Veðráttan - 01.08.1927, Blaðsíða 1
YEÐRATTAN 1927
MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURS.TOFUNNI
Ágúst.
Alment yfirlit: Tíðarfariö í þessum mánuði má yfirleitt telj-
ast gott, það er fremur lilýtt, hægviðrasamt og þurkasamt
sunnanlands og vestan (nema í sumum fjallasveitum), en á
Norðausturl. er kvartað um tafir við heyskap og sumstaðar
skemdir á töðum vegna óþurka.
Þ. 1.—4. eru grunnar loftvægislægðir um Island, oftast hæg-
viðri og breytileg vindstaða, víða þokur, úrkoma og sumstaðar
þrumuveður.
Þ. ð.—12 er loftvægishæð fyrir norðvestan og norðan land,
norðanátt yfii gnæfandi, lítil úrkoma og oft bjartviðri og þurkar
einkum sunnanlands og vestan.
Þ. 13.—23. eru lægðir fyrir sunnan og suðaustan land,
norðan og austan átt yfirgnæfandi, þurkar á Vesturl. og viðar
en úrkomusamt í útsveitum á Norður- og Austurlandi.
Þ. 24.—26. eru lægðir fyrir vestan og suðvestan land,
aðallega suðlæg átt og víða allmikil úrkoma (skúrir), þó er
hann kominn á norðan á Norðvesturlandi þ. 26.
Þ. 27.—28. Lægðin, sem var fyrir suðvestan land þ. 26.
gekk um nóttina austur fyrir 1 ind og fylgdi því norðan hvass-
viðri um land alt, er hjelst fram á þann 28., en þá snýst hann
í vestrið og suðrið. Allmikil úrkoma var norðanlands, og snjó-
aði þar víða í fjöll og sumstaðar í byggð. Hitinn er 2—4° fyr-
ir neðan meðallag.
Þ. 29.—31. eru lægðir fyrir suðvestan og vestan land suð-
austlæg og suðlæg átt og víða úrkoma.
Loftvœgið í þessum mánuði er 1.1 mm fyrir neðan meðal-
lag frá 0.9 mrn (Tgh., Vm.) til 1.3 mm (Ak., Rfh., Sf.. Grvk.).
Hæst stóð loftvog nóttina milli þ. 10 og 11., á Raufarh. 773.3
mm, en lægst stóð hún þ. 27. árd., á Hólum 720.7 mm.
Hitinn er 0.8° fyrir ofan meðallag. Hlýjast er eftir hætti
á Suðausturlandi, á Tgh. 1.6°fyrir ofan meðallag, en kaldast á
norðanverðu Vesturl., í Fl. 0.4° fyrir neðan meðallag. Yfirleitt
er hlýjast (hitinn mest fyrir ofan meðallag) þ. 1.—9. og 30.—31.,
en kaldast þ. 27.—28.; einnig er fremur kalt þ. 22.—24. Iíæst-
ur hiti hefir verið mældur 21.3° á Þorvaldssöðum þ. 1. og á
Eiðum þ. 5., en lægstur —0 4C á ðtnp. þ. 28.
Sjávarhitinn er alstaðar fyrir ot'an meðallag, frá 0.1° við
Stykkish, til 3.3° við Djúpavog (Tgh.) Meðaltal allra stöðvanna
er 1.4® fyrir ofan meðallag.
Urkoman í þessum mánuði er 20°/0 fyrir ofan meðallag á
öllu landinu. Mest eftir hætti er hún á Eyrarb. 82°/0 fyrir ofan
meðallag, en minst í Rvk. 30°/0 fyrir neðan meðallag. Hún er
einnig fyrii\ neðan meðallag i Stli. og á Tgh., annarstaðar
fyrir ofan. Ukomudagar eru tveimur fleiri en venjulega á öllu
landinu. Minst úrkoma yfir mánuðinn er á Eiðum 32.0 mm, en
(29)