Veðráttan

Årgang

Veðráttan - 01.06.1963, Side 1

Veðráttan - 01.06.1963, Side 1
VEÐRÁTTAN 1963 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEBFRSTOFUNIVI Júní Tíöarfar var sæmilega hagstætt. Gróðri fór vel fram, einkum fyrstu vikuna og aftur síðustu daga mánaðarins. Á stöku bæjum hófst sláttur fyrir mánaðamót. Tvo fyrstu daga mánaðarins var yfirleitt þurrt og viða bjart, en þ. 1. voru þó síðdegis- skúrir í uppsveitum suðvestanlands. Hæðarhryggur var að þokast austur yfir landið. Hiti var 1° undir meðallagi þ. 1., en 1° yfir því þ. 2. Dagana 3.—7. var fremur hlýtt um allt land. Þ. 3. var hiti 3“ yfir meðallagi, og varð aldrei hlýrra að tiltölu í mánuðinum, en þ. 28. og 29. var einnig 3° hlýrra en í meðalári. Hina dagana var hiti 2° yfir meðallagi. Loftþrýstingur var hár alla dagana, en þ. 3. fór smálægð norður Grænlandshaf, og úrkomusvæði var sunnan við land. Var hæg suðaust- læg eða suðlæg átt með nokkurri úrkomu sunnanlands og vestan þann dag, en annars var að mestu þurrt um allt land þessa daga. Þó gerði snarpar skúrir sums staðar norðan lands þ. 7. Yfirleitt var hægviðri, en tvo síðustu dagana var þó austanstrekkingur við suðurströndina. Veður var hæglátt dagana 8,—14., og hiti frá meðallagi að 1° yfir því. Fram til 11. var hæð yfir landinu og úrkomulítið, en þrjá síðustu dagana var þykkt loft um allt land, og sums staðar nokkur úrkoma, einkum norðan lands þ. 12., en þann dag hafði lægð myndazt norðvestan við land. Síðasta daginn var lægðadrag við vesturströndina. Aðfaranótt þ. 15. olli lægð, sem nálgaðist suðvesturströndina, suðaustanátt suðvestan- lands og mikilli rigningu um allt land. Lægðin þokaðist inn yfir landið þ. 15., var yfir Suðausturlandi þ. 16.—17., og fór siðan suðaustur í haf. Kalt loft tók að berast inn yfir norðvestanvert landið þ. 15. og breiddist síðan fremur hægt austur yfir landið. Á Galtar- vita var hiti 2° undir meðallagi þ. 15. og 4°—5° undir meðallagi frá 16.—20., á Akureyri var orðið 2° kaldara en í meðalári þ. 18., og þ. 20. var hiti þar kominn 4° niður fyrir meðal- lag, en á Raufarhöfn fór hitinn ekki niður fyrir meðallag fyrr en þ. 19. Þ. 20. var hiti til jafnaðar 2° undir meðallagi á öllu landinu, og varð það tiltölulega kaldasti dagur mán- aðarins. Alla þessa daga var hiti sunnan til á landinu yfirleitt frá 1° undir meðallagi að 1° yfir því. Þ. 16. birti til suðvestantil á landinu, en annars staðar hélzt úrkomutíð alla þessa daga, og var stundum allmikið úrfelli norðan lands. Norðaustantil á landinu var þó víða bjart þ. 16. Á Hornströndum var slydda öðru hvoru. Þ. 20. hafði myndazt smálægð suðaustan við land, og var þá allhvasst og mikil úrkoma bæði austan lands og norðan. Dagana 21.—26. var hiti frá meðallagi að 1° undir því nema þ. 22., en þá var 1° hlýrra en í meðalári. Lægðasvæði var á hreyfingu austur sunnan við land, og síðasta daginn kom hæðarhryggur inn yfir landið úr vestri. Sunnan lands var austlæg átt með rigningu þrjá fyrstu dagana, en annars var hægviðri og úrkomulítið. Siðustu fjóra daga mánaðarins var hæð sunnan við land og vindur vestlægur. Vestan til á landinu var dumbungsveður, en yfirleitt lítil úrkoma nema á Vestfjörðum þ. 28. Á Norður- og Austurlandi var bjart veður og hlýindi, hiti yfirleitt 4°—5° yfir meðallagi. Þ. 27. og 30. var hiti á öllu landinu 1°—2° yfir meðallagi, en dagana 28.—29. var 3° hlýrra en i meðalári, og voru það hlýjustu dagar mánaðarins. Loftvægi var 1.8 mb yfir meðallagi, frá 1.4 mb yfir meðallagi á Hólum og Akureyri að 2.4 mb yfir meðallagi á Reykjanesvita. Hæst stóð loftvog á Keflavikurflugvelli þ. 28. kl. 23 — þ. 29. kl. 2, 1033.7 mb, en lægst í Vestmannaeyjum þ. 15. kl. 23, 980.2 mb. (41)

x

Veðráttan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.