Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1982, Síða 1

Veðráttan - 02.12.1982, Síða 1
VEÐRÁTTAN 19»2 ÁnSYFIBLIT SAMID A VEÐtTItSTOFUNIVI Tíðarfarsyfirlit. Tíöarfariö var lengst af hagstætt. Loftvægi var 3.3 mb undir meðallagi frá 2.7 mb í Vestmannaeyjum að 3.9 mb á Blönduósi. Hæst stóð loftvog 1035.1 mb í Stykkishólmi 7. janúar kl. 10, en lægst 936.3 mb í Reykjavík 8. febrúar kl. 20 og er það lægsta loftvogarstaða á landinu frá árinu 1933. Hiti var 0.8° undir meðallagi. Vik hitans frá meðallagi var svipað um land allt. Árs- sveifla hitans var minnst 8° á Kambanesi og 9°—10° á fáeinum stöðvum við austur- og suðurströndina og í Grímsey. Annars var árssveiflan á strandstöðvum víðast 11°—12°, en í innsveitum 13°—16°, mest 17° á Grímsstöðum. Hámarkshiti komst í 25.0° eða meira á 8 stöðvum mest 27.0° á Seyðisfirði 26. júlí. Kaldast var —26.5° á Brú 18. desember, annars staðar fór frost ekki niður í 25.0°. Úrkoma var meiri en i meðalári um mest allt austanvert landið og einnig á allstórum svæðum vestantil á landinu (sjá kort á bls. 98). Mest var úrkoman á Kvískerjum 3873 mm, á 3 öðrum stöðvum komst ársúrkoman yfir 2000 mm og á 9 stöðvum var hún milli 1600 og 2000 mm. Minnst var ársúrkoman í Möðrudal 322 mm og í Forsæludal mældust 382 mm. Á 22 stöðvum var ársúrkoman milli 400 og 600 mm. Mesta sólarhringsúrkoma var 193.6 mm á Kvískerjum 29. júlí. í júlí fór sólarhringsúrkoma yfir 100 mm á 5 öðrum stöðvum. 1 öðrum mánuðum fór sólarhringsúrkoma þrisvar yfir 100 mm. 1 91 skipti var sólarhringsúrkoma milli 50 og 100 mm. Sólskinsstundir voru heldur færri en að meðaltali 1971—80. Fæstar voru þær að til- tölu á Sámsstöðum 81%. Á öðrum stöðvum voru þær meira en 90% af meðaltalinu og flestar að tiltölu 98% á Reykhólum og Hveravöllum. Sólskinsstundir voru 24—34% af þeim tíma sem sól er á lofti á hverjum stað. Velurinn (des. 1981 — mars 1982) var fremur hagstæður, en þó var snjóþungt norðan- lands i desember og janúar. 1 febrúarbyrjun gerði asahláku og mikil flóð. Hiti var 0.4° undir meðallagi. Meðalhiti vetrarins á einstökum stöðvum var frá 1.5° í Vík og Vestmannaeyjum að —6.1° á Hveravöilum og —5.2° í Möðrudal. Hiti var rösklega 1° á Hólum og Vatnsskarðshólum og á 10 öðrum stöðvum var vetrarhitinn yfir frostmarki. Meira en 4.0° frost var á Grímsstöðum og Brú, og á Mýri og í Reykjahlíð fór frostið niður fyrir 3.0°. Úrkoma var yfirleitt meiri en i meðalári, nema norðvestantil á landinu. Mesta vetrarúrkoma var 1380 mm á Kvískerjum og næst mest 1080 mm á Snæbýli, en minnst 111 mm í Forsæludal. Vorið (apríl—maí) var hagstætt fram í apríllok, en óvenju harðan frostakafla gerði 30. apríi — 5. maí og eftir það fór gróðri hægt fram. Hiti var 0.7° undir meðallagi. Á Hveravöllum var hitinn -1.5° en kaldast í byggð var -0.6° í Möðrudal og á 7 stöðvum var hiti frá 0.0 að 1.0°. Hlýjast var 5.0° á Sámsstöðum og á 18 öðrum stöðvum fór hitinn i eða yfir 4.0°. Úrkoma var yfirleitt meiri en í meðalári á Suðurlandi, við Faxaflóa og efst til dala á Norðurlandi, en annars víðast innan við meðallag. Mest var úrkoman 603 mm á Kvískerjum og næstmest 460 mm á Snæbýli en minnst 24 mm á Grímsárvirkjun. Sólskinsstundir voru flestar á Hveravöllum eða 330 sem er 3% umfram meðaltal áranna 1971—1980 og 35% af þeim tíma, sem sól er á lofti. Á Reykhólum voru sólskinsstundir 2% umfram meðaltalið, í Reykjavik, á Akureyri, Höskuldarnesi, Hallormsstað og Hólum 75—86% og á Sámsstöðum 68% af meðaltalinu. SumariS (júní — sept.) var kalt en þó sæmilega hagstætt. Gróðri fór hægt fram í júní og í júli voru óþurrkar sunnan lands og norður yfir Breiðafjörð. Kartöflugrös féllu víða síðast í ágúst. Heyfengur varð í meðallagi og kartöfluuppskera víðast nálægt meðal- lagi. Hiti var 1.1° undir meðallagi. Síðustu 20 ár hafa aðeins 4 sumur verið jafnköld eða kaldari. Kaldast var á Hveravöllum 4.8° og á Hornbjargsvita voru 5.5°. Á 15 stöðv- um var hitinn frá 6.0°—6.9°. Hlýjast var 9.1° í Straumsvik, og á 3 stöðvum var hann 9.0°, og á 30 stöðvum 8.0°—8.9°. Á allmörgum stöðvum vestantil á landinu var úrkoma meiri en í meðalári, en í öðrum landshlutum var hún innan við meðallag. Mest var úr- (97)

x

Veðráttan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.