Veðráttan

Ukioqatigiit

Veðráttan - 02.12.1972, Qupperneq 34

Veðráttan - 02.12.1972, Qupperneq 34
Ársyfirlit VEÐRÁTTAN 1972 Veðurstöðvar. Athugunarmenn: Þrír veðurathugunarmenn, sem lengi höfðu unnið gott starf í þágu Veðurstofunnar, létust á árinu. Helgi Arason bóndi á Fagurhólsmýri lézt i ágúst. Hann athugaði i 34 ár frá 1934 til 1968, er hann lét af störfum sakir heilsubrests. Pétur Jónsson bóndi í Reykjahlið lézt i nóvember. Hann annaðist athuganir frá árinu 1936 til dauðadags. Við athugunum tók Guðný Halldórsdóttir. Bjarni Erlendsson á Víðistöðum í Hafnarfirði lézt í desember. Hann átti að baki 35 ára starfsferil sem veðurathugunarmaður, eða frá 1933 til miðs árs 1968, er hann hætti vegna veikinda. Á þessu ári hafa þeir Klemenz Kristjánsson fyrrv. tilraunastjóri á Sámsstöðum, nú á Kornvöllum, og Snæbjörn J. Thoroddsen bóndi í Kvígindisdal gert veðurathuganir í 45 ár. Einar Gestsson bóndi á Hæli og Oddný Wiium á Vopnafirði, áður í Fagradal, hafa á árinu starfað í 40 ár. Þakkar Veðurstofan þeim öllum ágætt samstarf á liðnum árum. 1 septem- ber lét Oddný Wiium-af störfum, en við tók Guðbjörg Wiium. Daníel Eggertsson bóndi á Hvallátrum lét af störfum í nóvember eftir 25 ára farsælt starf. Kann Veðurstofan honum beztu þakkir fyrir samstarfið. Við athugunum tók Þórð- ur Jónsson bóndi. Erla Ásgrímsdóttir hætti athugunum á Sauðárkróki i marz. 1 september hóf nýr athug- unarmaður, Lára Angantýsdóttir, starf. Birna Skarphéðinsdóttir hætti athugunum á Höfn i Hornafirði í apríl, en við tók Svanhvít Pálsdóttir. Sigriður Ivarsdóttir í Forsæludal hætti í apríl, og Sigríður I. Ragnarsdóttir tók við. 1 Vík í Mýrdal hætti Lilja Sigurðardóttir í maí- lok, en Guðný Helgadóttir kennari byrjaði í september. Elísabet Sigurðardóttir á Akurhóli hætti í lok júni, og féllu athuganir niður frá þeim tíma. 1 desember tók Bjarni E. Guðleifs- son tilraunastjóri við athugunum á tilraunastöðinni á Akureyri af Svanberg Þórðarsyni ráðsmanni. Á árinu tók Bjami Guðmundsson tilraunastjóri við umsjón veðurathugana á Hvanneyri af Óttari Geirssyni kennara. Nýjar stöðvar og breytingar á éldri stöðvum: Búveðurfræðimælingar að Sóllandi í Reykjavík hættu í apríl vegna byggingaframkvæmda á svæðinu. Þær voru teknar upp aft- ur í maílok i mælireit við Veðurstofubygginguna við Bústaðaveg. Veðurathuganir hófust á Irafossi í ágúst. Eru þar gerðar veðurfarsathuganir kl. 9,15 og 21. Umsjónarmaður með athugunum er Jón Sandholt vélstjóri. Frá sama tíma hættu veð- urfarsathuganir á Ljósafossi, og verður stöðin framvegis úrkomustöð. Veðurathuganir í Flatey á Breiðafirði hófust að nýju í nóvember eftir eins árs hlé. Eru þar gerðar veðurfarsathuganir kl. 9,15 og 21. Athugunarmaður er Guðmundur P. Ólafsson. I desember hófust veðurathuganir í Nýjabæ á hálendisbrúninni inni af Eyjafirði. Er sú stöð rekin af Orkustofnun og mun verða starfrækt um skeið, einkum vegna rannsókna á isingu raflína. Veðurskeyti eru send kl. 9,15 og 18 og veðurfarsathugun auk þess gerð kl. 21. Athugunarmenn eru Guðrún Sigurðardóttir og Þorsteinn Ingvarsson. 1 júní hófust sólgeislunarmælingar á Sámsstöðum. Þann 13. júlí var sólgeislunarmælir í Reykjavík fluttur frá Vatnsgeyminum við Sjómannaskólann til Veðurstofubyggingar við Bústaðaveg, þar sem hann er staðsettur á þaki hússins. í ágúst hófust sólskinsstunda- og sólgeislunarmælingar við Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum í ölfusi. Breytingar á athugunartima: Þann 19. janúar hófust veðurskeytasendingar frá Æðey kl. 6. Frá og með september var hætt að gera veðurathuganir á Sauðárkróki kl. 15. Frá 1. nóvember voru send veðurskeyti frá Loftsölum kl. 24. óreglulegar stöövar: Athuganir voru gerðar í Heiðmörk mánuðina maí til október og á Korpúlfsstöðum mai til september. EftirlitsferÖir: Starfsmenn Veðurstofunnar heimsóttu eftirtaldar stöðvar á árinu: Ak- ureyri, Akureyri (tilraunastöð), Akurhól, Amarstapa, Bergþórshvol, Bjólu, Blesastaði, Brekku, Búð, Fornahvamm, Garð, Grímsstaði, Grindavik, Gufuskála, Hallormsstað, Heið- arbæ, Heiðmörk, Hjarðarfell, Hólma, Hraun, Hvanneyri, Höfn, Irafoss, Keflavíkurflugvöll, Kirkjubæjarklaustur, Korpúlfsstaði, Laugardæli, Ljósafoss, Miðfell, Mógilsá, Mosfell, Raufarhöfn, Reyki i ölfusi, Reykjanesvita, Sámsstaði, Sauðárkrók, Skeiðfoss, Skoruvík, Stardal, Stykkishólm, Vestmannaeyjar, Vestmannaeyjakaupstað, Vik, Vopnafjörð og Þingvelli. Athuganir á skipum: Á eftirtöldum skipum voru gerðar athuganir og skeyti send: Al- bert, Arnarfelli, Árna Friðrikssyni, Bakkafossi, Bjarna Sæmundssyni, Brúarfossi, Detti- fossi, Fjallfossi, Freyfaxa, Goðafossi, Goðanum, Gullfossi, Hafþóri, Hallveigu Fróðadóttur, Harðbak, Helgafelli, Hofsjökli, Hvassafelli, Irafossi, Júpiter, Jökulfelli, Lagarfossi, Langá, Laxfossi, Mai, Mánafossi, Múlafossi, Mælifelli, Reykjafossi, Selá, Selfossi, Sigurði, Skafta- felli, Skógafossi, Sólbak, Tungufossi, Úranusi, Vigra, Þorkeli mána, Þormóði goða, Þór, Ægi. (130)

x

Veðráttan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.