Veðráttan

Volume

Veðráttan - 01.05.1929, Page 4

Veðráttan - 01.05.1929, Page 4
Maí Veðráttan 1929 Stórhríðin þ. 4. skall mjög íljótt á, með mikilli veðurhæð og fannkomu. í Fnjóskadal varð Karl Kristjánsson, bóndi að Belgsá fyrir snjóflóði, skammt frá Belgsá og beið bana. í Keflavík voru margir bátar á sjó, komust 9 til Sandgerðis, 2 til Iíafnarfjarðar, en 1 lá undir Hafnarbergi aðfaranótt þ. 5., og komst þá til Sand- gerðis. Urðu engin slys á sjó. Á Suðvesturlandi fennti víða fé, en margt náðist lifandi. Á nokkrum bæjum drápust einnig hestar. Mest- ir urðu fjárskaðarnir í Ilreppum, Biskupstungum, Grímsuesi og á Skeiðum, einnig urðu fjárskaðar á Reykjanesskaga og á Kjalarnesi. í uppsveitum á Suðurlandsundirlendinu stífluðust sumar ár alveg af fannkomunni, Þjórsá varð svo lítil að enginn man hana slíka, rann sumstaðar aðeins í hraungjám í botninum, en mikið af venjulegum árbotni þurt. I hlákunum, sem gerði um miðjan mánuðinn urðu fjár- skaðar sumstaðar á Norðausturlandi af vatnagangi. Þ. 28. sökk vb. „Glustav11 frá Yestmannaeyjum í Faxaflóa, 10 kvartmílur undan Malarrifi, orsakir ókunnar. Menn björguðust í vb. Hjálparann frá Vm., er var samferða. Veður var allhvasst á suðaustan. Snjólagið er 20 °/0 á öllu landinu. Þar sem 5 ára meðaltal heflr verið reiknað er snjólagið nú 19 °/0, en 5 ára meðaltal 17 0 0. Norðanlands frá Grnh. til Nbst. eru snjóalög talsverð allan fyrra hluta mán. en sunnanlands aðeins eftir hretið þ. 4. nokkra daga. Síðara hluta mánaðarins er aðeins flekkótt á nokkrum stöðvum norðanlands, en alautt annarsstaðar. Mesta snjódýpt var á Grnh. 49 cm. þ. 6. Ilaginn er 96 °/0 á öllu landinu. Á þeim stöðvum, þar sem 5 ára meðaltal hefir verið reiknað, er hann í meðallagi. Minnstur er liann í Fgd. 61 °/0. 20 st. telja fullan haga, 100 °/0- Sólslcinið í Rvk. er 203.8 st. eða 37.1 °/0, en ineðalt. 5 undanf. ára er 215.4 st. Mest er sólsk. þ. 26. 17.1 st. 4 daga er sólsldnslaust. Hafís. Skip á Halamiðum sögðu talsverðan ís þ. 30., en sást óglöggt vegna þoku. Þrumur í fjarska heyrðust í suðaustri frá Hvk. þ. 21. og í Hverad. heyrðust þrumur þ. 25. Landslcjálftar: Þ. 24. fannst snarpur kippur á Reykjanesi kl. 5B0, og 2 kippir kl. 6. Landskjálftamælarnir í Reykjavík sýndu 2 landskjálfta. Þ. 1. kl. 1447, upptök í Norðaustur-Persíu. Blaðafregnir sögðu, að í þessum jarðskjálfta hefðu mörg sveitaþorp í Khorassan- hjeraði eyðilagzt og 200 manns farist, í Shirwanhjeraði eyðilögðust 700 hús. Þ. 26. kl. 21B1 sýndu mælarnir annan kipp, upptök í Kyrra- hafinu suður af Alaska. JEldgos: Þ. 29. fannst sterk goslykt úr suðvestangolu lengi dags á Þvst. og var aska í lofti. Gemlingum sleppt frá 9. marz til 15. maí, að meðalt. 12. apr. (12 st.) Ám sleppt frá 6. marz til 19. maí, að meðalt. 10. apr. (12 st.) Rófufrœi sáð frá 15, apr. til 11. júnf, að meðalt. 23. maí (14 st.). KaHUflur settar niður frá 30. marz til 9. júní, að meðaltali 20. maí (I 7 st.). Farfuglar: Tjahlur sást fyrst þ. 2. marz á Kollsá, en mun hafa verið hér allan veturinn. Svanur sást fyrst þ. 10. marz á Grnh., skúmur þ. 12. marz á Fglnn., lóur þ. 28. marz á Grnh. og Tgh., hrossagaukur þ. 2. apr. á Kollsá, þröstur þ. 9. apr. á Lmbv., stelkur sömuleiðis, en sást í Rvk. allan veturinn, lundi þ. 10. apr. í Vm., maríuerla þ. 20. apr. á Fghm., kjói þ. 21. apr. á Fghm., steindepill þ. 1. maí á Grnh., spói þ. 5. maí í Vm., kría þ. 8. maí á Fghm., sandlóa þ. 9. maí í Rvk. og óðinshani þ. 11. maí á Fghm. (20)

x

Veðráttan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.