Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.11.1926, Blaðsíða 4

Veðráttan - 01.11.1926, Blaðsíða 4
Nóvember Veðráttan 1926 suðaustur yfir landið og verður víða mjög hvast þ. 6. og 7. 18 slöðvar telja storm þessa daga og 3 þeirra (Kollsá, Hraun og Vík) rokstorm (10). Þessu veðri fylgdi mikil snjókoma á Norður- og Norðvesturl. Þá urðu mestu símabilanir sem orðið hafa síðan síminn var lagður, ísingu kent um að miklu leyti. Línur fjellu niður í Skagafirði/ á Snæfellsnesi, Vaðlaheiði og nálægt Esjubergi. Sjógangur varð mjög mikill á Austurl. aðfara- nótt þ. (>. A Norðfirði brotnuðu þá um 30 árabátar og auk þess smábryggjur og sjóhús, um 20 kindur týndust í sjóinn og 8 skippd. fiskihlaða tók út af þurkreit. I Mjóafirði týndust 3 ára- bátar og á bænum Eldleysu 15 skippd. fiskihlaði. Þ. 9. varð Olafur Hafliðason úti á Rauðamelsheiði á Snæfellsnesi. Þ. 10. er hvast á austan við Suðuriand, stormur í Vestm. Þ. 12. og 13. er víða hvast á austan og norðaustan. 7 stöðvar telja þá storm (Elatey rokstorm). Hraun teija austan storm þ. 15. og Vestm. aðfaranótt þ. 17. Þ. 20. og 21. er norðan hvassviðri á Suður- og Austurlandi. Vestm. telja storm báða þessa daga og Hólar og Vík rokstorm þ. 21. Austan stormur er í Vestm. þ. 24. Og þ. 27. er hvast á suðaustan á Suður- og Vesturl., stormur. í Vík og Vestm. Þ. 29. og 30. er sunnan hvassviðri á Vestur- og Norðvesturlandi. Elestar stöðvar þar telja þá storm, 3 rok- storm og ein (Suðureyri) ofsaveður (11) þ. 29. síðd. Þ. 29. fórst vjelb. Baldur frá Reykjavík með 4 mönnum. Þ. 23. strandaði norska skipið „Nystrand“ á Þykkvabæjarfjöru við Skaftárós, áttavitaskekkju kent um. Einn skipverja druknaði. Snjólag: Eftir meðaltali allra stöðvanna er 59°/0 af jörð- inni hulið snjó yfir mánuðinn, rúmlega helmingi meira en í sama mán. í íyrra. Norðan til á Vestfj. og á Norðurl. er næstum al- livítt allan mánuðinn, 87—100°/o. A Vestur- og Suðvesturl. og Austfjörðum er víðast alhvítt 5—6 fyrstu daga mán. Síðan er aftur alhvít jörð í nokkra daga úr miðjum mán., og á Suð- vestur- og Vesturl. öðru hverju síðustu dagana. A Fagurhóls- mýri er alautt allan mánuðinn og á næstu stöðvum (Hólum og Kirkjub.) kemur aðeins stöku sinnum snjór á jörð. Mest snjó- dýpt er mæld á Suðureyri 85 cm. þ. 21.—23. Snjóflóð fjellu víða norðanlands og á Vestfjörðum eftir veðrið, sem gerði þar þ. 5. og 6. I Iínífsdal fjellu tvö snjóflóð, er tóku símalínuna á kafla. I öðru fórust 5 liestar. Snjóflóð tók bryggju á Hesteyri og stórskemdi aðra. A Láheiði i Ölafsfirði tók snjóflóð kafla af símalínunni. A Skeri á Látraströnd við Eyjafjörð tók snjóflóð fjárhús með 60 kindum og heyhlöðu og 4 báta, sópaði öllu á sjó út, 9 kindum bjargað. Fólkið yfirgaf bæinn. Maður úr Svarf- aðardal, Dagbjartur Þorsteinsson, fórst í snjóflóði í Háagerðis- fjalli, var á rjúpnaveiðum. ílagí er á öllu landinu 74°/0, fullum fjórða parti minni en í sama mán. í fyrra. Sunnanlands er hann þó allgóður 84— 100°/o, en norðanlands slæmur 24—100°/0. Þó að stöðvarnar Húsav., Raufarh. og Þorvaldsst., sem allar liggja við sjó, telji hagann allgóðan hjá sjer, geta þær allar um snjóþyngsli og hagleysur til landsins. Sólskin í Reykjavík í þessum mán. er 42.8 stundir eða 22,2% og er það % meira en að meðaltali 3 undanfarin ár (32 st.). Mest er sólskinið þ. 1. 6.8 st. 17 daga er ekkert sólskin. Þrumur heyrðust í Vík og Vestm. þ. 17. árd. (44) PRBNTSM. ACTA H.F.

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.