Veðráttan

Ukioqatigiit

Veðráttan - 02.12.1972, Qupperneq 1

Veðráttan - 02.12.1972, Qupperneq 1
VEÐRÁTTAN 1972 ÁnSYFIRLIT SAMin A VEÐURSTOFCNPÍI Tíðarfarsyfirlit Tíöarfariö var hagstætt fyrri hluta ársins, en óhagstæöara er á leið, einkum vegna óþurrka og síðar umhleypinga. Loftvœgi var 2.8 mb undir meðallagi, frá 2.4 mb á Höfn í Hornafirði að 3.2 mb á Horn- bjargsvita. Hæst stóð loftvog 1041.5 mb á Kirkjubæjarklaustri 17. október kl. 15, en lægst 943.5 mb á Dalatanga 19. janúar kl. 12. Hiti var 0.5° yfir meðallagi, og var nú í fyrsta skipti síðan 1964 hlýrra en í meðalári. Á Suðvesturlandi og við vestur- og norðurströndina var hiti frá meðallagi að % ° yfir þvi, en á Austur- og Suðausturlandi og í innsveitum norðanlands var %0—1° hlýrra en í meðalári. Árssveifla hitans var stærst 12°—13° í innsveitum á Norðausturlandi. Annars staðar var hún víða 10°—12° I innsveitum, en 8°—10° við strendur, en minnst 7°—8° við austur- ströndina. Sjávarhiti var í meðallagi á þeim 7 stöðvum, sem höfðu ársmeðaltal. Úrkoma var 27% umfram meðallag. Sums staðar á Norðvesturlandi og við innanverðan Breiðafjörð var hún um eða innan við meðallag, en alls staðar annars staðar meiri en í meðalári. Mest var ársúrkoma á Kvískerjum 3935 mm, en minnst á Grímsstöðum 444 mm. Mesta sólarhringsúrkoma mældist á Dalatanga 28. október, 133.8 mm. Sama dag mældust 130.3 mm á Kvískerjum og 100.2 mm á Kambanesi. Þann 23. febrúar mældust 122.0 mm á Ljósafossi, 104.0 mm á Reykjum i ölfusi og 100.6 mm við Andakílsárvirkjun. Á síðastnefndu stöðinni mældust einnig 107.0 mm 12. október. I 102 skipti mældist sólarhringsúrkoma milli 50 og 100 mm. Sólskin mældist í 1197 klst. í Reykjavík, en það er 52 klst. undir meðallagi. Á Akureyri voru sólskinsstundir 934 eða 28 klst. færri en í meðalári. Á Reykhólum voru sólskinsstundir 943, Höskuldarnesi 942, Hallormsstað 1044, Hólum I Hornafirði 1213, Sámsstöðum 1175 og Hveravöllum 1051. Veturinn (desember 1971 —marz 1972) var hagstæður, en þó umhleypingasamur með köflum. Hann var mjög hlýr og var hiti 1.6° yfir meðallagi. AÖeins 2 vetur, 1928—29 og 1963—64, hafa orðið að ráði hlýrri á þessari öld. Á annesjum var hiti yfirleitt 1°—1%° hærri en í meðalári, en í innsveitum 1%0—2Vs ° hærri. 1 9 daga var hiti 5°—9° undir meðallagi og í 33 daga 1°—4° undir því. I 44 daga var hiti frá meðallagi að 4° yfir því og í 36 daga var 5°—7° hlýrra en venja er. Orkoma var 37% umfram meðallag. Hún var innan við meðallag allvíða á Norðurlandi, einkum vestan til, en þó einnig í innsveitum austan til. Annars var hún alls staðar meiri en i meðalári og mest tæplega tvöföld meðalúrkoma á innanverðu Fljótsdalshéraði. Vorið (april — maí) var hagstætt. Hiti var 0.8° yfir meðallagi. Hann var um meðallag á Hornströndum, %°—1° yfir þvi á Suður- og Vesturlandi og einnig við strendur á Norður- og Austurlandi, en í innsveitum í þeim landshlutum var 1°—1%° hlýrra en í meðalári. 1 4 daga var hiti 5°—7° undir meðallagi og í 14 daga 1°—4° undir þvi. 1 38 daga var hiti frá meðallagi að 4° yfir því og í 5 daga var 5°—7° hlýrra en í meðallagi. Úrkoma var 26% um- fram meðallag. Hún var um og innan við meðallag víða vestanlands frá Borgarfirði til Vest- fjarða og einnig sums staðar á Norðurlandi. Annars staðar var hún meiri en i meðalári, mest um tvöföld meðalúrkoma við norðausturströndina. Sumarið (júní — september) var fremur óhagstætt vegna óþurrka, einkum á Suður- og Vesturlandi. Hiti var 0.5° undir meðallagi. Við norðausturströndina var hann um meðallag, en í öllum öðrum landshlutum allt að 1° undir meðallagi. 1 1 dag var hiti 5° undir meðal- lagi og i 72 daga 1°—4° undir því. 1 48 daga var hiti frá meðallagi að 4° yfir því og i 1 dag var 5° hlýrra en í meðalári. Úrkoma var 28% umfram meðallag. Var hún meiri en í meðal- ári um nær allt land, en þó óvíða meira en 50% umfram meðallag. 1 Reykjavík skein sól 38 klst. skemur en í meðalári, og á Akureyri voru sólskinsstundir 15 færri en að meðaltali. Haustið (október — nóvember) var sæmilega hagstætt framan af, en óhagstætt er á leið um norðanvert landið, einkum vegna mikilla snjóþyngsla. Hiti var 1.0° undir meðallagi. Á Norður-, Austur- og Suðausturlandi var hann víðast innan við 1° undir meðaillagi, en yfir- leitt 1°—1%° undir því á landinu vestanverðu. 1 6 daga var 5°—8° kaldara en í meðalári og í 31 dag 1°—4° kaldara. 1 24 daga var hiti frá meðallagi að 4° yfir þvi. Úrkoma var 4% umfram meðallag. Á öllu Suðurlandi og viða við Faxaflóa og Breiðafjörð var hún undir meðallagi, en í Borgarfirði, á Vestfjörðum og öllu norðanverðu landinu var hún meiri en í meðalári, mest rúmlega tvöföld meðalúrkoma um miðbik Norðurlands. (97)

x

Veðráttan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.