Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.08.1979, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.08.1979, Blaðsíða 1
VEÐRÁTTAN 1979 mAnasaryfiulit samið A veðurstofunni Ágúst TlOarfar var mjög óhagstætt til heyskapar um norðaustanvert landið. Á Suður- og Vesturlandi var heyskapartíð aftur á móti góð og nýting heyja með besta móti, en heyfengur með minna móti vegna lélegrar sprettu. Fyrstu 5 daga mánaðarins var hægviðri um allt land. Vestanlands var víða léttskýjað fyrstu 2 dagana, en annars var yfirleitt skýjað, en þurrt veður. Dálitil úrkoma var þó þ. 2. suðaustanlands. Þessa daga var hæð yfir Norður-Grænlandi, en lægð fyrir sunnan land. Hitastig var l°-3° lægra en í meðalárferði . Dagana 6.-9. var norðan- og norðaustanátt, kaldi eða stinningskaldi, hérlendis. Þ. 6. var lægð nálægt Færeyjum og þokaðist hún norður á bóginn daginn eftir og þ. 8. og 9. var lægðarsvæði skammt út af austurströnd íslands. Norðan- og austanlands var úr- komusamt þessa daga og einkum rigndi mikið seinni hluta þ. 6. og þ. 7. á Norðaustur- landi og á norðanverðum Austfjörðum. Sunnan- og vestanlands var aftur á móti viða léttskýjað. Hiti var l°-2° lægri en að tiltölu þessa 4 daga. Þ. 10. var lægðarsvæði fyrir sunnan land og þokaðist það nær landinu daginn eftir. Úrkomusvæði fór norður yfir landið þ. 12., en sjálf lægðarmiðjan var skammt suðvestur af Reykjanesi fram til þ. 14. Vindur þessa daga var yfirleitt milli suðausturs og austurs og úrkoma um mestallt land þessa 5 daga. Einkum rigndi mikið á Suðausturlandi þ. 11. og 12. Hitastig var 1%° lægra en venjulega þ. 10., en nálægt meðallagi þ. 11.-14. Nokkuð kólnaði í veðri með norðanátt þ. 15. og var 2° kaldara en venja er þ. 15.-16. Lægð, sem verið hafði suðvestur af Reykjanesi, þokaðist austur með suðurströnd lands- ins og síðan norður í átt til Jan Mayen. Norðan lands var skýjað veður og lítils háttar rigning fyrri daginn, en þ. 16.-17. var hægviðri um allt land. Fyrri daginn voru smá- skúrir vestan lands og norðan, en yfirleitt þurrviðri þ. 17. og á Suðausturlandi og Aust- fjörðum var léttskýjað þann dag. Hiti var í réttu meðallagi þ. 17., en daginn eftir var 1° hlýrra en venja er og var það hlýjasti dagur mánaðarins að tiltölu. Þann dag var smálægð vestan við Island og þokaðist úrkomusvæði austur yfir landið þ. 18. Var suð- austankaldi með rigningu hérlendis þann dag, en daginn eftir var smálægð yfir land- inu á hægri hreyfingu austur, og hægviðri og skúrir um mestallt landið. Hitastig var í meðallagi þ. 19. Dagana 20.-22. var norðaustanstrekkingur með töluverðri úrkomu norðan lands, en bjartviðri sunnan fjalla. Nokkuð kólnaði og var hiti l%°-2%° lægri en venja er þessa daga, en þ. 23.-25. var 1° kaldara en í meðalári. Yfir Skotlandi var lægð, sem þokaðist norður á bóginn þ. 21. og 22., en næstu daga var lægðarsvæði suður af landinu. Var hægur vindur og breytileg átt þ. 23.-27. með litilsháttar rigningu austan lands og sunnan. Hitastig þ. 26.-27. var nálægt meðallagi. Þ. 28. dýpkaði lægðin, sem var fyrir sunnan land ,og þokaðist nær landinu og siðan norðaustur í átt til N-Noregs. Hvessti af austri með rigningu um allt land þ. 28., en daginn eftir snerist vindur meira til norðausturs og létti þá til sunnanlands, en norðan- lands voru enn skúrir á annesjum og einnig á Suðausturlandi. Þ. 30. voru smálægðir yfir landinu, en um kvöldið þ. 31. nálgaðist lægð suðausturströndina sunnan úr hafi. Þessa 2 síðustu daga mánaðarins var hæg suðaustan átt hér á landi með nokkurri úr- komu á Suðurlandi. Hitastig var 2%°-3%° lægra en í meðalári og var næstsíðasti dagur mánaðarins kaldasti dagurinn í ágúst. (57)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.