Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1943, Síða 3

Veðráttan - 02.12.1943, Síða 3
1943 VSeðráttan Ársyfirlit Jarðskjálftar. Mælarnir í Reykjavík sýndu alls 44 jarðhræringar á árinu. Þar af áttu 26 upptök á íslandi eða í grennd við landið, en tvær voru komnar úr 1100 — 1200 km fjarlægð. Kippurinn sem varð 19. marz mun hafa átt upp- tök einhvers staðar á norðanverðu Atlantshafi. Annarra hræringa er nánar getið í mánaðarblöðum Veðráttunnar. Þann 29. jan. fannst jarðskjálftakippur í Hrísey, en hans varð ekki vart á mælum í Reykjavík. Veðurstofan. Sú breyting varð á starfsfólki Veðurstofunnar, að Guðrún Markúsdóftir hætfi störfum í lok maímánaðar, en við starfi hennar tók Ingibjörg Þorkels- dóttir, stúdent. Frá 1. sept. vann Kristján ]ónsson á Veðurstofunni í veikinda- forföllum Kristjáns Hoffmanns loftskeytamanns. Haldið var áfram útgáfu mán- aðarblaðsins Veðráttan. Veðurspár voru sendar símleiðis um 70 símastöðvum til birtingar tvisvar á dag. Veðurathugunarstöðvar. Þ. 1. febr. hóf Kristján Guðnason, ráðsmaður, veðurafhuganir á Kolviðar- hóli og sendir Veðurstofunni skýrslur mánaðarlega. Þ. 4. febr. hóf Sigríður ]ónsdóttir, stöðvarstjóri, flugveðurathuganir á Egils- stöðum á Völlum og sendir Veðurstofunni skeyti tvisvar á dag. Þ. 15. marz hætti Karl Ásgeirsson, símritari, veðurathugunum á Akureyri. Voru áhöldin þá flutt í húsnæði lögreglunnar við Smáragötu og heldur lög- regla Akureyrar veðurathugunum þar áfram. Ábyrgðarmaður er Jón Benedikts- son, yfirlögregluþjónn. Þ. 6 apríl hófust aflur veðurathuganir á Siglunesi, athugunarmaður jón Þórðarson, vitavörður, og sendir hann Veðurstofunni skeyti þrisvar á dag. Þ. 15. maí byrjuðu stöðvarnar Hraun á Skaga, Mælifell, Siglunes og Síðu- múli að senda veðurskeyti kl. 7 ísl. sumartími vegna flugferða innan lands. Þ. 5. júlí hóf Þorvaldur Böðvarsson, bóndi, flugveðurathuganir á Þór- oddsstöðum í V.-Hún og sendi Veðurstofunni skeyti þrisvar á dag. Þ. 22. júlí hóf Kristján Guðnason, bóndi, flugveðurathuganir í Svartárkoti í Bárðardal og sendi Veðurstofunni skeyti tvisvar á dag. Þ. 23. júlí hóf Sigurbergur Dagfinnsson, stöðvarstjóri, flugveðurathuganir í Haukatungu í Hnappadalssýslu og sendi Veðurstofunni skeyti þrisvar á dag. Þ. 1. okt. hætti Kristján^ Eggertsson, kaupfélagsstjóri, veðurathugunum í Grímsey, en ungfrú Sigrún Óladóttir heldur þeim áfram. Frá því um 25. júní til 8. okt. voru veðurathugunaráhöldin á bænum Sandvík í Grímsey (66° 32’ N, 18° 01’ W, hæð 17 m). Þ. 16 okt. hættu eftirtaldar stöðvar að senda skeyti þau, sem send voru kl. 7 að morgni vegna innanlandsflugs: Haukatunga, Hraun á Skaga, Mælifell, Síðumúli, Siglunes, Svartárkot og Þóroddsstaðir. Þ. 1. nóv. hóf Pétur Gíslason, veðurathugunarmaður á Eyrarbakka, send- ingu veðurskeyta og sendir þau tvisvar á dag. (51)

x

Veðráttan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.