Veðráttan - 02.12.1979, Blaðsíða 1
VEBRÁTTAN 1979
Arsyfirlit samið A veðurstofunni
Tíðarfarsyfirlit
TÍÖarfariO var óhagstætt nema 3 síðustu mánuðina og á sunnanverðu landinu var hey-
skapartíð góð.
Loftvægi var 0.4 mb undir meðallagi frá 0.5 mb yfir meðallagi á Galtarvita að 1.3 mb
undir því á Höfn í Hornafirði. Hæst stóð loftvog 1039.8 mb á Vopnafirði nóttina 6.-7.
april, en lægst 945.0 mb á Gufuskálum 2. desember kl. 2.
Hiti var 2.1° undir meðallagi og er þetta kaldasta ár frá 1892 að telja. Þess ber þó að
geta að samanburðurinn við árin fram til 1920 byggir á fáum veðurstöðvum. Kaldast var í
innsveitum á Norðausturlandi, 2%°—3° undir meðallagi. Mildast var á norðvestanverðu
landinu og við suðurströndina, en þar var hitinn víða 1%°—2° undir meðallagi. Árssveifla
hitans var mest 18°—19° í uppsveitum norðaustanlands, minnst var hún 10%° á tveimur
stöðvum við austurströndina. Um mestan hluta landsins var hún 13° —16°.
Úrkoma var 89% af meðalúrkomu. Hún var meiri en í meðalári norðaustanlands og á
fáeinum stöðvum í öðrum landshlutum, en annars undir meðallagi, víðast 60—90% af
meðalúrkomu. Mest var ársúrkoman á Kvískerjum 3410 mm, en minnst I Forsæludal
311 mm. Mesta sólarhringsúrkoma 243 mm mældist 1. október á Kvískerjum og er það
mesta sólarhringsúrkoma sem mælst hefur hér á landi. Heildarúrkoma á Kvískerjum
í október var 772 mm og er það mesta mánaðarúrkoma sem mælst hefur á landbau. Sól-
arhringsúrkoma fór yfir 100 mm í 11 skipti og var milli 50 og 100 mm í 86 skipti.
Sólskin. I Reykjavík voru sólskinsstundir 1496 eða 247 umfram meðallag. Á Akureyri
voru þær 872 eða 90 færri en í meðalári.
Veturinn (des. 1978—mars 1979). Desember var hagstæður en siðari mánuðirnir óhag-
stæðir nema helst febrúar. Hiti var 2.1° undir meðallagi og var kaldast á Norðaustur-
og Suðvesturlandi, allt að 3° kaldara en í meðalári. I 43 daga var hitinn 5°—11° undir
meðallagi og í 41 dag frá meðallagi að 4° undir því. 24 daga var 1°— 4° hlýrra en í með-
alári og í 13 daga var hitinn 5°—8° yfir meðallagi. Orkoma var % af meðalúrkomu. Hún
var víðast innan við meðallag nema á tveimur svæðum á Norðaustur- og Austurlandi,
þar sem hún var frá meðallagi að rösklega % umfram það. Minnst var úrkoman um
miðbik Norðurlands, 35—40% af meðalúrkomu.
Vorið (apríl—maí) var mjög óhagstætt. Hiti var 3.3° undir meðallagi. Kaldast var
norðaustan til á landinu, víðast 4°—5° undir meðallagi, en mildast á Suður- og Vestur-
landi, víðast 2%°—3° kaldara en i meðalári. 1 24 daga var 5°— 8° kaldara en í meðalári
og í 32 daga var hiti frá meðallagi að 4° undir því. 1 5 daga var hiti 1°—5° yfir meðal-
lagi. Úrkoma var 72% af meðalúrkomu. Norðanlands var hún yfirleitt frá meðallagi
að tvöfaldri meðalúrkomu. Annars staðar var úrkoma minni en í meðalári og allviða
sunnan til á landinu og á Vesturlandi aðeins 30—50% af meðalúrkomu.
Sumarið (júni—sept.) var mjög óhagstætt um norðaustanvert landið, en heyskapartíð
var góð í júlí og ágúst á Suður- og Vesturlandi. Hiti var 1.9° undir meðallagi. Á Norð-
austur- og Austurlandi var yfirleitt 2°—2%° kaldara en í meðalári, annars staðar á
landinu var hiti viðast 1%°—2° undir meðallagi. í 8 daga var hiti 5°—6° undir meðallagi
og i 96 daga frá meðallagi að 4° undir því. 1 18 daga var 1°—4° hlýrra en í meðalári.
Úrkoma var í meðallagi. Hún var frá 60% af meðalúrkomu og upp í meðallag með
ströndum fram vestan lands, á Suðausturlandi, Austfjörðum og á nokkrum stöðvum i
uppsveitum austanlands og norðan. Annars staðar var hún viðast frá meðallagi að 40%
umfram meðallag.
Haustið (okt.—nóv.) var hagstætt. Hiti var 0.7° undir meðallagi. Um allt land var
kaldara en i meðalári. Á nokkrum stöðvum á Vestur- og Norðvesturlandi og við suðaust-
urströndina var vik hitans frá meðallagi innan við %°, en víðast var hann %°—1° undir
meðallagi. I 6 daga var hiti 5°—7° undir meðallagi og i 36 daga frá meðallagi að 4° undir
þvi. I 19 daga var 1°—6° hlýrra en í meðalári. Urkoma var rétt yfir meðallagi (101%).
Á suðaustanverðu landinu, með ströndum fram suðvestanlands og á nokkrum stöðvum
við norður- og vesturströndina var hún frá meðallagi að 70% yfir því, og í Vestmanna-
eyjum var meira en tvöföld meðalúrkoma. Annars staðar var úrkoma á bilinu 30—90%
af meðalúrkomu.
(97)