Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1958, Blaðsíða 26

Veðráttan - 02.12.1958, Blaðsíða 26
Ársyfirlit VEÐRÁTTAN 1958 VeOurskeytasendingar og atliugunartímar: 1 ársbyrjun hófust athuganir kl. 20, án þess að veðurskeyti sé sent, á eftirtöldum stöðvum: Hrauni á Skaga, Hæli, Kjörvogi, Nautabúi, Síðumúla, Siglunesi, Skoruvik og Þingvöllum, en á síðustu stöðinni féllu þess- ar athuganir aftur niður í júlímánuði. Athuganir þessar eru fyrst og fremst gerðar til að auðvelda reikning á meðalhita. Skeytasendingar hófust á Hellu í april, og var þá at- hugunum fjölgað um tvær. Athuganir eru nú gerðar þar kl. 8, 11, 14 og 17, og þær allar sendar í veðurskeyti. I maí byrjuðu skeytasendingar kl. 23 frá Máná. 1 júlí hófust athug- anir og skeytasendingar kl. 5 og 20 á Egilsstöðum. Eftirlitsferöir: Veðurfræðingar heimsóttu eftirtaldar stöðvar á árinu: Akureyri, Vökuvelli, Rafmagnsstöðina Andakíl, Arnarstapa, Barkarstaði, Egilsstaði, Galtarvita, Grindavík, Grímsstaði, Haukatungu, Heilu, Hellissand, Hraun á Skaga, Kirkjubæjar- klaustur, Siglunes, Síðumúla, Stóra-Botn, Stykkishólm, Gróðrarstöðina Vaglaskógi, Víði- staði, Þingvelli og Þórustaði. Ný mœlaskýli voru reist á fjórum stöðvum. Á Barkarstöðum, Haukatungu og Síðu- múla í júlí, og á Gróðrarstöðinni í Vagiaskógi í október. Úrkomumœlar meO vindlilíf voru settir upp á eftirtöldum stöðvum: Egilsstöðum í júlí, Grindavík í ágúst, Haukatungu i júlí, Siglunesi í júlí og Gróðrarstöðinni í Vagla- skógi í október. I ársyfirliti 1957 láðist að geta þess, að úrkomumælir með hiíf var settur upp í Vestmannaeyjum í október það ár. Athuganir á skipum: Á eftirtöldum skipum voru gerðar veðurathuganir fyrir Veður- stofuna og send skeyti: M.s. Arnarfelli, Dettifossi, Dísarfelli, Goðafossi, Gullfossi, Hvassa- felli; b.v. Júní, m.s. Kötlu, Selfossi, Tröllafossi, Tungufossi og v.s. Ægi. Útgáfustarfsemi o. fl. Prentuð voru mánaðaryfirlit Veðráttunnar fyrir árin 1955 og ’56 og ársyfirlit 1953 og ’54 og gefnar út jarðskjálftaskýrslur ársins 1957. Ný útgáfa af „Reglum um veður- skeyti og veðurathuganir” var send þeim athugunarmönnum, sem semja veðurskeyti, enn- fremur fengu þeir „Skýjabók", en þá bók gaf Veðurstofan út á árinu. Er hér um að ræða þýðingu á nýrri skýjabók, sem Alþjóðaveðurfræðistofnunin gaf út 1956. Páll Bergþórsson þýddi bókina, en Flosi H. Sigurðsson annaðist prófarkalestur og umsjón með prentun ásamt Páli. 1 bókinni eru 72 myndasiður af skýjum og ýmsum veðurfyrirbrigðum. Ný veðurkort í mælikvarða 1:10.000.000, sem ná yfir Vestur-Evrópu, Norðurishaf, Atlantshaf norðanvert og Norður-Ameríku, voru prentuð og tekin í notkun á Reykja- víkurflugvelli og Keflavíkurflugvelli. Slík kort hafa áður verið fengin erlendis frá, þar sem ekki hefur verið aðstaða til að prenta þau hér á landi. Sjálfvirkur svarsími var tekinn í notkun 1. marz, og geta símnotendur í Reykjavík fengið upplýsingar um veður og veðurspá með því að hringja í símanúmerið 17000. Nýjar fréttir eru hljóðritaðar allt að átta sinnum á sólarhring. Norska veOurstofan hafði boðið Páli Bergþórssyni starf um stundarsakir vegna jarð- eðlisfræðiársins, og starfaði hann þar síðustu þrjá mánuði ársins. Féllst dr. Ragnar Fjörtoft, veðurstofustjóri, góðfúslega á, að Páll ynni að undirbúningi þess, að teknar yrðu upp á Veðurstofu Islands spár fyrir meira en einn sólarhring fram í tímann. Komst hann að þeirri niðurstöðu, að slíka spá, 48 klst. fram í tímann, gæti einn veðurfræð’ngur gert með teikniaðferð og lokið henni á 2—3 kist., þó að byggt væri á sömu lögmálum og notuð eru við spár með rafeindareiknivélum. Að sjálfsögðu yrði þá að nota lögmálin í mun einfaldari mynd. Þó má á þennan hátt taka verulegt tillit til þeirra áhrifa, sem Grænland hefur á loftstrauma í grennd við ísland. 1 tímaritinu Tellus, sem gefið er út af sænska jarðeðlisfræðifélaginu, birtist árið 1957, grein eftir Hlyn Sigtryggsson og A. Wiin-Nieisen um rannsóknir þeirra á vegum Stokk- hólmsháskóla. Jarðeðlisfræðiárið. Sú starfsemi, sem hófst um mitt árið 1957 vegna hins alþjóðlega jarðeðlisfræðiárs og getið er um í ársyfirliti 1957, hélt áfram óbreytt allt árið 1958. Um áramótin 1957—’58 hófst á Rjúpnahæð við Reykjavík söfnun úrkomusýnishorna til nákvæmrar greiningar á innihaldi úrkomunnar af ýmsum efnum. Notaður er sér- stakur úrkomumælir til söfnunarinnar, og er hann tæmdur á fyrsta degi hvers mánaðar (122)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.