaraði til 19
mm aí regni.
Hvassviðrí: Stormdagar eru ekki mjög margir, mest 7 í
Vestmannaeyjum, en víða er brimasamt fyrri hluta mánaðar-
ins og einnig síðustu dagana. Þ. 3. var suðvestan hvassviðri
á Suðvesturlandi. Voru þá margir bátar úr Sandgerði hætt
komnir og mistu sumir veiðarfæri. Þótt ekki væri mjög hvast,
var óvenjumikill ósjór. Skolaði 4 mönnum út af bátunum, og
3 þeirra druknuðu. Aðfaranótt þ. 7. fórst vjelbáturinn „Eiru
með 12 manns. Kvöldið áður lagði hann af stað frá Reykja-
vík og ætlaði til Isafjarðar. Um nóttina og daginn eftir var
sumstaðar á Suður- og Vesturlandi hvast á sunnan eða suð-
vestan með snjókomu. Þ. 14. fórst bátur í lendingu í Grinda-
vík, og fórust 9 menn, en tveimur varð bjargað. Brim var mik-
ið en ekki hvast. Þ. 16. sökk vjelbáturinn „Málmeyu við Kal-
mannstjörn á Reykjanesi. Var það einnig vegna brims. Skips-
höfnin komst í togara.
I norðangarðinum 27.—30. varð hvast um alt land, eink-
um 28.-29. Skaðar urðu litlir í þessu veðri. E.s. „Nordlandu
lenti í hrakningum fyrir Horni aðfaranótt þ. 28. og misti björg-
unarbát, en komst loks inn á Önundarfjörð. I Vestmannaeyj-
um liröktust bátar allmikið þ. 28., en „Þóru kom til hjálpar,
svo að ekkert mein varð af. Þ. 29. rak vélbát á land nálægt
Elliðaárósum. Þ. 30. fauk þak af íbúðarhúsi og stór geymslu-
skúr að Leirvogstungu í Mosfellssveit. A Norðausturlandi hrakti
fje víða þ. 28., en náðist flest óskaddað.
Snjólag: Framundir miðjan mánuðinn er alhvítt um alt
land, og einnig síðustu dagana. A Suðvesturlandi er viða alautt
seinni hluta mánaðarins, nema sumstaðar 4 síðustu dagana.
Snjódýpt mældist mest 75 cm. í Eagradal við Vopnafjörð þ.
18. A Suðurlands-undirlendi var mjög rnikill snjór fyrri hluta
mánaðarins, einkum austan til. Teptist póstur á aðra viku, frá
6.—15., í Vík í Mýrdal vegna ófærðar.
Þ. 3. fjell snjóflóð á 2 menn á Sauðanesi milli Súganda-
fjarðar og önundarfjarðar. Annar maðurinn komst undan, en
hinn fórst.
Hagi: Það sem af er þessum vetri, hefir haginn í hverjum
mánuði verið yflr 75%, en nú er hann kominn niður í 59%, og er
það lítið eitt minna en í sama mánuði í fyrra (61%). A Græn-
hól er haginn lægstur 13%, en Teigarhorn er eina stöðin, sem
telur hann lOO°/0.
Gœftir voru slæmar fyrri hluta mánaðarins og yfirleitt lak-
ari en í mars í fyrra. A vélbáta voru gæftir að meðaltali 46%
(6 stöðvar), mest 74% í Vestmannaeyjum, á róðrarbáta að með-
altali 27%, 36°/0 á Hjalteyri.
Sólskin í Reykjavík er dálítið minna en fyrra. 73.3 stund-
ir, eða 20.3% (i fyrra 79.8 stundir eða 22.1 %). Mest var sól-
skinið þ. 30., 8.8 stundir, en 7 daga er sólskinslaust.
Sjávarhiti er 1°—3° neðan við meðallag við Vesturland,
en nálægt meðallagi annarsstaðar.
Þrumur í Vestmannaeyjum þ. 7. kl. 6 10 og síðari hluta
sama dags í Vík í Mýrdal.
(12)
?RENTSM, AC.'A H.F.