Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1967, Blaðsíða 35

Veðráttan - 02.12.1967, Blaðsíða 35
1967 VEÐRÁTTAN Ársyfirlit Hvanneyri, Hveravelli, Höfn, Keflavík, Kornvelli, Kvígindisdal, Kvísker, Lambavatn, Más- keldu, Mjólkárvirkjun, Mógilsá, Mýrartungu II, Reykhóla, Sámsstaði, Sauðórkrók, Sól- vang, Teigarhorn, Vagnsstaði, Viðistaði, Vik, Þórustaði og Æðey. Atliuganir á skipum: Á eftirtöldum skipum voru gerðar athuganir og veðurskeyti send: Bakkafossi, Brúarfossi, Fjallfossi, Goðafossi, Goðanum, Gullfossi, Hafliða, Jökulfelli, Kald- bak, Mælifelli, Reykjafossi, Selfossi, Sildinni, Surprise og Ægi. Jarðsk j álf tastöðvar. Nýjar stöövar: 1 júní 1967 hófust jarðskjálftamælingar að Eyvindará. Jarðskjálfta- mælirinn, sem þar er notaður, mælir lóðrétta jarðsveiflu, og er af Wilmore-gerð eins og samsvarandi tæki í Reykjavik og að Kirkjubæjarklaustri. Athugunarmaður er Vilhjálm- ur Jónsson bóndi. EftirlitsferÖir: Allar jarðskjálftastöðvarnar voru heimsóttar á árinu, þ. e. auk Reykja- víkur, Akureyrar, Eyvindarár, Kirkjubæjarklausturs og Víkur. Alþjóðasamstarf. Veðurstofustjóri sat fimmta allsherjarþing Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar, sem haldið var í Genf 3.—28. apríl. Þingið fjallaði aðallega um framtíðarskipulag veðurþjón- ustu í þátttökuríkjunum og samvinnu milli þeirra (World Weather Watch). Ennfremur var rætt um fjármál og skipulagsmál samtakanna. Veðurstofustjóri sótti ennfremur fund í samstarfsnefnd Evrópu um fjarskipti veður- fregna 25.—31. október og undirbúningsfund að ráðstefnu um framtíð veðurathugunar- stöðva á Norður-Atlantshafi 6.—10. nóvember. Báðir þessir fundir voru haldnir í Genf. Flosi Hrafn Sigurðsson deildarstjóri og Markús Á. Einarsson veðurfræðingur fóru í náms- og kynnisferðir til Þýzkalands og Hollands til að kynna sér búveðurfræðilega starf- semi og rannsóknir í þessum löndum. Var ferðin farin á vegum Alþjóðaveðurfræðistofnun- arinnar og Veðurstofu Islands. Dvöldu þeir í Þýzkalandi frá 29. apríl til 28. maí, aðallega í aðalstöðvum þýzku veðurstofunnar í Offenbach og í rannsóknastöðvum i búveðurfræði í Giessen og Weihenstephan. Frá 28. maí til 5. júni voru þeir í Hollandi, mest i aðalstöðvum hollenzku veðurstofunnar í De Bilt, en fóru einnig í margar kynnisferðir til rannsókna- stofnana í Wageningen og víðar. Skýjamyndir. Þann 22. apríl hófst skýjamyndamóttaka frá gervitunglum (Automatic Picture Trans- mission) á Kefiavíkurflugvelli. Útgáfu- og upplýsingastarfsemi. Prentuð voru mánaðaryfirlit Veðráttunnar frá Janúar 1966 til ágúst 1967 ásamt árs- yfirlitum fyrir árin 1965 og 1966. Gefin voru út 32 vottorð um veður til notkunar í opin- berum málum. Svarað var mörgum fyrirspurnum frá innlendum og erlendum aðilum og hefur sú starfsemi farið vaxandi hin síðari ár. Eftirtaldar leiðbeiningabækur fyrir veðurathugunarmenn voru gefnar út: 1) Reglur um veðurskeyti og veðurathuganir (ný útgáfa). 2) Reglur um veðurathuganir og skýrslufærzlu á veðurfarsstöðvum (ný útgáfa). 3) Reglur um veðurathuganir á skipum og samningu veðurskeyta (ný útgáfa). 4) Veðurskeytalykill fyrir íslenzka fiskibáta (1. útgáfa). 5) Reglur um flugvallaveðurskeyti og flugvallaspár (1. útgáfa). Gefnar voru út vikulega „Preliminary Seismogram Readings", sem eru upplýsingar um jarðskjálfta, sem mælast á íslenzkum stöðvum. Eru þessar upplýsingar sendar helztu mið- stöðvum fyrir jarðskjálftamælingar erlendis, svo og öðrum þeim, sem þess óska. Sú breyting var gerð á veðurspásvæðum, að þeim var fjölgað um þrjú, og nefnast þau Suðausturdjúp, Suðurdjúp og Suðvesturdjúp. Spáð er fyrir þessi svæði tvisvar á sólar- hring, kl. 1225 og 24 00 (0100 eftir sumartíma). Takmörk þeirra allra að norðan er 62%° N, en að sunnan 59° N. Suðausturdjúp er frá 10° W til 20° W. Suðvesturdjúp frá 30° W til 40° W og Suðurdjúp milli 20° W og 30° W. (131)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.