Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1982, Blaðsíða 35

Veðráttan - 02.12.1982, Blaðsíða 35
1982 VEÐRÁTTAN Ársyfirlit Nóvember: Skaöar: Þ. 13. brotnuðu rafmagns- og símastaurar vegna ísingar á Langanesi, Langa- nesströnd og í Vopnafirði. Einnig slitnaði raflína. Sjór flæddi í kjallara á Þórshöfn. Þ. 16. var hásjávað og mikið brim við norðurströndina. Sjór skemmdi hafnarmannvirki á Sauðárkróki, og flæddi inn í frystigeymslu, 3 trillur sukku og bátur skemmdist. Nokkurt tjón varð á höfninni á Hofsósi. Á Siglufirði flaut vatn inn í 20 ibúðarhús og skemmdir urðu á fiskvinnslustöðvum. 1 Hrisey skemmdust hús, vélar og sjávarafurðir. Þ. 18. beið skipverji á BV Karlsefni bana er skipið fékk á sig brotsjó 30 sjóm. vestur af Látrabjargi. Þ. 20. beið telpa bana i árekstri í hálku á Akureyri. Þ. 28. varð um- ferðaröngþveiti í Reykjavík vegna óveðurs og snjókomu. Þrír bilar fuku út af vegi i Hvalfirði og undir Hafnarfjalli. Fjöldi bíla tepptist á Hellisheiði. Hluti af þaki á fjár- húsum i byggingu fauk í Kolbeinsstaðahreppi. Desember: SnjóflóO: Á Vesturlandi voru skráð 36 snjóflóð, á Vestfjörðum 33, á Mið-Norðurlandi 28 og 1 á Austurlandi. Hafís: Þ. 2 var nýmyndaður íshroði á svæði milli 66.3°N og 66.5°N og frá 25.5°V að 25.7°V. Samkvæmt ískönnun þ. 3. var ísjaðarinn 7-9/10 að þéttleika, r/v 325° 65 sjóm. frá Bjargtöngum, r/v 360° 65 sjóm. frá Deild og r/v 360° 42 sjóm. frá Horni. Talsverð ismyndun var r/v 305° 48 sjóm. frá Deild eða um 10-15 sjóm. frá sjálfum jaðrinum og einnig r/v 31° 45 sjóm. frá Horni. Þ. 8. var ísjaðar, 1-3/10 að þéttleika, um 41 sjóm. frá Deild og næst landi um 26 sjóm. frá Kögri. Um 10-20 sjóm. utar var þéttleikinn um 7-9/10. Borgarisjaki var á 67°21'N og 24°35'V. Samkvæmt ískönnun þ. 17. var isjaðarinn næst landi um 50 sjóm. undan Straumnesi. Fjórir borgarísjakar sáust á svæði milli 66°26'N og 66°40'N og frá 26°32'V að 28°42'V. JarOskjálftar: Þann 4. kl. 1405 fannst jarðskjálfti í Mývatnssveit að stærð 2.4 stig og þ. 25. kl. 1656, 3.4 stig á Richterskvarða. Upptökin voru á Kröflusvæði. Ársyfirlit 1981. í starfsmannaskrá Veðurstofunnar féll niður nafn Gunnars Hvamm- dals Sigurðssonar veðurfræðings. Leiðréttingar Febrúar bls. 10. 1 korti yfir vik hita frá meðallagi er mínus framan við allar tölur. Tölurnar eiga allar að vera án formerkis. Ársyfirlit 1981. Bls. 113. 1 fyrirsögn eiga ártöl að vera 1980—1981. (131)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.