Veðráttan - 02.12.1972, Page 35
1972
VEÐRÁTTAN
Ársyfirlit
Háloftaathuganir voru sem fyrr gerðar á Keflavíkurflugvelli tvisvar á sólarhring.
Heildarfjöldi háloftaathugana á árinu varð 719, en háloftavindaathugana 709.
Jaröskjálftamœlar eru á eftirtöldum stööum: Reykjavík (Sjómannaskólanum), Akur-
eyri, Eyvindará, Kirkjubæjarklaustri, Vík og Rjúpnagili við Höfðabrekkujökul.
Cftvarp veðurfregna og útgáfustarfsemi.
Útvarpstímar veöurfregna voru sem hér greinir: kl. 100, 430, 7 00 (nema á sunnudög-
um), 815 (kl. 810 á sunnudögum), 1010, 1225, 1615 (1655 á sunnudögum), 1845, 1855
og 2215.
Kl. 1845 var eingöngu útvarpað veðurathugunum á einstökum stöðvum, kl. 100 og
1010 var bæði útvarpað veðurathugunum, almennri lýsingu og veðurspám, en á öðrum
timum var útvarpað almennri veðurlýsingu og veðurspá fyrir landið, miðin, Austurdjúp og
Færeyjadjúp og kl. 100 og 12 25 einnig fyrir hafið sunnan og suðvestan við landið. Spá var
gerð fyrir Jónsmið frá 23. mai til 25. september.
Auk þessara veðurfrétta var veðurspám fyrir djúpmið útvarpað á íslenzku og ensku í
loftskeytalykli kl. 530, 1130, 1730 og 2330 og veðurspá fyrir Grænlandsmið kl. 1130 og
2330. Veðurspám, sem gilda tvo sólarhringa, var útvarpað kl. 1855 og 2215.
Veðurfréttir birtust í sjónvarpi alla daga, sem sjónvarpað var.
VeÖráttan. Prentuð voru mánaðaryfirlit frá júlí 1971 til maí 1972 og ársyfirlit fyrir
árið 1971. Ljósprentuð voru eftirtalin eldri hefti Veðráttunnar, en upplag þeirra var þrot-
ið: janúar, júní, ágúst og ársyfirlit 1936, júní, október og ársyfirlit 1937 og marz og mai ’39.
Mánaöar-yfirlit fyrir fjórar veðurstöðvar voru unnin sérstaklega um hver mánaðamót
og send áskrifendum.
Á árinu voru gefin út 32 vottorð um veður til notkunar í opinberum málum.
Upplýsingar um jaröskjálfta (Preliminary Seismogram Readings) voru sendar vikulega
til helztu erlendra miðstöðva fyrir jarðskjálftamælingar og annarra, sem óska slikra
upplýsinga.
Gefin var út á árinu ritgerð um uppgufun á Islandi eftir Markús Á. Einarsson. Er hún
rituð á ensku og nefnist „Evaporation and Potential Evapotranspiration in Iceland". Rit-
gerðin birtist einnig nokkuð stytt í timaritinu „Nordic Hydrology".
Alþjóðasamstarf.
Veðurstofustjóri sótti fund haldinn á vegum Alþjóðaflugmálastofnunarinnar um starfs-
tilhögun veðurskipa á Norður-Atlantshafi í París 7.-24. marz, fund svæðissamtaka Evrópu
á vegum Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar i Luzem 19,—25. apríl, fund hafveðurfræði-
nefndar Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar í Tokyo 2.—21. október og fundi veðurstofu-
stjóra Vestur-Evrópu í Zurich 26. april og Dublin 28. september.
Flosi Hrafn Sigurðsson sótti fundi norrænnar samstarfsnefndar, er fjallar um athug-
anir á loftborinni brennisteinsmengun og sýrustigi úrkomu. Fundirnir voru haldnir i
Kaupmannahöfn 26.-27. janúar og í Helsingfors 19,—20. október.
Markús Á. Einarsson sótti ráðstefnu um úrkomu í fjalllendi, sem haldin var á vegum
Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar i Geilo, Noregi 31. júlí—5. ágúst.
Ýmislegt.
Upplýsingastarfsemi og sérstök verkefni: Frá 1. október 1971 var á veðurfarsdeild tek-
in upp skráning fyrirspuma og sérstakra verkefna. Frá þeim tima og til ársloka 1972 bár-
ust deildinni alls 365 fyrirspurnir eða verkefni af ýmsu tagi, sem ýmist var svarað munn-
lega, bréflega eða í formi vottorða eða greinargerða. Markús Á. Einarsson flutti erindi á
námskeiði Arkitektafélags Islands í febrúar og hjá Hinu íslenzka náttúrufræðifélagi í
apríl. Einnig ritaði hann samkvæmt beiðni greinar í ferðamálaritið „Welcome to Iceland"
og Handbók bænda.
Áhaldadeild vann að margháttuðum mælingum og rannsóknum í samvinnu við og á
vegum ýmissa stofnana. Á vegum Rannsóknaráðs rikisins og í samvinnu við Rannsókna-
stofnun iðnaðarins, Raunvísindastofnun háskólans og Landssíma Islands var unnið að
mælingum á loftborinni brennisteinsmengun og súmun úrkomu á Rjúpnahæð við Reykja-
vík. Var safnað daglegum sýnum vegna þessara mælinga, sem eru liður i víðtækri rann-
sókn, er Nordforsk og Efnahags- og framfarastofnun Evrópu standa að. Unnið var úr
ýmsum míkróveðurfræðilegum athugunum, sem gerðar voru í tengslum við skipulag Akur-
eyrar. Fyrir Vegagerð rikisins var sumarið 1972 hafizt handa um sérstakar vindmælingar
við Borgarfjörð. Var vindmælum komið fyrir í Borgamesi og á Seleyri undir Hafnarfjalli.
Eru mælingar þessar gerðar vegna fyrirhugaðrar brúargerðar yfir fjörðinn. Síðla hausts
(131)