Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.03.1981, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.03.1981, Blaðsíða 1
VEÐRÁTTAN 1981 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐVRSTOFUNNI Mars Tíöarfarið var óhagstætt um allt land. Kalt var og snjóþyngsli umtalsverð nema á Suðvesturlandi. Færð tafsöm og gæftir slæmar. Mikil svellalög á túnum og í úthögum. Fyrstu tvo daga mánaðarins var hæg austlæg átt á landinu og fremur hlýtt. Frostlaust var sunnantil og einnig að deginum norðantil. Orkomulaust var að mestu fyrstu tvo dagana. Aðfaranótt þ. 3. olli lægðardrag við suðurströndina talsverðri úrkomu, slyddu og rigningu sunnanlands, en éljagangur var norðantil. Síðdegis þ. 3. létti til um stundar- sakir á Norðurlandi um leið og lægðardragið tók að dýpka við suðurströndina en þvi fylgdi talsverð snjókoma og slydda þá um nóttina og fram eftir degi þ. 4. Dagana 4.-9. var kalt í veðri. Lægðardragið þokaðist austsuðaustur. Vindátt var norð- austlæg oftast kaldi eða stinningskaldi, nema þ. 5. og 6. var hvasst víða um land og sums staðar stormur á annesjum norðanlands. Snjókoma var mikil á Vestfjörðum og á Nórðurjandi allt austur á Hérað, en sunnanlands var þurrt og víða léttskyjað. Aðfara- nótt þ. 7. dró úr veðurhæðinni og snjókoman minnkaði nema á Vestfjörðum var áfram mikil snjókoma og fram á næsta dag. Að kvöldi þ. 8. var veðrið að mestu gengið niður og vindátt var orðin austlæg og úrkoma lítil. Síðdegis þ. 9. þykknaði upp á Suður- og Suðvesturlandi og fór að rigna um kvöldið. Kröpp lægð hafði myndast suðvestur af landinu. Hlýnaði mjög í hvassri suðaustanátt og varð úrkomu vart í öllum landshlutum. Lægðin hreyfðist hægt austur og hreyfðust skil hennar norður yfir landið aðfaranótt þ. 11. með mikilli úrkomu. Næstu daga var milt veður á landinu, hæg breytileg átt og skýjað með dálitilli úr- komu á víð og dreif um landið, oftast rigning, en þó voru snjóél viða á annesjum norðan- til. Þokubakkar lágu við suðausturströndina á þessu timabili. Þ. 14. var hæð fyrir suðvestan landið og lá hæðarhryggur norður á Grænlandshaf, sem olli hvassri norðvestanátt með éljagangi um vestanvert landið fyrst i stað, en siðdegis lægði. Um nóttina var frost viðast hvar töluvert. Síðdegis þ. 15. fór að þykkna upp vestantil með ört vaxandi lægð vestur af landinu. Hreyfðist hún hægt austur og síðar suðaustur yfir landið. þ. 16. og 17. og fylgdi henni mikið úrfelli um allt land. I kjölfar þess að lægðin þokaðist austsuðaustur og varð kyrrstæð milli Islands og Noregs gekk í garð einn versti kuldakafli mánaðarins. Hvöss norðan- og norðaustanátt var um allt land dagana 17.—18. Snjókoma eða éljagangur var víða um land einkum voru mikil hriðarveður á Austur- og Norðausturlandi og á Vestfjörðum þessa daga. Þ. 19. lægði i bili og iétti þá til um sunnan- og vestanvert landið en í öðrum landshlut- um gekk á með éljum. Síðdegis þ. 20. hvessti aftur að norðaustan og var strekkings vindur um allt land næstu fjóra sólarhringa. Snjókoma var mikil austast á landinu þessa daga en í öðrum landshlutum voru él, nema á Suðurlandi var úrkomulaust að mestu. Um kvöldið þ. 23. lægði og vindátt varð austlægari og hríðarveðrinu slotaði. Dagana 24.-28. hlýnaði mjög um allt land með eindrægri austan og suðaustanátt, oft hvassri syðst. Urkomu var víða vart um landið en í litlu magni, nema þ. 26. þokaðist úrkomusvæði norður yfir landið og féll þá víða mjög mikil úrkoma austan- og suðaust- anlands mest sem slydda. Þ. 27. var vindátt suðaustlæg og hæg sunnantil en norðan- lands var hæg breytileg átt. Aðfaranótt þ. 28. nálgaðist úrkomusvæði að suðaust- an og þokaðist það norðvestur yfir landið. Orkomu varð vart á öllu. landinu og í mjög miklum mæli á Austur- og Suðausturlandi. Þ. 29. var skýjað og víða dálítil rigning. Um kvöldið nálgaðist landið djúp lægð úr suðvestri og fóru skil hennar norðaustur yfir landið um nóttina en lægðin varð eftir á Grænlandshafi. Næstu daga var fremur hlý sunnan- og suðvestanátt á landinu. Á Norður- og Norðausturlandi létti til síðdegis þ. 30. en þá um nóttina tók að hvessa mjög að suðaustan syðst á landinu er skil nálguðust landið að sunnan og þokuðust norðaustur yfir það með mikilli úrkomu á Suðausturlandi. Loftvcegi var 3.1 mb undir meðallagi, frá 5.8 mb undir meðallagi á Höfn að 0.3 mb yfir þvi á Hornbjargsvita. Hæst stóð loftvog 1031.3 mb í Grímsey þ. 3. kl. 12 en lægst 964.1 mb í Vestmannaeyjum þ. 10. kl. 21. Vindar: Norðaustanátt var tíðust miðað við meðallag en norðan- og austanáttir voru einnig algengar. Sunnan- og suðvestanáttir voru fremur fátíðar. VeOurhceG: I Vm. komst veðurhæð í 11 vindstig 6 daga þ. 4., 6., 11., 17., 24. og 29., (17)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.