Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1993, Blaðsíða 2

Veðráttan - 02.12.1993, Blaðsíða 2
Ársyfirlit Veðráttan 1993 Sumarið (júní - sept.) var fremur óhagstætt nema í september. Hiti var 1.0° undir meðallagi. Hlýjast var á Smst. 10.2°, næst hlýjast var á Kbkl. 9.8° og á 16 öðrum stöðvum sunnanlands komst hiti yfír 9.0°. Kaldast var á Hvrv.' 5.2°. Á Hbv. mældust 5.6°, í Gr. 5.7° og í Mðrd. 5.8°. Á 12 öðrum stöðvum náði hitinn ekki 7.0°. Úrkoma var undir meðallagi frá Faxaflóa og norður að ísafjarðardjúpi, ennfremur víðast í innsveitum norðanlands og á flestum stöðvum á Austur- og Suðausturlandi. Á Fghm. og efst á Fljótsdalshéraði var úrkoma þó meiri en í meðalári. Á Suðurlandsundirlendi var úrkoma frá tæpu meðallagi að 25% umfram meðallag, og við norðurströndina var heldur meiri úrkoma en í meðalári. Mest mældist úrkoman 1169 mm á Kvsk. og 925 mm á Snb. Á þremur öðmm stöðvum fór úrkoma yfir 600 mm. Minnst var úrkoman 99 mm á Ak., og á 32 öðrum stöðvum var hún undir 200 mm. Sólskinsstundir voru flestar að tiltölu 11% umfram meðallag á Smst. Á hinum fjórum stöðvunum, sem meðaltal hafa, var sólskin minna en í meðalári og minnst að tiltölu á Ak., 73% af meðaltalinu. Á þessum 5 stöðvum mældist sólskin 24-34% af þeim tfma sem sól er á lofti. Flestar sólskinsstundir mældust á Smst. eða 643, en fæstar áSgrð. 315. Haustið (okt. - nóv.) var hagstætt. Hiti var 0.9° yfir meðallagi. Hlýjast var 5.2° á Sf. ÁVtns. mældust 4.9° og á Npr. 4.8° og á 21 stöð auk þessara komst hitinn yfir 4.0°. Kaldast var -1.0° á Hvrv. og 0.9° mældust bæði á Grst. og í Mðrd. Á Brú var hitinn 1.4°, en á öllum öðrum stöðvum náði hann minnst 2.0°. Úrkoma var meiri en í meðalári frá Suðvesturlandi norður að ísafjarðardjúpi og til Hrútafjarðar, en innan við meðallag þar fyrir austan, nema við suðausturströndina. í Borgarfirði mældist meira en tvöföld meðalúrkoma, en minnst var hún að tiltölu um 1/5 af meðallagi á 4 stöðvum í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu. Mest mældist úrkoman í Grnd. 1150 mm , en 829 mm mældust á Kvsk. og 666 mm á Snb. Minnst var úrkoman 22 mm á Ak. og Lrh., en í Svrk. mældust 28 mm. (98)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.