Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1943, Blaðsíða 2

Veðráttan - 02.12.1943, Blaðsíða 2
Ársyfirlit Veðráttan 1943 Snjókoma var síðast 22. maí (49 stöðvar), er það degi síðar en 10 ára meðaltal. Frost var síðast 3 júní (35 slöðvar), um ll2 mánuði síðar en 10 ára meðaltal. Sumarið (júní—sept.) var kalt og óhagstætt, einkum norðan lands. Gróðri fór seint fram. Heyskapartíð var slæm á Norður- og Norðausturlandi og hröktust þar hey. Sunnan Iands og vestan var tíð hagstæðari við heyvinnu. Heyfengur var yfirleitt lítill og uppskera úr görðum rýr. Stundum snjóaði norð- an lands. Hiti var 0 2° undir meðallagi. Úrkoma var 27 °/o meiri en í meðal- lagi, víðast um eða yfir 50 °/o umfrarn meðallag norðan lands, en sums staðar sunnan lands í tæpu meðallagi. Sólskin í Reykjavík var 19.6 klst. lengur en meðaltal 20 undanfarinna sumra, en á Akureyri 119.8 klst. skemur en meðal- tal 15 sumra. Frostlaust var samfleytt um 13 vikur (meðaltal 35 stöðva). Tíu ára meðaltal 17 stöðva er tæpar 18 vikur. Snjór kom ekki úr lofti 16 vikur (meðaltal 49 stöðva). Tíu ára meðaltal 23 stöðva er um 19 vikur. Lengsti tími, sem snjór kom ekki úr lofti, var 21 vika á Hólum, en skemmsti 6 vikur á Horni. Frá því síðast var alhvítt á vori þar til fyrst varð alhvítt að hausti, liðu um 22 vikur (meðaltal 47 stöðva), lengst 39 vikur (í Papey), en skemmst 10 vikur (á Horni). Tíu ára meðaltal 23 stöðva er rúmar 25 vikur. Kýr. Beitartíminn var að meðaltali tæpar 17 vikur. Tíu ára meðaltal 15 stöðva er um 20 vikur. Kýr voru gjafarlausar um 14 vikur. Tíu ára meðaltal 17 stöðva er tæpar 16 vikur. Ær lágu úti 26 vikur (meðaltal 17 stöðva). Tíu ára meðaltal 16 stöðva er um 29 vikur. Sláitur stóð yfir í níu vikur (meðaltal 14 sföðva). Heyskapartíminn var að meðaltali um 11 vikur, og er það í tæpu meðallagi. Waxtartími kartaftna var 16 vikur (meðaltal 9 stöðva). Tíu ára meðaltal 14 stöðva er tæpar 18 vikur. Haustið (okt.—nóv.) var frekar óhagstætt og umhleypingasamt. Hiti var um 0.7° yfir meðallagi, en úrkoma 21 °/o umfram meðallag. Snjólag var minna en venjulega og hagar yfirleitt góðir. Lömb. Byrjað var að hýsa þau frá 28. okt. til 1 jan., að meðaltali 30 nóv. (20 stöðvar), er það um viku síðar en 10 ára meðaltal. Lömbum var kennt át frá 31. okt. til 3. jan., að meðaltali 9. des. (19 stöðvar), er það rúmum V2 mánuði síðar en 10 ára meðaltal. Fyrstu innistöðudagar voru 31. okt. til 11. jan., að meðaltali 16. des. (18 stöðvar). Er það tæplega V2 mánuði síðar en 10 ára meðaltal. Ær. Byrjað var að hýsa þær frá 31. okt. til 3. febr., að meðaltali 4. des. (22 stöðvar), er það 3 vikum síðar en 10 ára meðaltal. Byrjað var að gs?fa þeim frá 31. okt. til 3. febr., að meðaltali 10. des, er það 10 dögum síðar en 10 ára meðaltal. Hross. Byrjað var að gefa þeim frá 11. okt. til 31. jan, að meðaltali 15. des. (14 stöðvar). Frost var fyrst 7. sept. (meðaltal 34 stöðva). Tíu ára meðaltal 17 stöðva er 22. sept. Snjóar fyrst 10. sept. (meðaltal 49 stöðva). Tíu ára meðaltal 23 stöðva er 22. sept. Jörð var fyrst alhvít 5. okt. (meðaltal 44 stöðva). Tíu ára meðaltal 23 stöðva er 27. okt. (50)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.