Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1933, Blaðsíða 6

Veðráttan - 02.12.1933, Blaðsíða 6
Ársyfirlit Veðráttan 1933 Veðurstofan. Starfsfólk var hið sama á Veðurstofunni árið 1933 og undanfarið ár. Haldið var áfram að gefa út mánaðarblaðið »Veðráttan«, en sú breyting var gerð á útkomu blaðsins, að hlaupið var yfir 6 fyrstu mánuði ársins 1933, til þess að hvert mánaðaryfirlit yfir veðráttuna kæmi út eigi síðar en 1 mánuði eftir lok þess mánaðar, sem það fjallaði um. Með þessu móti var hægt að láta »Veðráttuna« yfir júlí 1933 koma út þ. 1. sept. Þau blöð, sem hlaupið var yfir, hafa síðan verið prentuð, er hentugleikar leyfðu, og með þessu árs- yfirliti er fyllt í skarðið. Veðurskeytin að morgninum hafa verið fjölrituð og send áskrifendum í Reykjavík og nokkrum erlendum veðurfræðistofnunum í skiftum fyrir veðurkort þeirra. Ennfremur hafa verið fjölritaðar landskjálfta- skýrslur á ensku og sendar erlendum vísindastofnunum, sem fást við land- skjálftarannsóknir, í skiftum fyrir rit þeirra. Skýrslur um einstaka þætti veður- lagsins á íslandi og kaflar úr veðurathugunum gerðum hér á landi hafa verið látin í té nokkrum opinberum stofnunum innan lands og utan, svo og ein- stökum vísindamönnum til notkunar við fræðistörf þeirra. Ennfremur voru gefin út 11 vottorð um veðrið til upplýsingar í lögfræðilegum málum. Veður- fregnum var útvarpað þrisvar á dag alla virka daga, en tvisvar á dag á helg- um dögum frá útvarpsstöðinni, og auk þess frá loftskevtastöðinni einu sinni á nóttu 9 mánuði ársins. Ekkert næturútvarp var 3 sumarmánuðina, júní, júlí og ágúst. Veðurspám á ensku og þýzku var útvarpað tvisvar á dag, kvölds og morgna, á eftir íslenzku veðurfregnunum. Veðurskeyti frá 5 íslenzkum athug- unarstöðvum voru send eins og að undanförnu til Weather, London, þrisvar á dag, en frá Lundúnum var þeim síðan dreift til annarra landa með loftskeytum. I sambandi við aðrar rannsóknir í heimskautalöndunum héldu Danir og Svisslendingar í sameiningu uppi veðurathugunarstöð við Snæfellsjökul fram til ágústloka, ?n í Reykjavík rannsökuðu Hollendingar upploftin með flugvélum fram til sama iíma. Rannsóknir þessar voru gerðar í samvinnu við Veðurstof- una, svo sem getið er um í fyrra árs skýrslu. í byrjun marz-mánaðar var byrjað að senda meðalloftvægi, meðalhita og úrkomumagn í Reykjavík fyrir næsta mánuð á undan símleiðis til Forschungs- stelle fiir langfristige Witterungsvorhersage, og var það gert mánaðarlega úr því. Vegna flugleiðangurs ítala um ísland til Ameríku lét Veðurstofan þeim í té sérstök veðurskeyti og þar á meðal veðurathuganir annanhvern tíma í 8 daga frá flestöllum veðurskeytastöðvum hér á landi. Einnig veitti hún flug- mönnuium Charles Lindbergh, og síðar Grierson aðstoð með því að senda þeim veðurskeyti og veðurspár. (54)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.