Veðráttan

Ukioqatigiit

Veðráttan - 01.04.1959, Qupperneq 1

Veðráttan - 01.04.1959, Qupperneq 1
VEÐRÁTTAN 1959 MÁNAVAKYFIItLIT SAMIB A VEÖURSTOFUIVNI Apríl TíÖarfar var írekar óhagstætt i þessum mánuði. Gróður, sem aðeins vottaði fyrir um mánaðamótin marz—apríl, sölnaði, og víða var sauðfé á gjöf allan mánuðinn. Austan iands voru fjallvegir oft tepptir vegna snjóa, en i öðrum landshlutum voru vegir yfirleitt færir. Gæftir voru góðar. Fyrstu tvo daga mánaðarins var lægð yfir Grænlandshafi og suðvestlæg átt með snjó- eða slydduéljum sunnan og vestan lands. Þ. 3. og 5. fóru krappar lægðir austur yfir landið, þá daga var vindátt breytileg og úrkoma um allt land. Rigning var á Suðaustur- landi, en snjókoma í öðrum héruðum. Þ. 4. var aftur á móti norðan- og norðaustanátt með snjókomu á annesjum norðan lands, en annars staðar var að mestu þurrt. Hitastig þessa fimm daga var frá meðallagi að 2° yfir því. Næstu 13 daga, þ. 6.—18., var fremur kalt í veðri. Þ. 6.—7. og 13.—14. var hiti 2°—5° lægri en venja er til, og aðra daga var hann frá 1° undir meðallagi að 1° yfir þvi. Há- þrýstisvæði var yfir Grænlandi og síðar norðan við land, en lægðir suður og suðaustur í hafi. Fyrstu tvo dagana var norðan hvassviðri og hríð á Vestfjörðum, Norður- og Norðausturlandi, siðan lygndi um hríð, en dagana 14.—16. var aftur norðan og norð- austan hvassviðri. Eftir þ. 10. var skýjað, en úrkomulitið um norðan- og austanvert landið. I öðrum landshlutum var þurrt veður og oft léttskýjað. Dagana 19.—23. var hæg suðaustlæg átt og rigning viðast hvar. Norðan lands var úrkomulitið, en sunnan lands og vestan var oft töluverð rigning. Þ. 19.—20. var hiti 3° hærri en venja er til, en þ. 21.—23. var 4° hlýrra en i meðalári, Voru það hjýjustu dagar mánaðarins. Alla þessa daga voru lægðir fyrir suðvestan land. Næstu fimm daga var vindátt milli norðurs og austurs, og kólnaði í veðri. Þ. 26. var hitastig 6° iægra en venja er til, og var það kaldasti dagur mánaðarins að tiltölu. Þ. 24. var hiti í meðallagi, en þ. 25., 27. og 28. var 4°—5° kaldara en i meðalári. Fyrstu tvo dagana þokaðist iægð austur á bóginn fyrir sunnan land, var þá allhvasst og nokkur úrkoma austan lands og norðan. Á Suðausturlandi var rigning, en snjókoma eða slydda annars staðar á þessu svæði. Seinni þrjá dagana var hæðarhryggur yfir landinu og lygnara. Norðan lands var lítils háttar snjókoma á annesjum, en þurrt og víða bjart í öðrum landshlutum. Síðustu tvo daga mánaðarins hlýnaði í veðri, hitinn var 2“ lægri en venja er til þ. 29., en í réttu meðallagi síðasta dag mánaðarins. Var suðaustlæg og austlæg átt og lítils háttar snjókoma eða slydda sunnan lands þessa daga. Fyrir sunnan land var lægð á hreyfingu austur eftir. Loftvœgi var 1.9 mb lægra en venja er til í þessum mánuði. Lægst var það að til- tölu í Vestmannaeyjum, 3.6 mb lægra en í meðalári, en hæst á Galtarvita, 0.2 mb undir meðallagi. Hæst stóð loftvog á Raufarhöfn þ. 17. kl. 21—23, 1037.7 mb, en lægst á Hól- um í Hornafirði þ. 5. kl. 18—21, 971.6 mb. Hiti var 0.4° lægri en meðallag. 1 innsveitum var yfirleitt %°—1%° kaldara en venja er til, en við strendurnar var vik hitans frá meðallagi víðast innan við %°. (25)

x

Veðráttan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.