Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1993, Blaðsíða 29

Veðráttan - 02.12.1993, Blaðsíða 29
1993 Veðráttan Ársyfirlit Þyngdarmælar voru í Saurbæ í Holtum og við Búrfellsvirkjun. Osonmælingar og mælingar á sólgeislun voru gerðar í Reykjavík. ✓ Utvarp veðurfregna Veðurfregnum var útvarpað á Rás 1 Ríkisútvarpsins á eftirtöldum tímum: Kl. 0130, 0430, 0645 (bættist við 1. janúar), 0730, 1045, 1245, 1630, 1930 og 2230. Kl. 0130, 0430, 0645 og 0730 (aðeins á sunnudögum) voru veðurfregnir einnig lesnar á Rás 2. Kl. 0430 var einnig útvarpað um loftskeytastöðina í Reykjavík á 1650 kílóriðum. í upphafi veðurfregna var lýst veðri á völdum veðurstöðvum á landi. Kl. 1045 var lýst veðri á flestöllum veðurathugunarstöðvum, kl. 1630 voru einkum valdar stöðvar inn til landsins en á öðrum tímum voru valdar stöðvar við ströndina. Þá var lesin veðurlýsing frá skipum í grennd við landið (þó ekki kl. 1245) og síðan veðurspá fyrir einstök spásvæði á landi, miðum og djúpum. Veðurhorfum á öðrum, þriðja og fjórða degi var útvarpað í lok veðurfregnatíma kl. 1045, 1245, 1630 og 1930. Sérstökum horfum fyrir miðhálendið var útvarpað með morgunfréttum Rásar 1 í júlí og ágúst. Stuttar veðurfregnir á ensku voru einnig lesnar með almennum fréttum fyrir ferðamenn sömu mánuði. Ymsar útvarpsstöðvar fengu sendar veðurupplýsingar, svo sem stormviðvaranir, stuttar veðurspár fyrir næsta sólarhring og veðurhorfur næstu daga, til að útvarpa með fréttum eða öðrum dagskrárliðum. Veðurfregnir birtust reglulega í Ríkisútvarpi-Sjónvarpi. Drög að spákorti fyrir ísland voru gerð daglega fyrir Stöð 2. Svipuð drög voru gerð reglulega fyrir tvö dagblöð, DV og Morgunblaðið. Fram til 15. júlí var veðurfregnum útvarpað ffá strandarstöðvum Pósts og síma en sfðan var því hætt. Frá hverri stöð var almennu yfirliti, stormviðvörunum og spám fyrir þau spásvæði, sem næst voru hverri stöð, útvarpað sem hér segir: Að næturlagi var útvarpað frá ísafirði, Neskaupstað og Vestmannaeyjum kl. 0203 og 0503 en frá Siglufirði og Homafirði þremur mínútum síðar í báðum tilvikum. Að degi til var útvarpað frá Neskaupstað kl. 1103 og 2203 og þremur mínútum síðar frá Siglufirði og Hornafirði. Útvarpað var á aðalvinnutíðni stöðvanna að undangengnu tilkynningarkalli á 2182 kílóriðum. Veðurspáfyrirmiðin varlesin áenskukl. 0533,1133,1733 og 2333 átíðni 1876kílóriðumað undangenginni tilkynningu á 2182 kílóriðum. Henni var einnig útvarpað á NAVTEX (518 kílórið) kl. 0718, 1118, 1918 og 2318. Veðursíminn, símatorg þar sem nýjustu veðurupplýsingar eru tiltækar allan sólarliringinn, var starfræktur allt árið. Útgáfustarfsemi Veðráttan: Gefin voru út mánaðarblöð fyrir mánuðina janúar til desember 1992. Hafísskýrslur voru ekki gefnar út á árinu. Jarðskjálftaskýrslur: Yfirlit um jarðskjálfta mælda í SIL-kerfinu voru gefin út vikulega og send Almannavörnum og nokkrum öðrum stofnunum. Preliminary Seismogram Readings var gefið út vikulega. Útgáfu á mánaðaryfirlitum jarðskjálfta hefur verið hætt. Þátttaka í ráðstefnum Magnús Jónsson sótti ráðstefnu í Oxford dagana 27. september til 1. október um framtíðarskipan veðurþjónustu. Trausti Jónsson og Magnús Jónsson sóttu fund í vísinda- og tækninefnd ECSN (Eruopean Climate Support Network) sem haldinn var í Toulouse 22.-26. mars. Gunnlaugur Kristjánsson sótti DECUS ráðstefnu í Montreux í Sviss dagana 5.-10. september. Magnús Már Magnússon sótti undirbúningsfund vegna samstarfsáætlunar ESB um snjóflóð í Grenoble 8.- 9. júlí. (125)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.