Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.05.1981, Síða 1

Veðráttan - 01.05.1981, Síða 1
VEÐRÁTTAX 1981 MÁNAÐARYFIRLIT SA.MII> A VEiMJRSTOFdVNI Maí Mánuðurinn var hægviðrasamur og þurr og fremur kalt var einkum norðanlands. Sauðburður fór víðast hvar fram í húsum og búfé var á fullri gjöf mesf allan mánuð- inn vegna gróðurleysis. Kalskemmdir í túnum voru umtalsverðar. Gæftir voru með ágætum. Þ. 1. var hægviðri og léttskýjað austantil á landinu en vestantil var hæg suðvestanátt og víða úrkoma þegar leið á daginn, einkum á Vestfjörðum. Á hádegi þ. 2. var komin suðlæg átt um allt land. Lægð nálgaðist landið úr suðvestri og fór að rigna um nóttina við suðurströndina, en lægðin þokaðist síðan til suðausturs og varð þvi ekki vart úr- komu annars staðar. Dagana 3.-8. var austan- og norðaustanátt á landinu og milt veður sunnantil en heldur kaldara norðantil. Þ. 3. var talsvert úrfelli um vestanvert landið og varð úrkomu vart um allt land þann dag. Þ. 4. var einnig mikil úrkoma um land allt, rigning sunnan- til en slydda eða snjókoma norðantil. Kólnaði nokkuð um leið og vindur snérist til norð- austurs. Dró ekki verulega úr úrkomunni sunnantil fyrr en aðfaranótt þ. 5. en áfram voru lítilsháttar él norðantil. Hélst þurrt að mestu sunnan jökla næstu tvo daga en fyrir norðan gekk á með smáéljum. Þ. 7. hvessti að norðan og jókst éljagangurinn talsvert fyrir norðan en sunnanlands var þurrt og að mestu léttskýjað. Þ. 8. gekk norð- anáttin niður og háþrýstisvæði yfir Grænlandi þokaðist austur og lá suður um Island og var hæg breytileg átt á landinu og léttskýjað að mestu en fremur kalt. Um hádegi þ. 9. fór að þykkna upp með sunnan kalda vestast á landinu og lægð nálg- aðist landið að suðvestan. Hlýnaði mjög og fór að rigna að morgni þ. 10. þegar skil þokuðust inn á landið vestanvert. Þau hreyfðust hægt austur yfir landið næsta sólar- hring og varð úrkomu vart í öllum landshlutum nema á Suðausturlandi. Næstu tvo daga var mild suðlæg átt á landinu og þurrt að mestu um állt land og viða léttskýjað. Síðdegis þ. 12. fór að rigna sunnantil á landinu þegar lægðardrag sunnan úr hafi teygði sig inn á landið. Hvessti að norðaustan um stundarsakir á Vestfjörðum og snjóaði þar, en annars staðar var hæg austlæg átt og súld til landsins en þokubakkar við strend- ur. Næstu tvo daga hélst veður svipað nema á Vestfjörðum, þar gekk norðaustanáttin niður. Að kvöldi þess 14. myndaðist lægð við suðvesturströndina, þokaðist hún norður yfir landið og olli talsverðri úrkomu um sunnan- og vestanvert landið. Dagana 15.—21. var nokkuð hlýtt á öllu landinu, og var þokuloft á hafinu umhverfis landið. Dagana 15.—16 var aðgerðarlítið veður og víða léttskýjað nema á stöku stað við ströndina voru þokubakkar. Aðfaranótt þ. 17. þykknaði upp og varð dálítil úr- koma við strendur Suður- og Austurlands í austan golu næstu tvo sólarhringa. Skýjað var og létti einungis til á stöku stað að deginum í innsveitum norðanlands. Síðdegis þ. 19. létti til og var hægviðri og úrkomulítið dagana 20. og 21., og veður fór kólnandi einkum fyrir norðan og vestan. Þ. 22. fór að rigna við Austur- og Suðurströndina í hægt vaxandi austanátt en næsta morgun snérist vindur til norðurs þegar smálægð myndaðist við austurströndina og þokaðist siðan vestur yfir landið sunnanvert. Orkomu varð vart í öllum landshlutum en víðast hvar var hún mjög litil. Dagana 24,—31. var hæg austan- og norðaustanátt og svalt á landinu og var það ennþá umgirt þokulofti. Dagana 24.-27. var úrkomulaust víðast hvar nema á Austurlandi var súld eða rigning. Árdegis þ. 28. féll talsverð úrkoma á Suður- og Austurlandi þegar grunn lægð myndaðist yfir sunnanverðu landinu. Næstu tvo daga var skýjað og kyrrt veður og voru skúraleiðingar á Suður- og Austurlandi en þurrt að mestu annars staðar. Aðfaranótt þ. 31. herti vindinn aðeins um leið og vindátt snérist til norðausturs. Létti þá til sunnanlands en Htilsháttar snjóél voru norðanlands. Loftvægi var 2.5 mb undir meðallagi, frá 3.4 mb undir meðallagi í Reykjavik að 1.1 mb undir meðallagi á Vopnafirði. Hæst stóð loftvog, 1029.9 mb, á Hornbjargsvita þ. 8. kl. 13 og í Grímsey þ. 8. kl. 09, en lægst, 994.5 mb, í Vestmannaeyjum þ. 2. kl. 24 og þ. 3. kl. 03. (33)

x

Veðráttan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.