Veðráttan - 01.08.1979, Blaðsíða 2
Ágúst
VEÐRÁTTAN
1979
Loftvægi var 0.7 mb hærra en meðallag, frá 0.2 mb lægra en meðallag á Höfn í
Hornafirði að 1.4 mb ofan við meðallag á Galtarvita og Hornbjargsvita. Hæst stóð
loftvog 1025.1 mb á Vopnafirði þ. 31. kl. 9-15, en lægst 989.8 mb á Keflavíkurflugvelli
þ. 13. kl. 9.
Hiti var 1.3° neðan við meðallag. Á Norðausturlandi, útsveitum á Fljótsdalshéraði
og Austfjörðum var yfirleitt um 2°-2%° kaldara en í meðalári, en hlýjast var í lág-
sveitum Árnes- og Rangárvallasýslna sem og á Reykjanesi, en þar var hiti um
undir meðallagi.
Úrkoma var 57% meðalúrkomu. Mest að tiltölu var hún á Norðausturlandi, þar sem
hún var sums staðar um 1% sinnum meðalúrkoma. Annars staðar á landinu var hún
minni en í meðalári og minnst að tiltölu um vestanvert Norðurland, í Isafjarðarsýsl-
um, á Snæfellsnesi og Borgarfirði og austanverðu Suðurlandsundirlendi, en á þessum
svæðum var úrkoman minni en helmingur þess, sem venjulegt er. Úrkomudagar voru
allt að 9 fleiri en í meðalári á Norðausturlandi, Fljótsdalshéraði og Suðausturlandi, en
annars staðar voru þeir færri en í meðalári, venjulega 4-6 dögum færri.
Þoka var venju fremur algeng um norðanvert landið og á Suðausturlandi, en sjald-
gæfari víðast hvar annars staðar. Um þoku var getið alla daga mánaðarins. Þ. 25. og
26. var þoka á 28-30 stöðvum, þ. 24. á 23 stöðvum, þ. 6., 14. og 27. á 16-18 stöðvum,
þ. 5., 7., 15., 20., 23. og 28. á 10-14 stöðvum og aðra daga mánaðarins á 1-9 stöðvum.
Þrumur heyrðust á Síðumúla þ. 14.
Vindar. Norðanátt var langtíðust að tiltölu í mánuðinum, en suðaustanátt var einnig
venju fremur algeng. Suðvestanátt var fátiðust að tiltölu og einnig var logn mjög
fátítt, miðað við það sem venjulegt er í ágústmánuði.
Snjólag. Alautt var allan mánuðinn á öllum stöðvum nema á Grímsstöðum, þar sem
alhvitt var þ. 30.
SkaSar. Litil flugvél skemmdist nokkuð í lendingu á Bakkafirði þ. 13. vegna hliðar-
vinds.
Framhald á bls. 61/.
Stormar.
VEDURHÆD 9 VINDSTIQ VEÐURHÆD 10 VINDSTIQ EDA MEIRA EDA MEIRA .. SI Wind force 10 s Q fa u • VEDURHÆD 9 VINDSTIQ EDA MEIRA 2 o W ÍO S Q h to * VEDURHÆD 10 VINDSTIG EDA MEIRA Wind force ^ 10
12. 1
21. 3 27. i
22. 2 Vm. N-NNE 10. cd CSJ i
*) Number of stationa with wind force ^ 9.
(58)