Veðráttan

Ukioqatigiit

Veðráttan - 02.12.1957, Qupperneq 1

Veðráttan - 02.12.1957, Qupperneq 1
VEBRÁTTAN 1957 ÁRSYFIRLIT SAMIÐ A VEÐURSTOFUYYI Tíðarfarsyfirlit. Tíöarfar var yfirleitt hagstætt, nema fyrstu þrjá mánuöina. Loftvœgi var 1.3 mb yfir meöallagi, frá 0.5 mb á Dalatanga að 1.9 mb á Eyrarbakka. Lægsta loftvægi ársins mældist 938.6 mb i Vestmannaeyjum 28. janúar kl. 6 og það hæsta þ. 15. sama mánaðar kl. 7—9 á sama stað, 1043.2 mb. Meöalhiti ársins var 0.7° yfir meðallagi. Hlýjast var að tiltölu með ströndum fram um norðanvert landið. Við vestur- og suðvesturströndina var árssveifla hitans 13°—15°, en í útsveitum í öðrum landshlutum var hún 8°—11°. 1 innsveitum var árssveiflan 13°—17°. Febrúar var kaldasti mánuður ársins. Sjávarhiti við strendur landsins var 0.2° yfir meðallagi. Úrkoma var tæplega ylfí minni en í meðalári. Mest var ársúrkoman í Vík í Mýrdal, 2259 mm, og er það meðlaúrkoma á þeim stað. Mest að tiltölu mældist úrkoman á Húsavik, 35% umfram meðallag, en minnst á Dalatanga, aðeins helmingur af þvi, sem venja er til. Ársúrkoma í Kalmanstungu mældist 865 mm, í Forsæludal 368 mm, á Mýri 256 mm, á Jaðri 1190 mm og í Grindavík 1037 mm. Mesta sólarhringsúrkoma mældist 24. október í Vík í Mýrdal, 138.5 mm, og sama morgun mældust 120.0 mm á Loftsölum. Alls mældust 18 sinnum 50.0 mm eða meira á einum sólarhring á ýmsum stöðvum. Úrkomudagar voru fleiri en í meðalári um allt norðanvert landið, en viðast færri en venja er til sunnan lands. Stormar. 1 Vestmannaeyjum voru 40 stormdagar umfram meðallag, en á Suðureyri voru þeir 10 færri en í meðalári. Á öðrum stöðvum, sem meðaltöl hafa, var fjöldi storm- daga nálægt meðallagi. Sólskin mældist 1401 klst. i Reykjavík, og eru það 166 stundir umfram meðallag. Á Akureyri voru 966 sólskinsstundir eða 90 fleiri en venja er til. Á Hallormsstað skein sól í 1239 stundir. Veturinn (des. 1956—marz 1957) var óhagstæður. Framan af var stormasamt, og síðari hlutann var víða óvenju snjóþungt. Hiti var 1.1° yfir meðallagi. Svalast var að tiltölu um suðvestanvert landið, þar var hiti víðast frá meðallagi að 1° yfir því. Annars staðar á landinu var yfirleitt 1°—2° hlýrra en venja er til. Hiti var 1°—6° undir meðallagi í 33 daga, í meðallagi 15 daga og yfir meðallagi í 73 daga, 1°—4° í 59 daga og 5°—8° i 14 daga. Úrkoman var í tæpu meðallagi á öllu landinu. Vestan lands og um suðaustanvert landið var heldur minni úrkoma en í meðalári. Annars staðar mældist meiri úrkoma en venja er til. 1 desember og janúar voru hagar víða betri en í meðalári, tvo síðari mánuðina voru þeir lélegir. Vorið (apríl—maí) var hagstætt. Hiti var 1.8° yfir meðallagi og úrkoma % umfram meðallag. Norðan lands var yfirleitt rösklega 2° hlýrra en í meðalári, en sunnan lands var hitinn 1°—2° yfir meðallagi. Hiti var í meðallagi í 13 daga. 1 28 daga var 1°—4° hlýrra en venja er til, og 9 daga var hitinn 5°—7° yfir meðallagi. 111 daga var kaldara en í meðal- ári, 1°—5°. Úrkoma var víðast meiri en í meðalári. Mest var hún sunnan lands, þar mæld- ist meira en tvöföld meðalúrkoma á 3 stöðvum. Sumarið (júní—sept.) var hagstætt. Hiti var 0.3° yfir meðallagi. Á Austur- og Suð- austurlandi var víða heldur svalara en venja er til, en í öðrum héruðum var yfirleitt hlýrra en í meðalári. Á 26 stöðvum af 38, sem meðaltöl hafa, var vik hitans frá meðallagi innan við 1°. Hiti var í meðallagi í 22 daga, yfir meðallagi í 61 dag og undir því í 39 daga. Aldrei var heitara en 3° yfir meðallagi og ekki kaldara en 4° undir því. Úrkoma var % minni en venja er til. Hún var alls staðar innan við meðallag. Sólskin mældist 166 stund- um lengur en í meðalári í Reykjavik og 118 stundum lengur en venja er til á Akureyri. Heyfengur var góður og einnig uppskera úr görðum. Haustið (okt.—nóv.) var hagstætt. Hiti var 1.2° yfir meðallagi. Norðan lands var yfir- leitt 1°—2° hlýrra en venja er til, en í öðrum héruðum var hitinn viðast %°—1%° yfir meðallagi. Sums staðar í innsveitum var þó aðeins % ° hlýrra en í meðalári. 110 daga var hiti i meðallagi, 26 daga var 1°—4° hlýrra en venja er til, og í 10 daga var hitinn 5°—7° yfir meðallagi. 115 daga var kaldara en í meðalári, 1°—4°. Úrkoma var tæplega 10% um- fram meðallag. Á Austurlandi og nyrzt á Vestfjörðum var úrkoman innan við meðallag, en annars staðar á landinu var hún í meðallagi eða yfir þvi. (97)

x

Veðráttan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.