Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1981, Blaðsíða 32

Veðráttan - 02.12.1981, Blaðsíða 32
Ársyfirlit VEÐRÁTTAN 1981 Veðurstöðvar. Athugunarmenn: 1 byrjun júní tók Ámundi Sigurðsson bóndi í Þverholtum við úr- komumælingum þar af Sigurði föður sínum. Um miðjan júní hætti Sólveig Sigurvins- dóttir að gera veðurathuganir í Búðardal, en hún hafði annast þær þar frá 1974. Við starfinu tók Anna Flosadóttir. Seinni hluta júlímánaðar hætti Jón Þórarinsson bóndi á Hjaltabakka veðurathugunarstarfi og stöðin var flutt að Blönduósi, við starfinu tók Sesselja Svavarsdóttir. Jón hafði gert athuganir frá 1967. Sesselja Sveinsdóttir tók við starfi athugunarmanns í Stykkishólmi í ágúst, en þá lét Elsa Valentínusdóttir af starfi. Hún hafði gert athuganir frá 1966. Nýjar stöðvar og breytingar á eldri stöövum: Frá og með 18. febr. var bætt við veðurathugunum og veðurskeytasendingum kl. 6 að morgni á Kambanesi. 1 júnímánuði var sett á stofn ný veðurathugunarstöð að önnuparti í Þykkvabæ. Hér er um að ræða veðurfarsstöð og athuganir gerðar kl. 9, 15 og 21. Athugunarmaður er Hörður Júlíusson. Snemma í október var úrkomumælingum hætt að Búð í Þykkvabæ. I lok októbermánaðar var hætt að gera veðurathuganir að Fitjum í Skorradal. Öreglulegar stöövar: Athuganir voru gerðar í Heiðmörk mánuðina maí til október og á Korpúlfsstöðum maí til september. Eftirlitsferöir: Starfsmenn Veðurstofunnar heimsóttu eftirtaldar stöðvar á árinu: Akureyri (lögreglustöð), Akureyri (Vökuvelli), Andakílsárvirkjun, Arnarstapa, Bjólu, Blesastaði, Blönduós, Brekku, Búð Búðardal, Fagurhólsmýri, Flatey, Galtarvita, Gufu- skála, Haukatungu, Heiðmörk, Hjaltabakka, Hjarðarfell, Hóla í Hornafirði, Hólm, Hvanneyri, Hveravelli, Hæl, Höfn, írafoss, Korpu, Kvísker, Máskeldu, Meðalfell, Miðfell, Mýrar, Möðruvelli, Reykhóla, Reyki í ölfusi, Sámsstaði, Skaftafell, Stykkishólm, Tjörn, Torfufell, Vagnstaði, Vatnsskarðshóla og önnupart. Atliuganir á skipum: Á eftirtöldum skipum voru gerðar athuganir og skeyti send: Apríl, Álafossi, Arnarfelli, Árna Friðrikssyni, Bakkafossi, Bifröst, Bjarna Sæmundssyni, Bæjarfossi, Dettifossi, Dísarfelli, Eldvik, Engey, Eyrarfossi, Fjallfossi, Freyfaxa, Goða- fossi, Goðanum, Grundarfossi, Guðsteini, Hafþóri, Háafossi, Harðbak, Helgafelli, Helgey, Hofsjökli, Hvassafelli, Ingólfi Arnarsyni, Irafossi, Isnesi, Jóni Finnssyni, Jökulfelli, Kaldbak, Lagarfossi, Langá Laxá, Laxfossi, Mánafossi, Múlafossi, Mælifelli, Rangá, Selá, Selfossi, Selnesi, Sigurði, Skaftafelli, Skaftá, Skeiðsfossi, Sléttbak, Snorra Sturlusyni, Stuðlafossi, Suðurlandi, Svani, Sögu, Tungufossi, Úðafossi, Urriðafossi, Vesturlandi, Viðey, Vigra og Ögra. Auk þess komu skeyti frá skipum Landhelgisgæslunnar, Óðni, Tý, Þór og Ægi. Háloftaathuganir voru gerðar tvisvar á sólarhring á Keflavíkurflugvelli. Heildarfjöldi athugana varð 726 og athuganir á vindi jafnmargar. Jaröskjálftamœlar voru á eftirtöldum stööum: Reykjavík, Síðumúla, Hrauni á Skaga, Hveravöllum, Grímsey, Akureyri, Eyvindará, Kirkjubæjarklaustri, Kvískerjum og Leir- höfn. Þenslumælar voru á eftirtöldum stööum á Suöurlandi: Stórólfshvoli, Hellu, Saurbæ í Holtum, Búrfellsvirkjun, Gljúfurleit við Þjórsá, Jaðri i Hrunamannahreppi, Skálholti og Riftúni í ölfusi. Mælar þessir eru steyptir niður í djúpar borholur og eru tengdir við skrifara á yfirborðinu, og er tilgangurinn með þeim að meta hægfara breytingar á spennuástandi jarðskorpunnar á þessu svæði. Gagnaöflun og álitsgerö vegna mannvirkjageröar: Eins og mörg undanfarin ár fékkst áhaldadeild við gagnaöflun og álitsgerð vegna ýmisskonar mannvirkjagerðar. Þannig var að ósk Raflínunefndar safnað tiltækum gögnum um hámarksvindhraða og hættu- legustu ísingaráttir á línuleið fyrirhugaðrar 132 kV háspennulínu frá Sigöldu til Horna- fjarðar og gerðar tillögur um hönnunarvindhraða. Á vegum Staðarvalsnefndar voru í september settir upp síritandi vindátta- og vindhraðamælar að Ytri-Bakka i Arnar- neshreppi við Eyjafjörð, Héðinshöfða á Tjörnesi og Sómastaðagerði í Reyðarfirði. Á síðastnefnda staðnum var einnig settur upp síritandi vindhviðumælir. Skulu mælingar þessar standa í tvö ár og ljúka með skýrslugerð. Að ósk Flugmálastjórnar voru settir upp síritandi vindátta- og vindhraðamælar í námunda við Hólmavík og Hvammstanga í október og Kirkjubæjarklaustur í nóvember. Er ætlunin að mælingar standi í eitt ár til könnunar á flugvallarskilyrðum. (128)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.