Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1966, Síða 35

Veðráttan - 02.12.1966, Síða 35
1966 VEÐRÁTTAN Ársyfirlit Alþjóðasamstarf. Veðurstofustjóri sótti fund Commission for Synoptic Meteorology, sem haldinn var í Wiesbaden 8. marz til 2. apríl. Rætt var um skipulag veðurathugana. Þá sat veðurstofu- stjóri einnig fund í samstarfsnefnd um sendingar veðurskeyta innan Evrópu, haldinn í Genf 17.—29. október. Ragnar Stefánsson, deildarstjóri, sótti þing jarðskjálftanefndar Evrópu (CSE) í Kaupmannahöfn 30. júlí til 7. ágúst. Ennfremur sótti hann tvo fundi í norrænni sam- starfsnefnd um jarðskjálftarannsóknir, hinn fyrri var haldinn í Bergen 16.—17. septem- ber, hinn síðari í Stokkhólmi 5.—6. desember. Borgþór H. Jónsson, deildarstjóri, sótti fræðslufund um nýjungar í veðurfræði, sem Alþjóðaveðurfræðistofnunin hélt í Moskvu dagana 5.—21. október. Dagana 28. febr.—4. marz hélt prófessor B. R. Döös fyrirlestra fyrir veðurfræðinga um tölulegar veðurspár, sem gerðar eru í tölvum. Visindadeild Atlantshafsbandalagsins kost- aði för hans hingað. Tækniaðstoð. Eins og skýrt var frá í ársyfirliti Veðráttunnar fyrir árið 1964, naut Veðurstofan á því ári tækniaðstoðar á sviði búveðurfræði, og starfaði dr. Wilhelm Kreutz og Alois Thomas hér um tíma í því sambandi. Ætlunin var, að áframhald yrði á þessari starfsemi á árinu 1965, en vegna fráfalls dr. Kreutz gat þó ekki orðið af því þá. Sumarið 1966 var þráðurinn hins vegar tekinn upp að nýju, og dvaldi prófessor dr. J. Seemann, forstjóri búveðurfræðideildar þýzku veðurstofunnar, hér frá 1.—17. júlí og aftur frá 15.—30. október, en aðstoðarmaður hans A. Thomas starfaði hér frá 1. júlí til 30. okt. Einkum var unnið að endurbótum á tilraunareit Veðurstofunnar að Sóllandi í Foss- vogi, en auk þess voru gerðar nokkru víðtækari jarðvegsrakaathuganir en áður. Auk al- mennrar ráðgjafastarfsemi hélt prófessor Seemann 4 fyrirlestra fyrir starfsmenn stofn- unarinnar um búveðurfræðileg efni. 1 skýrslu sinni bendir prófessor Seemann á, að í fyrstu verði búveðurfræðileg starfsemi á Islandi einkum að beinast að ýmsum grundvallarathugunum og míkróveðurfræðilegum rannsóknum, en meðal hagnýtra verkefna telur hann, að leggja ætti fyrst áherzlu á könn- un á hagkvæmni ræktunarstaða að því er veðurskilyrði varðar. Lágmarksskilyrði til að starfsemin geti borið æskilegan árangur telur prófessor Seemann vera, að einn veður- fræðingur og a. m. k. einn aðstoðarmaður, helzt tveir, verði settir til starfa á þessu sviði. Dr. Kreutz hafði þegar á árinu 1964 gert lista yfir ný áhöld, sem ráðgert var, að Veður- stofan fengi sem tækniaðstoð frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni. Prófessor Seemann end- urskoðaði lista þennan, og áhöld tóku að berast eftir áramót. Loks er þess að geta, að prófessor Seemann lagði til við Alþjóðaveðurfræðistofnunina, að hún styrkti tvo íslenzka veðurfræðinga á árinu 1967 til náms og kynnisferða til Þýzka- lands og Hollands til að kynna sér búveðurfræðilega starfsemi og míkróveðurfræðilegar rannsóknir. Útgáfu- og upplýsingastarfsemi. Prentuð voru mánaðaryfirlit Veðráttunnar frá október 1964 til desember 1965 ásamt ársyfirliti fyrir árið 1964. Gefin voru út 22 vottorð um veður til notkunar vegna málaferla. Svarað var fjölda fyrirspurna frá innlendum og erlendum aðilum, og var í sumum tilvik- um um allyfirgripsmikla vinnu að ræða, jafnvel sérstaka úrvinnslu á veðurathugunum til- tekinna staða um langt árabil. Útvarp veðurfregna. Sú breyting var gerð á veðurspásvæðum 1. júlí, að aukið var við svæði það, sem áður var nefnt Austurdjúp og því skipt i þrennt: Norðausturdjúp, Austurdjúp og Færeyjadjúp. Öll svæðin eru milli 1° W og 12° W. Færeyjadjúp er frá 62° N til 64%° N. Auslurdjúp þar norður af til 67° N, en þá taka Norðausturdjúp við og ná þau til 70° N. Aðalveðurspár voru eins og áður gerðar fjórum sinnum á sólarhring, kl. 330, 910,1600 og 2200, en auk spánna og yfirlits um lægðir og hæðir voru sendar út veðurathuganir frá einstökum veðurstöðvum. Spár voru einnig gerðar fyrir Grænlandsmið og var þeim út- varpað í loftskeytalykli fjórum sinnum á sólarhring. (131)

x

Veðráttan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.