Veðráttan - 02.12.1967, Blaðsíða 1
VEBRÁTTAN 1967
ARSYFIRMT SAMIB A VERITRSTOFUXXI
Tíðarfarsyfirlit
TíÖarfar var lengst af óhagstætt.
Loftvœgi var 1.2 mb undir meðallagi. Hæst stóð loftvog 1040.3 mb á Hornbjargsvita 8.
desember kl. 14-17, en lægst 951.7 mb á Dalatanga 28. febrúar kl. 5.
Hiti var 1.2° undir meðallagi. Kaldast var með ströndum fram norðanlands og í inn-
sveitum á Norðausturlandi, hiti 1.5°-1.7° undir meðallagi. Við suðurströndina og sunnan-
verðan Faxaflóa var mildast, %°-l° kaidara en í meðalári, en annars staðar á landinu var
hiti 1°-1%° undir meðallagi. Árssveifla hitans var minnst um 10° á annesjum austanlands.
Við vesturströndina var hún 13°-15°, en við norður- og austurströndina 12°-14°. 1 innsveit-
um var hún víðast 15°-16°, en mest tæp 18° í hásveitum á Norðausturlandi. Marz var kald-
asti mánuður ársins, en ágúst víða hlýjastur.
Sjávarhiti var 0.2° undir meðallagi samkvæmt mælingum á þremur stöðvum vestan-
lands, en 1.3° undir því á tveimur stöðvum austanlands.
Úrkoma var 98% af meðalúrkomu á landinu öllu. Á Suðurlandsundirlendi og í Þing-
eyjarsýslum var hún mest að tiltölu, sums staðar 20-50% umfram meðallag. Vestanlands og
á Austurlandi var hún yfirleitt minni en í meðalári eða um meðallag, en minnst að tiltölu á
Suðausturlandi um 70-80% af meðalúrkomu. Ársúrkoman var mest á Kvískerjum 2986 mm
en minnst á Grímsstöðum 358 mm. Mesta sólarhringsúrkoma mældist 131.5 mm á Kvískerj-
um 15. janúar. Sama dag mældust 116.2 mm á Skaftafelli og 101.0 mm á Skógum. Á Kví-
skerjum mældust 115.2 mm 26. ágúst og sama dag 109.0 mm á Vagnstöðum. 1 78 skipti
mældist sólarhringsúrkoma milli 50 og 100 mm.
Sólskin mældist 1518 klst. í Reykjavík, og er það 369 klst. umfram meðallag áranna
1901-1930. Á Reykhólum mældust 1094 klst. og á Akureyri 1073 klst., sem er 111 klst. um-
fram meðallag. Á Höskuldarnesi mældust 888 klst., Hallormsstað 1081 klst., Hólum í Horna-
firði 1322, Sámsstöðum 1474 og Hveravöllum 1311 klst.
Veturinn (des. 1966-marz 1967) var óhagstæður. Hiti var 1.1° undir meðallagi. Á Vest-
fjörðum, Norðurlandi austan Húnaflóa, og á Fljótsdalshéraði var hitinn 1 °-2° undir meðal-
lagi, en annars staðar á landinu yfirleitt % °-1 ° undir því. Hiti var 9°-5° undir meðallagi í
28 daga og 4°-l° undir því í 44 daga. 1 37 daga var hitinn frá meðallagi að 4° yfir því, og í 12
daga var 5°-8° hlýrra en í meðalári. Orkoma var 4% innan við meðallag. Á Norðurlandi var
hún mest að tiltölu, og mældist þar sums staðar meira en tvöföld meðalúrkoma. Vestan-
lands var úrkoma yfirleitt innan við meðallag, víðast 70-90% af meðalúrkomu. Á Suðaustur-
landi mældust 80-120% af meðalúrkomu á flestum stöðvum, sem meðaltöl hafa.
Vorið (apríl-maí) var óhagstætt. Hiti var 1.7° undir meðallagi. Kaldast var á Norður-
landi, 2°-3° undir meðallagi. Annars staðar á landinu var yfirleitt 1°-1%° kaldara en i
meðalári. Hitinn var 8°-5° undir meðallagi í 14 daga og 4°-l° undir þvi í 27 daga. 118 daga
var hann frá meðallagi að 4° yfir þvi, og í 2 daga var 5° hlýrra en í meðalári. Úrkoma var
7% innan við meðallag. Hún var allt að 40% umfram meðallag í uppsveitum á Suðvestur- og
Vesturlandi, og sums staðar á Vestfjörðum fór úrkoman allt upp í tvöfalda meðalúrkomu, en
þar fór hún einnig niður i % meðalúrkomu á tveimur stöðvum. Á Norðurlandi og Aust-
fjörðum var úrkoman einnig mjög óregluleg eða frá 60% af meðalúrkomu og upp í 50% um-
fram meðallag. Á Suðausturlandi og við suðvesturströndina var úrkoman víðast 70-90%
af meðalúrkomu.
Sumarið (júní-sept.) var hagstætt nema í júni og norðanlands var júlí einnig óhagstæð-
ur. Hitinn var 0.7° undir meðallagi. Kaldast var við norðurströndina, á Austfjörðum og
Héraði, hiti 1.0°-1.5° undir meðallagi. Annars staðar var hitinn frá meðallagi að %° undir
því með ströndum fram, en í innsveitum var % °—1° kaldara en í meðalári. 1 69 daga var hit-
inn 5°-l° undir meðallagi, en 53 daga var hann frá meðallagi að 3° yfir þvi. Úrkoma var 2%
innan við meðallag á öllu landinu. Á Suðvestur- og Vesturlandi var hún yfirleitt meiri en i
meðalári nema nyrzt á Vestfjörðum. 1 Suður-Þingeyjarsýslu var úrkoma einnig meiri en í
meðalári, mest 50% umfram meðallag. Annars staðar var úrkoma innan við meðallag, minnst
60% af meðalúrkomu. Sólskin mældist 55 klst. lengur en í meðalári I Reykjavík, og á Akur-
eyri voru sólskinsstundir 88 umfram meðallag. Heyfengur var minni en í meðalári, en nýt-
ing heyja góð. Uppskera úr görðum var góð sunnanlands, en rýr á Norður- og Austurlandi.
Haustið (október-nóvember) var kalt, en ekki óhagstætt framan af. Hiti var 2.0° undir
meðallagi. I innsveitum norðanlands og austan var kaldast, hitinn 2%°-3° undir meðallagi,
en mildast var að tiltölu við suðvesturströndina, þar var um 1%° kaldara en í meðalári.
Annars staðar var hitinn yfirleitt l%°-2%° undir meðallagi. 1 13 daga var hitinn 9°-5°
undir meðallagi og 29 daga 4°-l° neðan við meðallag. 117 daga var hann frá meðallagi að 4°
yfir því og 2 daga 5°-6° yfir meðallagi. Úrkoma var 77%. Hún var meiri en í meðalári á
Norðausturlandi, en yfirleitt ekki umfram 50% yfir meðallagi. Annars var úrkoma minni
en í meðalári um allt land, víðast 50-80% af meðalúrkomu.
(97)