Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1933, Blaðsíða 2

Veðráttan - 02.12.1933, Blaðsíða 2
Ársyfirlit Veðráttan 1933 meðaltali 6. maí (22 st.) eða li/2 v. síðar en meðallag. Ær voru rúnar frá 10. júní til 3. júlí, að meðaltali 21. júní (6 st.). Tún. Frá því byrjað var að vinna á túnum til túnaslátíar liðu 76/7 vikur (14 st.) eða 2V2 v. skemur en meðallag. Jörð síðast alhvít 18. apríl (42 st.) eða viku fyr en meðallag. Jörð fyrst alauð að staðaldri 2. maí (41 st.) eða viku fyr en meðallag. Snjókoma síðast 6. maí (41 st.) eða hálfum mánuði fyr en meðallag. Frost síðast 6. maí (20 st.) eða 2x/2 v. fyr en meðallag. Sumarið (júní —sept.) var yfirleitt hlýtt og gott, en óþurkasamt á S- og V-landi, og hröktust hey þar víða. Annars var heyfengur mikill um allt land. Hitinn var 2.4° yfir meðallag og úrkoman 55 °/o yfir meðallag. Sólskinið í Reykjavík var 213 stundum eða rúmlega þriðjungi minna en meðaltal 10 undan- farinna sumra. Á Akureyri var sólskin nokkru meira en í Reykjavík. Frá því síðast var alhvítt að vori þangað til fyrst varð athvítt að hausti liðu 294/7 vik- ur (30 st.) eða 3 1/2 v. lengur en meðallag, lengst 422/7 v. í Skvk. og á Fghm. en skemmst 224/7 v. á Glettinganes'. Snjór kom ekki úr lofti í samfleytt 22 vikur (34 st.) eða 3J/2 v. lengur en meðallag, lengst 35 v. í Vm. en skemmst 11 v. á Þst. Frostlaust var samfleytt 212/7 v. (19 st.) eða mánuði lengur en meðallag, lengst 253/7 v. í Vm. en skemmst 17 v. á Koll. og Nbst. Kýr. Beitartíminn var 196/7 v. (15 st.) eða nálægt meðallagi, lengstur 225/7 v. á Fgbm. en skemmstur 166/7 v. í Vík. Kýr voru gjafarlausar 16 v. (13 st.) eða nálægt meðallagi. Ær lágu úti 30'/7 v. (21 st.) eða V2 viku lengur en meðallag. Sláttur stóð yfir 104/7 v. (10 st.) eða viku lengur en meðallag. Heyskapartíminn var 112/7 v. (12 st.) eða jafn meðallagi. Vaxtartimi kartaflna var 17*17 v. (11 st.) eða V2 viku skemmri en meðallag. Maustið (okt.—nóv.) var óstöðugt og votviðrasamt en þó hlýtt. Hitinn var 1.6° yfir meðallag og úrkoman 19 °/o yfir meðallag. Snjólag var fremur lítið og hagi vel í meðallagi. Lömb. Byrjað að hýsa frá 14. okt. til 9. jan., að meðaltali 26. nóv. (22 st.) eða IV2 v. síðar en meðallag. Kennt át frá 15. okt. til 7. febr., að meðal- tali 1. des. (22. st.) eða hálfum mánuði síðar en meðallag. Innistaða fyrst frá 15. okt. til 5. marz, að meðaltali 26. des. (21 st.) eða 3 v. síðar en meðallag. Ær. Byrjað að hýsa frá 14. okt. til 1. febr., að meðaltali 3. des. (21 st.) eða hálfum mánuði síðar en meðallag. Byrjað að gefa frá 15. okt. til 7. febr., að meðaltali 16. des. (21 st.) eða um 3 vikum síðar en meðallag. Frost fyrst 2. okt. (20 st.) eða IV2 v. síðar en meðallag. Snjókoma fyrst 6. okt. (42 st.) eða 1 >/2 v. síðar en meðallag. Jörð fyrst alhvít 9. nóv. (38 st.) eða 2V2 v. síðar en meðallag. (50)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.