Veðráttan - 02.12.1967, Síða 34
Ársyfirlit
VEÐRÁTTAN
1967
Guöbjörg FriÖriksdóttir, aðstoðarmaður,
byrjaði í apríl.
Halldóra Ingibergsdóttir, aðstoðarmaður,
byrjaði í desember.
Hrafn Karlsson, aðstoðarmaður.
Hörður Karlsson, aðstoðarmaður,
hætti í janúar.
Róbert Róbertsson, aðstoðarmaður,
hætti í ágúst.
Sveinn Jóhannesson, aðstoðarmaður.
Sævar Pétursson, aðstoðarmaður,
hætti í nóvember.
Þorsteinn Sigvaldason, aðstoðarmaður,
byrjaði i febrúar.
Þráinn Þorleifsson, aðstoðarmaður.
Veðurstöðvar.
Athugunarmenn: 1 apríl hætti Ólafur Sveinsson á Lambavatni athugunum, en þær
hafði hann annazt fyrir Veðurstofuna lengst allra núverandi athugunarmanna eða í 45 ár.
Rækti hann starf sitt af stakri kostgæfni og samvizkusemi, og vill Veðurstofan þakka hon-
um langt og gott samstarf. Við athugunum tók Tryggvi Eyjólfsson.
1 maímánuði andaðist Benedikt Björnsson bóndi á Barkarstöðum, en hann hafði annazt
veðurathuganir fyrir Veðurstofuna frá árinu 1950. Við athugun tók Jenný Sigfúsdóttir,
húsfrey.ia.
1 júlímánuði hætti Klemenz Kristjánsson athugunum á Sámsstöðum, en Kristinn Jóns-
son tilraunastjóri tók við. Klemenz flutti búferlum að Kornvöllum í Hvolhreppi og mun
gera þar athuganir framvegis fyrir Veðurstofuna. Hann á nú að baki 40 ára starf við veð-
urathuganir. Snæbjörn Thoroddsen í Kvígindisdal hefur einnig gert athuganir í 40 ár á
þessu ári. Veðurstofan vottar báðum þessum mönnum þakklæti sitt. Guðrún Sveinsdóttir
húsfreyja hætti athugunum í Höfn í júlí og við starfinu tók Ragnheiður Ögmundsdóttir
húsfreyja. 1 október hætti Gróa Salvarsdóttir athugunum á Dalatanga, en hún og maður
hennar, Halldór Víglundsson, höfðu þá gegnt veðurathugunum þar og á Hornbjargsvita
frá 1955 og annast þau störf eins og bezt verður á kosið. Við athugunum á Dalatanga tók
Tómas Zoega. Jóhann Björnsson hætti athugunum á Húsavík í september. Jóhann byrjaði
athuganir 1939, en hefur aðeins annazt þær á sumrin frá 1953.
Nýjar stöövar og breytingar á eldri stöövum. 1 marzmánuði var hætt veðurathugunum
í Grenivík vegna brottflutnings athugunarmanns, en þar hafði verið úrkomustöð frá því
í ágúst 1966. I apríl var vélstjórum í Elliðaárstöðinni sagt upp störfum, en þeir höfðu séð
um veðurathuganirnar þar frá byrjun (1922). Féllu athuganir þá niður, nema kl. 8, en þá
er mælt hitastig og úrkoma, og sér Jón Ásgeirsson stöðvarstjóri um þetta. I byrjun júlí-
mánaðar var úrkomustöðin á Mýrartungu II lögð niður, en samdægurs var sett upp úr-
komustöð á Máskeldu í Saurbæjarhreppi. Athugunarmaður þar er Kristín Ólafsdóttir, en
hún gerði athuganir á Hlaðhamri árin 1950—1961. 1 byrjun ágúst hófust veðurathuganir
á Hjaltabakka í Torfulækjarhreppi, og eru gerðar athuganir kl. 8, 11, 17, 20 og 23 og skeyti
send kl. 8, 11, 17 og 23. Vegna erfiðleika á símasambandi á nóttunni hafa þó verið send
skeyti kl. 20 í stað kl. 23 fram að áramótum. Athugunarmaður er Jón Þórarinsson bóndi.
1 sama mánuði hófust veðurathuganir á Kornvöllum í Hvolhreppi og annast Klemenz
Kristjánsson þær. Athuganir eru gerðar kl. 8 og 20 og sendar mánaðarlega til Veður-
stofunnar. 1 ágúst hófust úrkomumælingar á Sólvangi í Fnjóskadal og annast Berg-
sveinn Jónsson þær. Skýrslur eru sendar mánaðarlega til Veðurstofunnar. í miðjum des-
ember hófust veðurathuganir á tilraunastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá á Kjalarnesi
og eru gerðar athuganir kl. 8, 14 og 20. Starfsmenn tilraunastöðvarinnar sjá um athugan-
irnar og senda skýrslu mánaðarlega til Veðurstofunnar. Gústaf Gíslason gerði athuganir í
Papey tímabilið 11. april til 18. október, en enginn var í eynni vetrarmánuðina. Athuganir
voru gerðar í Jökulheimum á sama hátt og undanfarin sumur, frá 11. júní og fram í miðjan
september. Háloftastöðin á Keflavíkurflugvelli flutti í ný og betri húsakynni 27. júní.
Ýmsar breytingar á tækjum og ný tœki: Skipt var um hitamælaskýli á Víðistöðum í
apríl, á Loftsölum i maí og á Keflavikurflugvelli í júlí. I maímánuði var skipt um úrkomu-
mæli í Vík i Mýrdal og hann jafnframt fluttur nokkra metra til suðurs. Úrkomumælar
voru settir upp á Máskeldu í júlíbyrjun, á Sólvangi í ágúst og Mógilsá i desember, en þar
var jafnframt sett upp hitamælaskýli. í ágúst var komið fyrir úrkomumæli og hitamæla-
skýli á Kornvöllum og Hjaltabakka. I júlí voru veðurathugunartæki á Höfn í Hornafirði
flutt til innan þorpsins. I október var reistur úrkomusafnmælir á Hveravöllum og í sama
mánuði var komið fyrir hitarita í hitamælaskýlinu á Hvanneyri.
EftirlitsferÖir: Starfsmenn Veðurstofunnar heimsóttu eftirtaldar stöðvar á árinu: Al-
viðru, Akureyri, Akurhól, Fagurhólsmýri, Galtarvita, Hjaltabakka, Hólm, Hvallátur,
(130)