Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1936, Blaðsíða 7

Veðráttan - 02.12.1936, Blaðsíða 7
1936 Veðráttan Ársyfirlit Landskjálftar. Á þessu ári varð vart við 111 landskjálfta á mælana í Reykjavík, þar af áttu 98 upptök á íslandi eða skammt frá því, 8 suðveslur í Atlantshafi, 1000 — 1100 km frá Rvík, einn við ]an Mayen, og 4 lengra í burtu og er þess gelið í mánaðablöðunum, hvar upptök þeirra hafi verið. Ruglast hefir samt frá- sögnin um landskjálftann við Formosa. Hans varð vart hér þ. 22. ágúst kl. 640, en landskjálftakippurinn þ. 9. ág. kl. 943 átti upptök skammt frá Rvk. Af innlendu Iandskjálftunum urðu 64 á 22 stundum þ. 21,—22. september og áttu þeir upptök sín á Reykjanesskaganum 15 — 30 km fyrir suðvestan Rvík. Landskjálftar þessir virtust snarpari við Reykjanesvitann (stig V) en í Rvík (stig III). Ennfremur leiðréitist að 27. júní varð aðeins vart við 1 landskjálfta kl. 221 og voru upptök hans suðvestur í Atlantshafi, um 1000 km héðan í burtu. Veðurstofan. Á veðurstofunni voru sömu starfsmenn og síðastliðið ár. Út var gefið mánaðarblaðið »Veðráttan« og landskjálftaskýrslur á ensku fjölritaðar. Ennfremur voru veðurskeytin að morgninum fjölrituð daglega og send áskrifendum í Reykjavík. Veðurfregnum var útvarpað 4 sinnum á dag, nema júní —ágúst var næturútvarpinu sleppt. Þ. 1. maí voru nokkrar breyt- ingar gerðar á upplestri veðurfregnanna í útvarpið. Veðurfregnir voru auk þess sendar tvisvar á dag með loftskeytum frá loftskeytastöðinni í Reykjavík. Veðurspám á ensku og þýzku var útvarpað tvisvar daglega á eftir íslenzku veðurfregnunum. Veðurskeyti frá 5 íslenzkum stöðvum voru send dag hvern á stuttbylgjum af loftskeytastöðinni á Vatnsendahæð. Voru loftskeyti þessi send 4 sinnum á dag, í eitt skiftið þó ekki nema frá 3 stöðvum. Vegna Vatnajökulsfarar var Jón Eyþórsson veðurfræðingur fjarverandi frá 20. apríl til 6. júlí. Veðurathugunarstöðvar. Fremur litlar breytingar urðu á veðurathugunarstöðvum á þessu ári: Þ. 1. maí byrjaði Pétur Jónsson bóndi í Reykjahlíð veðurathuganir þar, .og send- ir hann veðurstofunni mánaðarlega skýrslur um athuganirnar. í lok þessa mán- aðar hætti Valdimar Stefánsson veðurathugunum við Hornbjargsvita, en Frí- mann Haraldsson vitavörður heldur veðurathugunum áfram á sama stað. Þ. 1. júlí hætti Jón Guðjónsson stöðvarstjóri veðurathugunum á Hesteyri, en Sæ- björn Magnússon héraðslæknir heldur þeim áfram. Þ. 1. nóv. hætti Aðalsteinn Teitsson kennari að gera veðurathuganir í Víðidalstungu. Um sömu mundir byrjaði Guðmundur Baldvinsson bóndi á Hamraendum að gera þar veðurat- huganir, og sendir hann mánaðarlega veðurskýrslur til veðurstofunnar. (55)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.