Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.08.1947, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.08.1947, Blaðsíða 1
VEÐRATTAN 1947 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ A VEÐ U RSTO FU N N I Ágúst. Tíðarfarið var einmuna gott á Norðurlandi og þó sérstaklega um norðaust- anvert landið og var nýting þar á heyjum afbragðs góð. Á Suður- og Vestur- landi viðraði aftur á móti afar illa til heyskapar, svo að sums staðar var taðan óhirt í mánaðarlok. Þ. 1.—13. gengu lægðir norðaustur yfir landið eða norðan við það. Vindátt var alibreytileg, en þó oftast milli suðausturs og suðvesturs. Þ. 1. var víða hvasst (Rkhl. SW 10, Dt. NW 10). Úrkoma var nokkur um allt land, sérstaklega á Suður- og Vesturlandi. Á Suðurlandi var hitinn um meðallag, en annars staðar var fremur hlýtt. Þ. 14.—31. var háþrýstisvæði fyrir austan land, en lægðir fyrir vestan. Vindátt var milli suðausturs og suðvesturs, og var stundum hvasst (þ. 16. Sd. veðurhæð 10; þ. 17. Sðr. SW 10; þ. 22. S3r. S 10; þ.. 26. Rvk. ESE 10, Bol SSE 10). Á Suður- og Vesturlandi var mjög rigningasamt og hiti heldur yfir meðallagi, en á Norður- og Austurlandi var þurrviðrasamt og mikil hlýindi. Loftvægið var 1.2 mm yfir meðallagi á öllu landinu, frá 3.8 mm yfir því á Hólum að 2.6 mm undir því í Bol. Hæst stóð loftvog 772.1 mm þ. 20. kl. 23 á Kbkl., en lægst 738.8 mm þ. 9. kl. 19 í Rvk. liitinn var 2.6° yfir meðallagi á öllu landinu. Um norðaustanvert landið var sérlega hlýtt, hiti 4°—5° yfir meðallagi, mun þetta vera hlýjasti ágústmánuður í þessum landshluta síðan mælingar hófust, þó var nærri eins hlýtt þar 1939. Svalast var á Suðvesturlandi, hiti 1/2°—1° yfir meðallagi. Alla daga mánaðarins var hitinn meiri en venjulega, frá rúmu meðallagi að 6° yfir því. Hlýja6t var þ. 22. og 26., hiti 5°—6° yfir meðallagi, en svalast þ. 4.-5., hiti í rúmu meðal- lagi. Sjávarhitinn við strendur landsins var 1.4° yfir meðallagi, frá því í meðal- lagi við Rvk. og Vm., að 3.5° yfir því við Tgh. Úrkoman var 70°/o umfram meðallag á öllu landinu. Langmest var úr- koman í Kvgd., fjórföld meðalúrkoma. Á Suðvesturlandi var víðast um það bil tvöföld meðalúrkoma. Minnst að tiltölu var úrkoman á Akureyri, ríflega 30 0/o af meðaltali. Úrkomudagar voru 4—10 fleiri en venjulega um sunnan- og vest- anvert landið, en fyrir austan og norðaustan 3—7 færri en venja er til. Úr- koman á Seyðisfirði mældist 24.5 mm. Þoka var að tiltölu fátíð nema á Suður- og Suðausturlandi. Á Norðaustur- landi var allt að 7 þokudögum færra en venja er til (Fgdl.). Á Suðausturlandi voru fjórir þokudagar umfram meðallag og í Vm. átta. Um þoku var getið alla daga mánaðarins nema þ. 29., aðallega á Suðausturlandi. Helztu þokudagar voru 3., þoka á 14 stöðvum víðsvegar um land og 2., 4. og 21.—22., þoka á 8—9 stöðvum sunnan lands og suðaustan. Uindar. Sunnan og suðvestan áttir voru að tiltölu tíðastar í mánuðinum, en norðan átt sjaldnast. Logn var sjaldnar en venjulega og meðalveðurhæð tæpu (29)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.