Veðráttan - 02.12.1966, Qupperneq 34
Ársyfirlit
VEÐRÁTTAN
1966
Sveinn Jóhannesson, aðstoðarmaður,
Sævar Pétursson, aðstoðarmaður,
byrjaði í júlí.
Þorsteinn Björnsson, aðstoðarmaður,
byrjaði i janúar, hætti í október.
Þórarinn A. Magnússon, aðstoðarmaður,
hætti í júní.
Þráinn Þorleifsson, aðstoðarmaður.
örn Forberg, aðstoðarmaður, hætti i sept.
Karl Valdimarsson, vann um stundarsakir.
Veöurrannsóknastööin á Hveravöllum:
Ingibjörg Guðmundsdóttir og Björgvin Ól-
afsson luku ársdvöl á Hveravöllum í ágúst
og tóku þá við Hulda Hermóðsdóttir og
Kristján Hjálmarsdóttir.
Veðurstöðvar.
Athugunarmenn: Þ. 4. mai andaðist Sigurður V. Jónathansson, en hann hafði verið
athugunarmaður á Stórhöfða í 30 ár fram til ársins 1965, og rækt starf sitt af mikilli
samvizkusemi. Árni Jónsson, bóndi á Alviðru, andaðist í október, en hann hafði hafið úr-
komumælingar í sama mánuði árið áður.
Á þessu ári hafa Kristbjörn Guðlaugsson, Arnarstapa, Guðmundur Baldvinsson, Hamra-
endum og Pétur Jónsson, Reykjahlíð, gert veðurathuganir í 30 ár og þakkar Veðurstofan
af því tilefni gott og langt samstarf.
Kristín Níelsdóttir, húsfreyja, hætti athugunum i Stykkishólmi í september og við
starfinu tók Elsa Valentínusdóttir, húsfreyja.
Pálína Vigfúsdóttir flutti frá Flatey í október og hafði þá annazt veðurathuganir þar
af stakri kostgæfni um árabil, fyrst ásamt Eyjólfi E. Guðmundssyni, en frá árinu 1957
tók hún við starfinu að fullu. Karl Guðmundsson, stöðvarstjóri, tók við starfi hennar.
Nýjar stöövar og breytingar á eldri stöövum: 1 aprílmánuði var hætt úrkomumæl-
ingum I Reykjakoti í Ölfusi, og á Alviðru í sömu sveit í september. Veðurathuganir hófust
á Þóroddsstöðum í Hrútafirði i september. Athuganir eru gerðar kl. 8, 11, 14, 17 og 20 og
skeyti send Veðurstofunni kl. 8, 11, 14 og 17. Þorvaldur Böðvarsson, hreppstjóri, er at-
hugunarmaður, en hann annaðist veðurathuganir fyrir Veðurstofuna á árunum 1943—
1954. Þrjár nýjar úrkomustöðvar byrjuðu á árinu. 1 ágúst hófust athuganir á Grenivík,
en þar annast Magnús Jónsson, stöðvarstjóri, mælingar, en í Fornahvammi í Norðurár-
dal og í Þverholti á Mýrum hófust athuganir í september. Á fyrrnefnda staðnum annast
Gunnar Guðmundsson, bóndi, mælingarnar, en Sigurður Ámundason, bóndi, á hinum síð-
arnefnda. Hrafnkell Valdimarsson, bóndi á Hofi í Vopnafirði, flutti að Þorbrandsstöðum
í sömu sveit í júlí og var veðurathugunarstöðin flutt samtímis. Veðurathuganir féllu niður
í Papey í nóvember og desember, þar sem enginn dvaldi í eynni þá mánuði. Mánuðina
júní, júlí, ágúst og fram í miðjan september voru gerðar athuganir í Jökulheimum á sama
hátt og undanfarin sumur. Athugunarmaður þar var Pétur Sumarliðason.
Ýmsar breytingar á tækjum og ný tæki: 1 maímánuði var sett upp hitamælaskýli á
Elliðaárstöðinni, en áður hafði hitastig þar verið mælt í veggskýli. 1 september var sett
upp hitamælaskýli og úrkomumælir á Þóroddsstöðum í Hrútafirði og í sama mánuði var
skipt um hitamælaskýli á Hrauni á Skaga. 1 ágúst var settur upp úrkomumælir á Greni-
vík og i september í Fornahvammi og Þverholti. 1 sama mánuði voru veðurathugunartæki
flutt til í Stykkishólmi.
EftirlitsferÖir: Eftirtaldar stöðvar voru heimsóttar á árinu af starfsmönnum Veður-
stofunnar: Akureyri, Barkarstaðir, Dalatangi, Dratthalastaðir, Egilsstaðir, Fornihvamm-
ur, Forsæludalur, Garður, Grenivík, Grímsstaðir, Hallormsstaður, Hólar í Hjaltadal, Hraun
á Skaga, Húsavík, Hveravellir, Hæll, Höfn, Höskuldarnes, Jaðar, Kambanes, Mánárbakki,
Mýri, Raufarhöfn, Sandhaugar, Sandur, Sauðárkrókur, Siglunes, Skógargerði, Skoruvík,
Skriðuklaustur, Staðarhóll, Stykkishólmur, Teigarhorn, Vaglir, Vopnafjörður, Þverholt,
Þóroddsstaðir.
Atlmganir á skipum: Á eftirtöldum skipum voru gerðar athuganir og veðurskeyti
send: Arnarfelli, Bakkafossi, Brúarfossi, Dettifossi, Fjallfossi, Goðafossi, Gullfossi, Hamra-
felli, Kaldbak, Kötlu, Maí, Mælifelli, Reykjafossi, Selfossi, Síldinni, Skógarfossi, Tungu-
fossi, Ægi.
(130)