Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.11.1926, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.11.1926, Blaðsíða 1
YEÐKÁTTAN 1926 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á YEÐURSTOFUNNI Nó vember: Alment yfirlit: Tíðarfarið í þessum mánuði er yfirleitt fremur óhagstætt, ógæftir til sjávarins, og snjóþyngsli og hag- leysur til landsins á Vestfjörðum, Norður- og Norðausturlandi. Þ. 1.—22. ganga loftvægislægðir fyrir sunnan land. Þ. 1.—3. er aðallega austlæg átt hvöss sunnanlands. Eftir það gengur hann í norðrið, er lægðin gengur suðaustur fyrir landið. Þessi norðanátt helst til þ. 9. og er tíðast hvöss. Lægðin þokast nú aftur vestur fyrir sunnan land, því verður enn austan átt í 3 daga (10—12.) en gengur síðan aftur í norðrið þ. 13. og helst það til þ. 15. A suðvesturlandi er suðlæg átt þ. 16., breytileg annarstaðar. Síðan kemur hann aftur á austan þ. 17. og er austan, norðaustan og norðan til þ. 22. Þenna tíma er úrkomu- samt norðanlands og austan og einnig á Vestfjörðum, oftast snjókoma. En suðvestanlands er úrkoman yfirleitt lítil. Þ. 23.—30. ganga lægðir að vestan norðaustur milli Græn- lands og Islands. Þ. 23. og 24. er austan og suðaustan átt, en gengur síðan í suðvestrið og helst það til þ. 27. Síðan gengur hann aftur í suðrið og suðaustrið þ. 28. og 29. en snýst aftur í suðvestrið þ. 30. Þessa daga er oftast allhvast á Suðvestur- og Vesturlandi. Urkoma er allmikil þessa daga á Suður- og Vesturl., bæði snjókoma og regn.en lítil á Norður- og Austurl. Loftvœgi í þessum mánuði er lágt, 5.3 mm. fyrir neðan meðallag, mest á Ilólum 7.2 mm en minst á Isafirði 2.4 mm. Lægst stóð loftvog aðfaranótt þ. 14., á Seyðisfirði 718.9 mm. En hæst stóð hún á Austurl. þ. 1., á Seyðisfirði 766.2 mm. Hiti: Eyrir alt landið er liitinn 0.6° fyrir ofan meðallag. Hlýjast er eftir hætti á Suður- og Austurl., á Raufarhöfn 2.5° og á Fagurhólsmýri 2.4° fyrir ofan meðallag. Annarstaðar er hitinn nálægt meðallagi. Hlýjast er þ. 6.—16. og þ. 24.—30. En kaldast þ. 1—4., 17.—19. og 22. Hæstur hefir hitinn orðið á Suðureyri 8.0° þ. 30. og á Teigarhorni 8.0° þ. 7., en lægstur á Grímsst. -17.9° þ. 17. og 18. Sjávarhiti er í þessum mánuði 0.6° fyrir neðan meðallag fyrir alt landið. Við Vesturland er hann 1.7° fyrir neðan en við Austurland 1.0° fyrir ofan meðallag. Urkoman í þessum mánuði er ca. 50°/0 fyrir ofan meðal- lag. Mest er hún eftir hætti á norðaustanverðu landinu fjór- til fimmföld, en minst á Suður- og Suðvesturl., á Pagurhólsm. 60°/0 fyrir neðan meðallag. Tala úrkomudaga er á sunnan og vestan- verðu landinu 5 lægri, en að norðan og austan 4 hærri en venju- lega. Minst úrkoma yfir mánuðinn er mæld á Grænhól 36.9 mm, en mest á Hraunum 240.7 mm. Þar er og mest úrkoma yfir einn sóiarhring 60.0 mm. Hvassviðri: Mánuðurinn er stormasamur. Þ. 1. er hann (41)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.