Veðráttan - 02.12.1970, Blaðsíða 1
VEÐRÁTTAN 1970
ÁRSYFIRLIT SA3IIR Á VEIHJRSTOFVNNI
T í ðarfarsy f irlit
TíÖarfariS var fremur óhagstætt meiri hluta ársins.
Loftvægi var 1.2 mb yfir meðallagi frá 0.4 mb á Dalatanga að 1.9 mb á Galtarvita. Hæst
stóð loftvog 1041.2 mb á Kirkjubæjarklaustri 24. desember kl. 24, en lægst 956.3 mb á Horn-
bjargsvita 21. janúar kl. 12.
Hiti var 1.1° undir meðallagi. Norðanlands og austan var yfirleitt 1° til 1%° kaldara en
í meðalári, en sunnanlands og vestan norður yfir Breiðafjörð var hitinn víðast tæplega 1°
innan við meðallag. Árssveifla hitans var stærst norðaustantil á landinu, viðast 14°—17°,
en sums staðar í útsveitum 12°—13°. Annars staðar á landinu var árssveiflan yfirleitt 10°—
12° við strendur, en 13°—14° í innsveitum.
Sjávarhiti var 0.9° undir meðallagi á þeim 6 stöðvum, sem meðaltöl hafa.
Úrkoma var 4% umfram meðallag. Á Suðvestur-, Norður- og Norðausturlandi var hún
víðast yfir meðallagi, en á Suðaustur- og Vesturlandi var úrkoma yfirleitt minni en í meðal-
ári nema norðan til á Vestfjörðum. Mest var ársúrkoma á Kvískerjum 3084 mm, en minnst
á Grímsstöðum 361 mm. Mesta sólarhringsúrkoma mældist á Kvískerjum 106.1 mm 26.
ágúst. 1 88 skipti mældist sólarhringsúrkoma milli 50 og 100 mm.
Sólskiii mældist í 1312 klst. i Reykjavík, sem er 63 klst. umfram meðallag. Á Akureyri
voru sólskinsstundir 1044 og er það 82 klst. meira en í meðalári. Á Reykhólum voru sólskins-
stundir 1068, Höskuldarnesi 890, Hallormsstað 1069, Hólum í Hornafirði 1285, Sámsstöðum
1305 og á Hveravöllum 1103.
Veturinn (des. 1969—marz 1970) var fremur óhagstæður. Hiti var 1.5° undir meðallagi.
Á Suður- og Vesturlandi norður yfir Breiðafjörð var hitinn viðast 1°—1%° undir meðallagi,
en norðanlands og austan 1%°-—2° undir því. 1 5 daga var 10°—13° kaldara en í meðalári, 27
daga var 5°—9° kaldara en venja er til, og í 35 daga var hitinn 1°—4° undir meðallagi. í 44
daga var hiti frá meðallagi að 4° yfir þvi, og 10 daga var 5°—7° hlýrra en í meðalári. Úrkoma
var 2% umfram meðallag. Hún var yfirleitt meiri en í meðalári nema á Suðausturlandi og
víðast hvar vestanlands.
Vorið (april—maí) var viðast hagstætt framan af, en óhagstæðara er á leið. Hiti var 0.9°
undir meðallagi. Frá Hornströndum yfir Norðurland til Austfjarða var 1°—2° kaldara en
i meðalári, en sunnanlands og vestan var hitinn frá meðallagi að 1° undir því. 1 37 daga var
hitinn 1°—5° undir meðallagi, en 24 daga frá meðallagi að 3° yfir því. Úrkoma var 21% um-
fram meðallag. Hún var minni en venja er til um meginhluta Vestfjarða og sums staðar
norðanlands og austan, en í öðrum landshlutum var hún meiri en í meðalári.
Sumarið (júní—sept.). Hásumarið var óhagstætt, en sæmileg tíð var víðast i júní og sept-
ember. Hiti var 1.0° undir meðallagi, frá %° undir meðallagi að 1%° undir þvi. Einna mild-
ast var á Suðausturlandi. Hiti var 1°—5° undir meðallagi í 80 daga, og í 42 daga var hann
frá meðallagi að 4° yfir því. Úrkoma var 8% umfram meðallag. Hún var yfirleitt minni en
í meðalári norðvestan til á landinu og sums staðar við austurströndina, en meiri en venja
er til í öðrum landshlutum. I Reykjavík skein sól 4 klst. lengur en i meðalári, og á Akureyri
voru sólskinsstundir 123 umfram meðallag. Sólskinsstundir hafa verið mældar í 41 sumar á
Akureyri, og þar hefur aðeins sumarið 1939 reynzt sólrikara en þetta sumar.
Haustið (október—nóvember) var fremur hagstætt. Hiti var 1.5° undir meðallagi. 1 inn-
sveitum var víða 1%°—2° kaldara en í meðalári, en með ströndum fram var hitinn yfirleitt
1°—1%° undir meðallagi. 1 18 daga var 5°—9° kaldara en í meðalári, og 28 daga var hitinn
1°—4° undir meðallagi, en í 15 daga var hiti frá meðallagi að 6° yfir þvi. Úrkoman var 85%
af meðalúrkomu. Hún var meiri en í meðalári norðaustantil á landinu, en annars yfirleitt
innan við meðallag.
(97)