Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.09.1928, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.09.1928, Blaðsíða 1
V EB R A T T A X 1928 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á YEÐURSTOFUNNI September. Alment yfirlit. Veðráttan í þessum mánuði lieíir yíirleitt verið fremur hag'stæð. Það er hlýtt, úrkoma alltíð fyrra hlutann, en hey náðust samt inn vei þur, og þó heyfengur sje sumstaðar fremur lítill að vöxtum, eftir sumarið, er nýting alstaðai' svo góð, að telja má sumarið hagstætt landbúnaði. Grös voru víða lítið sölnuð i mánaðar- lokin. Afii misjafn, en yfirieitt góðar gæftir. Þ. 1.—3. Suðlæg átt og hvassviðri sumstaðar á Suður- og Austuriandi’, Lægð kemur þá vestan að íslandi, og gengur austur yfir landið norðanvert. Úrkoma víða töluverð. Þ. 4.—,r>. er stiltara veður og heiðskírt sumstaðar á Vestfjörð- um síðara daginn; úrkoma fremur lítil. Þ. 6.—8. gengur alldjúp lægð úr suðvestri notðaustur um land- ið. Veldur hún fyrst austan stonni á Suðuriandi og hvassviðri á Austurlaruli, en snýst svo í vestrið og hægir. Úrkorna víða. Þ. 9.—10. er breytileg átt, fremur hæg, úrkoma víða fyrra dag- inn, en heiðskírt á Suðausturlandi síðara daginn. Þ. 11.—10. Suðlæg átt yfirleitt, víða hvassviðri, og sumstaðar rolcstormur. Úrkoma töluverð nema á Norðausturlandi. Þessadagaeru lægðir á sveimi fyrir vestan land. Þ. 17.—18. gengur lægð austur yfir landið og snýst hann þá í norðrið. Þ. 19.—30. er oft blíðviðri og heiðskírt, og yfirleitt hægviðri, nema þ. 2(5., þá er norðan hvassviðri víða. Fyrstu dagana er loft- vægishæð fyrir sunnan og austan land, en síðar fyrir sunnan og vest- an. Úrkoma er lítil þenna tíma, einkum á Norður- og Austurlandi. Loftvœyið í þessum mánuði er 0.7 mm yfir meðallag á öllu landinu, hæst á Hólum 2.1 mm yfir meðallag, en lægst á Ak. og Rfh. 0.1 mm. l'yrir neðan meðallag. Hæst stóð ioftvog í Rvk. ]). 22. kl. 12 774,9 mm, en lægst í Sth. þ. 3. kl. 1 733,3 mm. Jlitinn er að meðaltali 8,4° á öllu landinu eða 1,9° yfir meðal- lag, mest á Grænhóli og Eiðum 2,8°, en minst á Hólum 1.1. Hlýj- ast er eftir hætti þ. 21.— 25. og þ. 6.—10. Þá er hitinn allmikið ofan við meðallag. Þ. 18. —19. er yfirleitt kaldara en í meðallagi, kaldast þ. 27. Hæstur lieíir hitinn orðiðið á Þvst. 20,2° þ. 1. en lægstur á Lækm. —7.2° þ. 27. Sjávarhitinn á öllu landinu er 1.6° fyrir ofan méöallag, mest við Austurland, 2,1° yfir meðallag í Papey og 2.0° við Rfh., en minst við Suöurland, í Vm. 1.1° yflr meðallag. (33)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.