Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1981, Blaðsíða 34

Veðráttan - 02.12.1981, Blaðsíða 34
Ársyfirlit VEÐRÁTTAN 1981 Alþjóðasamstarf. Fram var haldiö þátttöku í COST-43, samstarfi Evrópuríkja á sviði tækni og visinda að því er varðar sjálfvirkar veðurstöðvar á sjó. Gerðist Island á árinu formlegur aðili að samningi um þetta samstarf. Gengið var frá óformlegu samkomulagi milli Chr. Michelsens Institutt í Bergen, Meteorological Office í Bracknell og Veðurstofunnar um tveggja ára rekstur sjálfvirks veðurdufls (ODAS-451) tæpar 200 sjómílur SSV af Hornafirði. Veðurduflinu var lagt við stjóra 10. nóvember á 61°36'N og 13°25'W. Það sendir veðurskeyti á þriggja stunda fresti sem tekið er á móti í Reykjavík og dreift þaðan til útlanda. Fyrir atbeina Veðurstofu Islands voru tvö rekdufl í eigu norsku veðurstofunnar sjósett frá M/S Bakkafossi þ. 16. okt. á 63°09'N og ^S^O^'W og þ. 17. okt. á 61°24'N og 35°00’W. Duflin sendu upplýsingar um loftþrýsting, sjávarhita og staðsetningu um gervitungl til móttökustöðvar. Borgþór H. Jónsson sótti fund norrænnar samstarfsnefndar um samræmingu flug- veðurþjónustu í Kaupmannahöfn 26.-28. janúar. Flosi Hrafn Sigurðsson sótti fjóra fundi er fjölluðu um málefni COST-43, stjórnar- nefndarfund í Briissel 19. og 20. maí, samstarfsnefndarfund i Bergen 21. og 22. maí er fjallaði um rekstur veðurbaujunnar suður af Hornafirði, stjórnarnefndarfund i Briissel 7. des og í framhaldi af honum fund um samstarf á norðursvæði samtakanna (Island—Ey strasalt) 8.des. Hlynur Sigtryggsson sótti fund veðurstofustjóra í Vestur-Evrópu í Miinchen 8,—10. april, ráðstefnu um veðurathuganir á heimshöfunum 7.—11. sept. og áttunda þing „Commission for Marine Meteorology" 14.-21. sept., hvorutveggja í Hamborg, fund norrænna veðurstofustjóra í Helsingfors 23.-25. sept. og stjórnarfund Evrópumiðstöðvar um meðaldrægar veðurspár í Reading 18. og 19. nóv. (áheyrnarfulltrúi). Markús Á. Einarsson sótti fræðsluþing í Vín 22.-27. júní á vegum Alþjóðaveður- fræðistofnunarinnar og Ameriska veðurfræðifélagsins og flutti þar erindi um aðferð við endurskoðun spásvæða á Islandi. Hann sat einnig fund stjórnarnefndar veðurskip- anna á Norður-Atlantshafi (NAOS) í Genf 30. júní til 3. júlí. Ragnar Stefánsson dvaldi við rannsóknarstörf við Carnegie Institute í Washington D.C. 10. febrúar—4. apríl. Hann sótti einnig fund nefndar er fjallar um jarðskjálfta- rannsóknir á vegum Evrópuráðsins. Fundurinn var haldinn í Strassborg 9,—11. des. Þór Jakobsson sótti þing Alþjóðasamtaka um rannsóknir á sviði veðurfræði og eðlis- fræði lofts (IAMAP) í Hamborg 24.-26. sept. og hélt þar erindi um útbreiðslu hafíss og langtímaspár um breytingar á 500 mb þrýstifleti yfir norðurhveli jarðar. Þóranna Pálsdóttir sótti námskeið í tölvufræðum við Evrópumiðstöðina í Reading (ECMWF) 13.-23. mars. Viðauki. Febrúar: Þrumur heyrðust á 7 stöðvum á Suður- og Suðvesturlandi þ. 1., í Bjóiu og Austurey þ. 2., í Vestmannaeyjum þ. 6., á Skógum þ. 11., i Reykjavík þ. 14., á 5 stöðvum á Suðvesturlandi dagana 15. og 16., á Siglunesi og á Skógum þ. 20. og á Skógum þ .23. Rosaljós sáust á Fitjum þ. 15. Snjódýpt var mæld á 73 stöðvum. Mesta meðalsnjódýpt mánaðarins var 90 cm í Garði, 77 cm á Gjögri, 73 cm á Raufarhöfn og 65 cm á Hveravöllum og á þessum stöðvum var talið alhvitt alla daga mánaðarins nema á Raufarhöfn var talið alhvítt 25 daga. Á 10 stöðvum var meðalsnjódýptin 31—60 cm, á 26 stöðvum 11—30 cm og á 33 stöðvum minni eða jöfn 10 cm. Mesta snjódýpt, 100 cm, mældist í Stardal þ. 25. og 26. og á Gjögri þ. 16. og 21. SnjóflóÖ: Eftirfarandi snjóflóð voru skráð: 21 á Vesturlandi, 113 á Vestfjörðum, 28 á Mið-Norðurlandi, 2 á Norðausturlandi og 1 á Austfjörðum. Ekki varð tjón af þessum snjóflóðum. SkaOar: 1 fárviðrinu aðfaranótt þ. 17. létust tveir piltar þegar bátur frá Vestmanna- eyjum strandaði og brotsjór hreif þá fyrir borð. Gífurlegt eignatjón varð um allt land þessa nótt. Heilu þökin fuku af húsum, báta sleit upp í höfnum, skemmdir urðu á hafn- armannvirkjum, fólksbílar og langferðabílar fuku og miklir skaðar urðu af völdum lausra hluta, t.d. þakplatna og timburs, sem voru á fleygiferð. Þegar veðrið skall á höfðu mikil klakalög og snjór verið á jörðu og myndaðist því mikil hálka sem einnig (130)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.