Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.10.1993, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.10.1993, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRATTAN 1993 MÁNAÐARYFIRLIT SAMH) Á VEÐURSTOFU ÍSLANDS Október Tíðarfarið í mánuðinum var talið mjög gott, einkum seinni hlutinn á Norður- og Austurlandi. Þurrviðrasamt var og nokkuð hlýtt. Búfénaður var víða úti og gróður sums staðar enn í framför. Dagana 1. - 3. var víðáttumikil lægð á hreyfingu austur yfir Atlantshaf og voru austlægar áttir ríkjandi á landinu. Skýjað var víðast hvar og þokusúld við ströndina einkum vestantil þ. 2. en víða var þurrt í innsveitum. Síðdegis þ. 3. herti vindinn og áttin snerist til norðausturs og kólnaði. Þ. 4. var norðaustan strekkingsvindur og létti þá til sunnan- og vestanlands en þokusúld og él voru norðan- og austanlands. Síðdegis þ. 5. gekk norðanáttin niður og létti þá til um allt land. Dagana 6. - 9. var hæð suðsuðvestur af landinu og lá hæðarhryggur til norðausturs um ísland. Hægviðri var og víða léttskýjað nema við vesturströndina og á Vestfjörðum þar var skýjað og oft súldarvottur einkum þ. 6. og 7. Einnig var þokusúld við norðurströndina þ. 9. Síðdegis þ. 9. hörfaði hæðin fyrir suðvestan land norður fyrir land. Dagana 10. - 13. var hæg austlæg átt eða hægviðri og léttskýjað á landinu nema við ströndina norðaustan- og austanlands, þar var norðan og norðaustan gola eða kaldi og skýjað og dálítíl él. Síðdegis þ. 13. var norðaustanátt og él um allt norðanvert landið. Hæðin teygði sig suður á Grænlandshaf og var norðanátt um allt land þ. 14. og víða él norðantil. Aðfaranótt þ. 15. þokaðist hæðarhryggur inn á land og létti til um allt land. Þ. 16. var hægviðri og léttskýjað nema á annesjum Vestfjarða, þar var suðvestanátt og smáél. Aðfaranótt þ. 17. fór grunn lægð norðaustur milli íslands og Grænlands. Suðaustanátt var á landinu og fór úrkomusvæði norðaustur yfir landið og hlýnaði heldur. Dagana 18. - 20. var hæðarhryggur að hreyfast austur Atlantshaf og var vestan- og norðvestanátt á landinu. Léttskýjað var víða um land nema á annesjum fyrir norðan og vestan þar voru smáél. Síðdegis þ. 20. þykknaði upp um vestanvert landið með suðaustan kalda og rigndi víða um land um nóttína og fram eftir morgni næsta dag einkum vestast. Dagan 21.-31. voru suðlægar og suðvestlægar áttir ríkjandi á landinu. Víðáttumikil hæð var yfir Bretlandseyjum og teygði hún anga sína til landsins en lægðir fóru norðaustur með strönd Austur - Grænlands. Aðfaranótt þ. 22. þokuðust kuldaskil inn á vestanvert landið með rigningu víða nema á Suðausturlandi. I kjölfarið kólnaði með stífri vestan- og suðvestanátt og skúrum eða éljum vestanlands, en víða létti til austanlands. Síðdegis þ. 23. snerist til sunnan- og suðaustanáttar og hlýnaði. Víða var rigning eða súld nema á Austur- og Norðausturlandi þar var þurrt og hlýtt. Síðdegis þ. 26. þokuðust skil yfir landið með hvassri sunnanátt og rigningu. í kjölfarið fylgdi hvöss vestan- og suðvestanátt einkum um norðanvert landið aðfaranótt þ. 27. Fljótlega dró úr veðurhæðinni og var hæg suðlæg eða suðvestlæg átt á landinu þ. 27. og víða léttskýjað nema við vesturströndina þar var skýjað og dálítil rigning eða súld. Að morgni þ. 29. þokuðust kuldaskil inn á vestanvert landið og fóru yfir landið með rigningu víða. í kjölfarið fylgdi suðvestlæg átt og léttí til um norðan- og austanvert landið en þokusúld eða rigning var sunnan- og vestanlands einkum við ströndina og hélst veðrið þannig út mánuðinn. (73)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.