Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.12.1992, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.12.1992, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1992 _______MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNl_______ Desember Tíð var slæm norðanlands og vestan, en sæmileg suðaustanlands. Mikill snjór var á Norðurlandi. Færð var oft erfið og samgöngur stundum tepptar. Eitthvert mesta brim í áratugi gerði við norður- ströndina um miðjan mánuðinn. Fyrstu 6 daga mánaðarins var hiti frá meðallagi að 1° yfir því. Norðanátt var ríkjandi, þurrt veður suðvestanlands alla dagana og þ. 3.-5. einnig á Suðausturlandi. Á Vestfjörðum, Norðurlandi og suður eftir Austurlandi var úrkoma alla dagana, yfirleitt snjókoma eða slydda, en mest var hún á Norðurlandi og norðanverðum austfjörðum þ. 3.-5. Þ. 1. var lægð norðaustur af landinu og önnur við suðurströndina á hreyfingu austur. Daginn eftir var lægðasvæði suðaustan og austan við land. Þessa tvo daga var vindur yfirleitt hægur um austanvert landið. Þ. 3.-5. var hvassara og norðan eða norðaustanátt um allt land, en þ. 6. var úrkomusvæði við Suðurland og austlæg átt þar. P. 7. var stillt veður og hiti 3° undir meðallagi, en aðfaranótt 8. komu hitaskil úr suðvestri, sem fóru norðaustur yfir landið daginn eftir, og þá hlýnaði til muna. Á undan skilunum var austan hvass- viðri og víðast mikil úrkoma nema á Norður- og Norðausturlandi. Á eftir skilunum var sunnan og suðvestanátt. Kröpp lægð fór norður með vesturströndinni. Vindur var hægari þ. 9. en áfram úr- koma nema á Norðausturlandi. Hiti var 3° yfir meðallagi þessa tvo daga. P. 10.-12. voru lægðir eða lægðardróg yfir landinu, vindátt breytileg og vindur yfirleitt hægur, en víðast úrkoma. Veður fór kólnandi, hiti var 1° yfir meðallagi þ. 10., en 2°-3° undir því þ. 11. og 12. Harðan norðangarð gerði dagana 13.-18., en þ. 19. var veðrið gengið niður. Hiti var 5° undir meðallagi þ. 14.-15. og þ. 18.-19., og voru það köldustu dagar mánaðarins. P. 13. ogþ. 16-17. var 2°-4° kaldara en í meðalári. P. 13. var hæð yfir Grænlandi og norðaustan strengur norður af landinu. Samskil fóru suður yfir það og fylgdi þeim norðaustan stormur og snjókoma. Syðst á landinu var þó hæglátt veður allan daginn. Hæðin var áfram yfir Grænlandi allt kuldatímabilið, og dagana 14.-16. voru lægðasvæði milli íslands og Noregs. Mikill norðanstrengur var norður af landinu og norðan hvassviðri eða stormur með mikilli snjókomu um norðanvert landið og náði hún allt suður í Borgarfjörð. Á Suðurlandi og á sunnanverðum Austfjörðum var úrkomulaust að mestu og mun hægari vindur. Síð- asta daginn var hægur vindur um allt austanvert landið fram á kvóld, en þá komu samskil úr norðri inn yfir landið með hvassviðri og snjókomu. P. 17. var norðanátt um allt land og hvassast suðaustan- lands, djúp lægð var á hreyfingu norður vestan við Bretland. Lægðin fór norðaustur milli íslands og Noregs þ. 18. og herti til muna á norðanáttinni. Áfram snjóaði mikið um norðanvert landið. Um kvöldið lægði vestan lands og þ. 19. var hæðarhryggur yfir landinu, stillt veður og úrkomulaust fram ákvöld. Djúp lægð kom suðvestan úr hafi þ. 19. og olli hvassri suðaustanátt suðvestanlands um kvöldið. Skil lægðarinnar fóru norður yfir land þ. 20. með suðaustan hvassviðri og mikilli rigningu sunnan- og vestanlands. Hiti hækkaði um 9° og varð 4° yfir meðallagi. Daginn eftir lægði og vindur gekk til vesturs og suðvesturs. Úrkoma var lítil og hiti 2° yfir meðallagi. Þ. 22. fór aftur djúp lægð norður með Grænlandi og olli sunnan stórviðri með mikilli rigningu, nema á Norðausturlandi. Hiti var 5° yfir meðallagi. Síðdegis komu kuldaskil inn yfir land úr vestri. Þ. 23.-25 var hiti frá meðallagi að 1° yfir því. P. 23. var hvöss suðvestanátt með éljum nema á Austurlandi, þar var þurrt. Á aðfangadag var svipað veður en vindur hægari, og á jóladag var víðast stillt veður og úrkomulaust að mestu. Um kvöldið náði þó úrkomusvæði inn yfir landið suðvestan- vert. Mikil lægð var á Grænlandshafi þ. 26. Hitaskil hennar fóru norður yfir land og ollu hvassviðri með mikilli rigningu um sunnan og vestanvert landið. Kuldaskil lægðarinnar fóru austur yfir land aðfaranótt 27., og á eftir þeim dró verulega bæði úr vindi og úrkomu. P. 28. var ný lægð á hreyfingu norður með Grænlandi og sunnanátt með rigningu á Suður- og Vesturlandi. Kuldaskil lægðarinnar fóru austur yfir land þ. 29., og á eftir þeim var hæg vestanátt með éljum. Hiti var 7° yfir meðallagi þ. 26., og var það hlýjasti dagur mánaðarins. Þ. 27.-29. var 4°-6° hlýrra en í meðalári. Þ. 30. var hæðarhryggur yfir landinu, en síðdegis komu skil inn yfir land úr suðvestri og fóru þau yfir landið á Gamlársdag. Allhvasst var við skilin og talsverð snjókoma. Hiti var 1° undir meðallagi þessa tvo daga. Loftvœgi: var5.2 mb undirmeðallagiáranna 1931-1960, frá3.6 mbáRkn. að7.1 mbáRfh. Hæst stóð loftvog 1030.5 mb á Kbkl. þ. 27. kl 24, en lægst 960.4 mb í Vm. þ. 1. kl 9. Vindáttir: Austanátt var fátíðust miðað við meðallag áranna 1971-1980 en norðanátt tíðust. Vindar milli suðurs og norðvestur voru einnig tiltölulega tíðir en norðaustanátt fremur fátíð. Veðurhœð:P. 1. voru 11 vindstigíÆðey.þ. 4. í Vm.,þ.8. í Vm. ogHvrv.,þ. 13. áGfskogGrst., þ. 15. á Sd., þ. 18. á Npr., Anes., Fghm. og Vm., þ. 22. á Nb., Mnbk., Vm. og Hvrv., þ. 23 í Vm., (89)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.